Skipulagsauglýsing
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi skipulagslýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi auk tillögu nýrrar deiliskipulagsáætlunar:
- Reykir L166491; Breytt landnotkun, skógrækt í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2311057
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. desember 2023 að kynna skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar er varðar hluta skógræktarsvæðis í landi Reykja L166491. Í breytingunni felst að hluti skógræktarsvæðis breytist í frístundasvæði.
2. Hrafnabjörg L194595; Breyttir landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting - 2212038
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. maí 2024 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til lands Hrafnabjarga, L194595. Aðalskipulagsbreytingin snýst um að lagfæra reit F20 og reiti SL8 þar sem þeir stangast á við gildandi skógræktaráætlun frá árinu 2016. Frístundasvæðið verður fært út af skógræktarsvæðum og upp í holtið þar sem ræktunarskilyrði eru lakari með tilliti til skógræktar. Jafnframt verður lagt mat á það hvort landbúnaðarland sem liggur nyrst í landareigninni henti fremur til skógræktar en frístundabyggðar í samræmi við sjónarmið sveitarstjórnar. Breytingin er jafnframt falin í því að breyta landbúnaðarsvæði í frístundasvæði og frístundasvæði í skógræktarsvæði. Frístundasvæðið F20 (39 ha) nær yfir hluta af landi Hrafnabjarga (14 ha) ásamt Álfabrekku (25 ha). Frístundasvæði innan Hrafnabjarga er óbyggt og ekkert deiliskipulag fyrir hendi. Lýsing þessi gildir bæði fyrir breytingu aðalskipulags sem og vegna nýs deiliskipulags Hrafnabjarga.
3. Efra-Apavatn 1D L226190; Frístundalóðir og skógrækt; Deiliskipulag – 2404002
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. apríl 2024 að kynna tillögu nýs deiliskipulags vegna lands Efra-Apavatns 1D L226190. Um er að ræða skilgreiningu frístundalóða og byggingarheimilda innan frístundasvæðis F21. Samtals er gert ráð fyrir 8 lóðum á svæðinu. Á hverri lóð er gert ráð fyrir heimildum fyrir frístundahús, gestahús/aukahús allt að 40 fm og geymsluhús að 15 m2 innan hámarks nýtingarhlutfalls 0,03.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlana:
4. Vestur-Meðalholt L165513; Ný íbúðarbyggð í dreifbýli; Aðalskipulagsbreyting – 2302029
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. mars 2024 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar er varðar Vestur-Meðalholt í Flóahreppi. Í breytingunni felst breytt skilgreining landbúnaðarlands í íbúðarbyggð. Alls er um allt að 20 hektara svæði að ræða fyrir allt að 20 íbúðarlóðir. Lóðirnar geta hver um sig verið 1 til 3 ha og gert verður ráð fyrir rúmum byggingarheimildum. Innan lóða er gert ráð fyrir heimildum til garðræktar, skógræktar, kolefnisbindingar, takmarkaðs búfjárhalds eða minni háttar atvinnustarfsemi, þ.e.a.s. vinnustofur, gallerý eða gisting í samræmi við ákvæði aðalskipulags.
5. Bitra land L200842; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2302064
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. mars 2024 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bitru lands L200842 í Flóahreppi. Alls er um að ræða um 43 ha land sem nú er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og um 21 ha lands frístundabyggð (F21). Í breytingunni felst að 30 ha af svæðinu verði skilgreindir sem landbúnaðarsvæði og um 13 ha verslunar- og þjónustusvæði. Markmiðið er að fjölga íbúum sveitarfélagsins og þar með nýta betur þá þjónustu og innviði sem fyrir eru s.s. vegakerfi og veitur. Einnig að koma til móts við vaxandi eftirspurn þeirra sem vilja búa í dreifbýli á stórum lóðum með möguleika á aðstöðu fyrir t.d. hesta, trjárækt o.þ.h. Þá sé markmiðið með verslunar- og þjónustulóðum að auka kosti í þjónustu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Á staðnum verði miðað að því að þar verði hægt að taka á móti stærri hópum í einu en skortur sé á slíkri aðstöðu í sveitarfélaginu. Samhliða er lagt fram deiliskipulag sem tekur til svæðisins.
Samkvæmt 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og breytinga:
6. Vestur-Meðalholt L165513; Íbúðarbyggð; Deiliskipulag – 2311079
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. mars 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til nýs íbúðarsvæðis í landi Vestur-Meðalholta í Flóahreppi. Skipulagssvæðið er staðsett suðaustan við Selfoss, milli Gaulverjabæjarvegar og íbúðarbyggðar í Rima, og er um 20 ha að stærð. Aðkoma er um nýja vegtengingu frá Önundarholtsvegi. Á skipulagssvæðinu eru afmarkaðar 17 lóðir. Stærð lóða er frá 7.499 m2 til 21.938 m2 og er nýtingarhlutfall lóða skilgreind að hámarki 0,05. Byggingarreitir innan skipulagsins eru merktir B1-B2-B3 og gilda mismunandi heimildir innan þeirra. Innan lóða er almennt heimilt að byggja íbúðarhús, bílskúr og gestahús auk þess sem heimildir eru fyrir skemmu og gripahúsi.
7. Ás 166710; Ný íbúðarhúsalóð; Ás 2; Deiliskipulag – 2403063
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. apríl 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til skilgreiningar á lóð og byggingarreit ásamt byggingarheimildum fyrir 15.457 fm íbúðarlóðar úr jörðinni Ás í Hrunamannahreppi. Innan lóðar verði gert ráð fyrir uppbyggingu einbýlishúss ásamt bílskúr auk gestahúss.
8. Dvergabakki L165303; Dvergabakki A; Ný lóð; Reisa 6 smáhýsi; Deiliskipulag – 2403006
Sveitarstjórn Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. apríl 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Dvergabakka L1653030 í Ásahreppi. Í skipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir gestahús innan jarðarinnar.
9. Bitra land L200842; Landbúnaðarlóðir; Hótel og smáhýsi; Deiliskipulag - 2307047
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. mars 2024 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til Bitru lands L200842 í Flóahreppi. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á fjórum landbúnaðarlóðum og fjórum verslunar- og þjónustulóðum. Á landbúnaðarlóðunum er gert ráð fyrir heimild fyrir íbúðarhúsi og aukahúsi s.s. gestahúsi, gróðurhúsi, hesthúsi og/eða geymslu/skemmu. Á verslunar- og þjónustulóðunum er gerð ráð fyrir heimild fyrir allt að 100 herbergja hóteli með gistirými fyrir allt að 200 gesti. Enn fremur er gert ráð fyrir um 30 smáhýsaeiningum að 70 fm þar sem geti gist allt að 120 gestir. Nýtingarhlutfall lóða á svæðinu má ekki fara umfram 0,05. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði.
10. Lækjarás L206942; Ný íbúðarhúsalóð; Deiliskipulagsbreyting - 2403056
Sveitarstjórn Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. apríl 2024 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar er varðar Lækjarás L206942. í breytingunni felst skilgreining nýs byggingarreits og lóðar innan lóðar Lækjaráss L206942.
11. Brúarhlöð L234128; Uppbygging ferðamannaaðstöðu; Deiliskipulag - 2404027
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. apríl 2024 tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lands Brúarhlaða L234128. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir uppbyggingu ferðamannaaðstöðu. Skipulagið tekur til um 2,5 ha svæðis á austurbakka Hvítár við Brúarhlöð. Helstu markmið deiliskipulagsins eru að unnið sé heildarskipulag fyrir móttöku ferðamanna á svæðinu sem tekur til bílastæðis, göngustígs með áningarstöðum, útsýnispalla og þjónustuhúss þar sem verður m.a. veitinga- og snyrtiaðstaða. Settir eru fram byggingarskilmálar um uppbyggingu á svæðinu sem tekur tillit til sérstöðu svæðisins og náttúrufars. Með skipulaginu er dregið úr líkum á umhverfisspjöllum vegna ágangs gesta. Svæðið verði betur varið gagnvart álagi á gróðurþekju og náttúru- og menningarminjar. Með skilgreiningu umferðarleiða verði umferð gangandi fólks á öruggum og afmörkuðum göngustígum sem bjóða upp á gott aðgengi og fallegt útsýni yfir svæðið þar sem miðlað verður upplýsingum til gesta um sögu þess. Auk þess er gert ráð fyrir því að skipulagið stuðli að því að gestir geti notið kyrrðar og áhrifa svæðisins. Sérstök áhersla verður á að mannvirki falli vel að landslagi og ásýnd svæðisins.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.asahreppur.is www.blaskogabyggd.is, https://www.floahreppur.is/ , https://www.fludir.is/ og https://www.skeidgnup.is/
Mál 1 - 3 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 8. maí 2024 með athugasemdafresti til og með 29. maí 2024.
Mál 4 - 11 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 8. maí 2024 með athugasemdafrest til og með 21. júní 2024.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU