Skáknámskeið á Laugarvatni

Fréttir 19.06.2025

Skákskóli Íslands, í samstarfi við skákþjálfarann Gauta Pál Jónsson, stendur fyrir skáknámskeiði á Laugarvatni dagana 19.-20. júlí næstkomandi.

Skáknámskeiðið er ætlað fyrir börn í 6.-10. bekk grunnskóla (2009-2013).

Staðsetning: Menntaskólinn að Laugarvatni.

Námskeiðið fer fram frá klukkan 10:00-12:00 og svo aftur eftir hádegishlé frá 12:30-14:30 báða dagana. Klukkan 14:30 sunnudaginn 20. júlí mun góður gestur halda fjöltefli.

Að loknu fjöltefli, rétt rúmlega 15:00 sunnudaginn 20. júlí verður Suðurlandsmót Skákskólans í hraðskák haldið, sem verður opið mót og reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Ekki er gerð krafa um stig til þátttöku í mótinu. Mótið er opið öllum. Þátttökugjöld eru engin fyrir þátttakendur námskeiðsins, 1000 krónur fyrir aðra (fullorðna) og 500kr. fyrir börn.

Skráning í námskeiðið miðast við 10-16 þátttakendur. Skráningu verður lokað um leið og 16 hafa skráð sig.

Þátttökugjöld verða kr. 10.000 á mann. Systkinaafsláttur er 20%. Innifalið í þáttttökugjaldinu er námsefni, bæði prentað og á rafrænu formi ásamt ókeypis þátttöku í Suðurlandsmótum Skákskólans í hraðskák.

Nánari upplýsingar veitir Gauti Páll Jónsson.

Netfang:gauti.pall.jonsson@reykjavik.is

Símanúmer: 6919937

Auglýsing af skak.is

Skráning á Sportabler