Framkvæmda- og veitunefnd
Dagskrá
1.Umsókn um heimlögn, kalt, Einholt 1, 840 Laugarvatn
2503021
Umsókn um heimlögn, Einholt við Laugarvatn
Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir að stofngjald í aðstöðuhús verði skv. gjaldskrá en helmings afsláttur verði veittur vegna tengingar við önnur hús, enda hefur umsækjandi lagt þær lagnir.
2.Virkjun borholu á Laugarvatni
2503035
Tilboð í hönnun dælustöðvar og tenginga vegna borholu á Laugarvatni.
Tvö tilboð bárust í framhaldi af verðkönnun, frá Eflu og Lotu. Tilboðin verða yfirfarin.
3.Gjaldskrá Bláskógaveitu 2026
2511034
Gjaldskrá Bláskógaveitu
Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til sveitarstjórnar.
4.Fráveita frá Fontana, rotþró og lagnir
2505013
Beiðni Fotnana um færslu á fráveitulögnum.
Um er að ræða lögn í eigu Fontana. Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að Fontana færi lögnina, enda verði gengið frá yfirborði með fullnægjandi hætti og í samráði við sveitarfélagið.
5.Fjárhagsáætlun 2026 og 2027-2029
2510002
Fjárfestingaáætlun
Framkvæmda- og veitunefnd vísar áætluninni til sveitarstjórnar.
6.Reglur um styrki til uppsetningar á varmadælum
2511025
Tillaga að reglum um styrki vegna uppsetningar á varmadælum
Farið var yfir drög að reglum. Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að styrkfjárhæð verði 700.000 kr.
7.Útboð sundlaugar í Reykholti
2505017
Fundargerðir verkfunda.
4. fundur haldinn 05.11.2025
5. fundur haldinn 19.11.2025
4. fundur haldinn 05.11.2025
5. fundur haldinn 19.11.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram.
8.Úttekt á slökkvivatni vatnsveitna
2503029
Lagt fram til kynningar.
9.Forgangsröðun í gatna og göngustígagerð 2025-2027
2412008
Yfirlit yfir forgangsröðun í gatna- og göngustígagerð (eldri götur)
farið var yfir áætlunina og samþykkt að vísa henni til sveitarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 17:00.