Útboð vegna endurbóta á sundlaug í Reykholti
Fréttir
22.05.2025
Bláskógabyggð auglýsir eftir tilboðum í endurbætur laugarsvæðis sundlaugar í Reykholti.
Um er að ræða heildarendurnýjun á sundlaugasvæði ásamt viðbyggingum við tæknirými, líkamsrækt og vaktrými. Að auki verða byggð ný gufuböð og geymsla á lóð. Einnig verða einhverjar endurbætur á núverandi húsnæði. Útboðið felur í sér jarðvinnu, uppsteypu laugarkerja og viðbygginga, innan- og utanhúss frágang, lagnakerfi, loftræsikerfi og rafkerfi
Grunnflatarmál laugarsvæðis er 1138.5 m² en grunnflatarmál viðbygginga er 170.5 m².
Heildarverklok eru 1. september 2026.