Útboð skólaaksturs - Laugarásleið

Fréttir 17.05.2024

Skólaakstur Reykholtsskóla 2024-2028

Laugarásleið- útboð

Bláskógabyggð auglýsir eftir tilboðum í skólaakstur fyrir Reykholtsskóla.

Um er að ræða akstursleið nefnda Laugarásleið, þ.e. leið frá Helgastöðum um Laugarás á skólastað í Reykholti.

Útboðsgögn verða afhent á stafrænu formi frá og með 21. maí 2024. Þeir sem óska eftir að fá gögn afhent sendi tölvupóst á netfangið blaskogabyggd@blaskogabyggd.is eða hringi í síma 480 3000.

Tilboðum skal skilað til Bláskógabyggðar, Aratungu, Reykholti, fyrir kl. 11 mánudaginn 10. júní 2024 þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim sem þess óska.

Skólastjóri