Vinnuskóli 2024

Fréttir 27.03.2024

Sem fyrr verður vinnuskóli Bláskógabyggðar með vinnustöðvar á tveimur stöðum, á Laugarvatni annars vegar og í Reykholti hinsvegar. Hann verður starfræktur frá byrjun júní til loka júlí. Réttindi til vinnu í vinnuskólanum eiga unglingar með lögheimili í Bláskógabyggð og eru fæddir á árunum 2008, 2009 og 2010. Nemendur geta sótt störf um við aðrar deildir sveitarfélagsins, svo sem leikskóla. Í þeim tilfellum er farið eftir 5. og 6. kafla reglugerðar um vinnu barna og unglinga varðandi vinnutíma. Umsóknum um starf í vinnuskóla skal skila eigi síðar en sunnudag 12 maí nk.

Laun, án orlofs:

Börn fædd 2008

Börn fædd 2009

Börn fædd 2010

10. bekkur

9. bekkur

8. bekkur

1.348 kr/klst

1.078 kr/klst

808 kr/klst

Nánari upplýsingar um vinnuskólann veitir Kristófer Tómasson, sviðsstjóri Framkvæmda- og veitusviðs. Netfang: kristofer@blaskogabyggd.is Sími 860-4440. Senda má  umsóknareyðublað á ofangreint netfang eða afhenda það á skrifstofu Bláskógabyggðar.

Forráðamenn þurfa að skrá unglinginn sinn í Vinnuskólann.
Athugið að við skráningu þarf nemandi að eiga bankareikning sem stofnaður er á kennitölu hans.
Vakin er athygli á að árið sem 16 ára aldri er náð verður skattskylda eins og hjá fullorðnum og þarf launþegi að ráðstafa persónuafslætti til vinnuveitanda. Ráðstöfun persónuafsláttar er á ábyrgð launþega