Viðbygging við íþróttamiðstöðina á Laugarvatni
Fréttir
23.07.2025
Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar hinn 17. júlí sl var oddvita og svitarstjóra falið að gera drög að samningi við UMFL um viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Laugarvatni, þ.e. að byggð verði hæð ofan á lægri hluta íþróttahússins á Laugarvatni (búningsklefa/anddyri) sem nýtast muni ýmsum aðilum, félagasamtökum og sveitarfélaginu. Uppleggið er það að UMFL taki að sér verkefnið, framkvæmi það og skili byggingunni af sér til sveitarfélagsins á fokheldisstig. Það fjármagn sem var áætlað í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til þakskipta á umræddum hluta íþróttahússins gangi upp í kostnað. Hópur innan UMFL hefur rætt við arkitekta hússins um útfærslur og viðræður standa yfir við hönnuði viðbyggingar og burðarþols.