Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

371. fundur 12. nóvember 2024 kl. 12:00 - 15:15 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá tvö mál, styrkbeiðni sóknarnefndar Torfastaðakirkju og erindi foreldrafélags Bláskógaskóla. Var það samþykkt og verða mál nr. 25 og 26 á dagskrá fundarins.

Stefanía Hákonardóttir sótti fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar

2401002

56. fundur haldinn 30.10.2024, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 6 og 7.
-liður 6, 2408024 tíðni sorphirðu, sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmda- og veitunefndar um að tíðni sorphirðu við heimili verði breytt þannig að allir sorpflokkar verði teknir á fjögurra vikna fresti. Samhljóða tillaga umhverfisnefndar liggur fyrir, sjá 3. lið á dagskrá fundarins. Breytingin taki gildi um áramót.
-liður 7, 2410028 fráveitutengingar Bjarkarbraut, sveitarstjórn samþykkir samhljóða tilögu framkvæmda- og veitunefndar um að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna verksins, kostnaður er áætlaður kr. 3.500.000.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.Fundargerð æskulýðsnefndar

2401006

16. fundur haldinn 30.10.2024. Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 2 (frístundastyrkur).
-liður 2, íþrótta- og lýðheilsunefnd leggur til við sveitarstjórn að upphæð frístundastyrks verði endurskoðuð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fjárhæð frístundastyrks fyrir árið 2025 verði 55.000 kr.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerð umhverfisnefndar

2401004

5. fundur haldinn 01.10.2024, afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 2 og 3.
-liður 2, umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skoðað verði hvort lokun gönguhliða á gámasvæðum með uppsetningu grenndargáma fyrir utan hlið gámasvæðanna sé fýsilegur kostur. Sveitarstjórn samþykkir að rætt verði við Íslenska gámafélagið um útfærslu.
-liður 3, tíðni sorphirðu, umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tíðni sorphirðu verði breytt. Tillagan var afgreidd sérstaklega undir 1. lið á dagskrá þessa fundar (fundargerð framkvæmda- og veitunefndar).
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

4.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2401019

953. fundur haldinn 31.10.2024

954. fundur haldinn 04.11.2024
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs (UTU)

2401023

114. fundur haldinn 23.10.2024

115. fundur haldinn 04.11.2024
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

2401025

241. fundur haldinn 06.11.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Liðir nr. 25 til 27 í fundargerðinni eru til afgreiðslu á fundinum sem sérstök mál, sjá 29. til 31. lið.

7.Fundargerð aðalfundar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

2401028

Fundargerð aðalfundar, dags. 04.11.2028.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð héraðsnefndar Árnesinga

2401010

33. fundur haldinn 15.10.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs

2401031

78. fundur haldinn 07.10.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

2401028

Fundur haldinn 22.10.2024

Fundur haldinn 28.10.2024
Fudnargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

2401020

77. fundur haldinn 30.10.2024

78. fundur haldinn 07.11.2024 ásamt stefnumörkun og starfsáætlun 2024-2026.
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

12.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024

2409007

Aðalfundur haldinn 07.10.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

13.Samstarf ungmenna í uppsveitum og Flóa, ungmennaþing

2411008

Erindi Skeiða- og Gnúpverjahrepps, dags. 06.11.2024, þar sem óskað er eftir samstarfi sveitarfélaga og ungmennaráða á starfssvæði SVÁ.
Í erindinu kemur fram að á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi verið lagt fram erindi frá formanni skólanefndar um nauðsyn þess að efla samstarf og samgang allra ungmenna í uppsveitum og Flóa á starfssviði Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og samþykkt hafi verið að skipuleggja og halda sameiginlegt ungmennaþing fyrir öll ungmenni á svæðinu. Er með erindinu kallað eftir samstarfi viðkomandi sveitarfélaga og ungmennaráða á starfssvæði SVÁ.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til ungmennaráðs.
Fylgiskjöl:

14.Samþykktir Tónlistarskóla Árnesinga

2411009

Samþykktir Tónlistarskóla Árnesinga, fyrri umræða.
Samþykktirnar voru lagðar fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þeim til síðari umræðu.

15.Samþykktir Brunavarna Árnessýslu

2411010

Samþykktir Brunavarna Árnessýslu, fyrri umræða
Samþykktirnar voru lagðar fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þeim til síðari umræðu.

16.Samþykktir Bergrisans bs 2024

2410023

Tillaga að breytingum á samþykktum Bergrisans bs, síðari umræða
Samþykktirnar voru lagðar fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breytingu á samþykktum Bergrisans bs.

17.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2411012

Beiðni, dags. 31.10.2024, um að tvö börn með lögheimili í Bláskógabyggð stundi nám við grunnskóla í Reykjavík.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Um greiðslur fari skv. viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga.

18.Styrkumsókn Stígamóta 2025

2411013

Erindi Stígamóta, dags. 30.10.2024, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við rekstur samtakanna fyrir árið 2025.
Lögð var fram beiðni Stígamóta um framlag til starfseminnar fyrir árið 2025. Sveitarstjórn sér sér ekki fært að styrkja starfsemina.

19.Fjárhagsáætlun Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings 2025

2401028

Fjárhagsáætlun Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings fyrir árið 2025.
Fjárhagsáætlun Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings var lögð fram.
Sveitarstjórn samþykkir áætlunina.

20.Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028

2408022

Lára Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri, kemur inn á fundinn og kynnir drög að fjárhagsáætlun Reykholtsskóla.
Kynningu er frestað til næsta fundar.

21.Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028

2408022

Íris Anna Steinarrsdóttir kemur inn á fundinn og kynnir drög að fjárhagsáætlun Bláskógaskóla Laugarvatni.
Kynningu er frestað til næsta fundar.

22.Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028

2408022

Sveitarstjóri kynnir drög að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2025.
Farið var yfir drögin og samþykkt að vísa áætlun til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

23.Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026

2205041

Fundartímar sveitarstjórnar í nóvember
Sveitarstjórn samþykkir að fundur sem halda átti 20. nóvember verði færður fram til 18. nóvember kl. 18:00, auk þess verði fundur 27. nóvember kl. 16:00.

24.Útboð vátrygginga 2024

2411015

Útboð vátrygginga, yfirlit yfir innsend tilboð
Lagðar voru fram niðurstöður útboðs vátrygginga fyrir Bláskógabyggð. Tilboð bárust frá fjórum aðilum og verða þau nú yfirfarin.

25.Aðkoma að Torfastaðakirkjugarði - hlið

2410030

Beiðni sóknarnefndar Torfastaðakirkju, dags. 04.11.2024, um styrk til greiðslu efniskostnaðar við hlið.
Beiðnin var lögð fram. Þar er óskað eftir styrk til greiðslu efniskostnaðar, kr. 854.253 með vísan til 14. gr. viðmiðunarreglna Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk og að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins.

26.Rýmisþörf leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar

2204023

Erindi foreldrafélags Bláskógaskóla Laugarvatni varðandi húsnæði skólans.
Erindið var lagt fram. Þar er óskað eftir úrbótum á aðstöðu Bláskógaskóla Laugarvatni.
Sveitarstjórn þakkar erindið.
Á fundi skólanefndar í ágúst sl var kynnt sú ákvörðun sveitarstjórnar að flýta undirbúningi að umbótum á skólahúsnæði í sveitarfélaginu. Þar var einnig gerð grein fyrir því að leitað hefði verið til VA-arkitekta varðandi þá vinnu. Fyrsti vinnufundur hefur verið haldinn og í framhaldinu hafa áherslur skólastjóra Bláskógaskóla verið lagðar fram.
Frá skólaárinu 2015-2016 hefur nemendum grunnskóladeildar Bláskógaskóla fjölgað um 13, úr 41 í 54 og leikskóladeildar um 5, úr 19 í 24. Á þeim tíma hefur fyrrverandi skólastjórabústaður (Ösp) verið tekinn í notkun sem kennsluhúsnæði með einni bekkjarstofu og sérgreinastofum. Ljóst er þó að frekari úrbóta er þörf og er unnið að því verkefni, svo sem að framan greinir.

27.Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarheimilum 75. mál.

2411003

Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 06.011.2024, þar sem sent er til umsagnar mál nr. 75, tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 20. nóvember nk.
Erindið var lagt fram til kynningar.

28.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra 79. mál.

2411004

Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 06.11.2024, þar sem sent er til umsagnar mál nr. 79, frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (réttur til sambúðar). Frestur til að senda inn umsögn er til og með 20. nóvember nk.
Erindið var lagt fram til kynningar.

29.Rekstrarleyfisumsókn Eiríksbraut 10 (F236 02749)

2411005

Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 09.09.2024, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn í fl. II (H) frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður og 02 0101 gestahús á sumarbústaðalandinu Eiríksbraut 10 (F236 0279) í Bláskógabyggð. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Umsækjandi Jóhann G. Reynisson v/ Stök Gulrót ehf., kt. 440907 - 0910.

Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um útgáfu rekstrarleyfis í flokki II (H) í samræmi við umsóknina.

30.Rekstrarleyfisumsókn Eiríksbraut 8 (F236 0278)

2411006

Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 09.09.2024, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn í fl. II (H) frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarhús og 02 0101 gestahús á sumarbústaðalandinu Eiríksbraut 8 (F236 0278) í Bláskógabyggð. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Umsækjandi Jóhann G. Reynisson v/Stök Gulrót ehf., kt. 440907 - 0910. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um útgáfu rekstrarleyfis í flokki II (H) í samræmi við umsóknina.

31.Rekstrarleyfisumsókn Þórðarbraut 2, L227316

2411007

Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 17.10.2024, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi í fl. II (H) Frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarhús. á sumarbústaðalandinu Þórðarbraut 2 (F250 1709) í Bláskógabyggð. Umsækjandi Karen Haraldsdóttir fyrir hönd Þ2 ehf., kt. 580924 - 1660.

Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um útgáfu rekstrarleyfis í flokki II (H) í samræmi við umsóknina.

32.Maraþon í júlí 2025

2411011

Erindi Iceland challenge ehf, dags. 31.10.2024, þar sem óskað er leyfis til að halda maraþon, m.a. innan Bláskógabyggðar, í júlí 2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita jákvæða umsögn um erindið fyrir sitt leyti. Óskað er eftir að nánari upplýsingar um keppnina verði lagðar fram þegar nær dregur.

33.Aðalskipulagsbreytingar Húnabyggð 2024

2411014

Erindi Húnabyggðar, dags. 28.10.2024, þar sem óskað er eftir umsögn um aðalskipulag Húnabyggðar 2025-2037, nr. 1293/2024: Lýsing (Nýtt aðalskipulag)

Kynningartími er frá 28.10.2024 til 28.11.2024.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til skipulagsfulltrúa til skoðunar.

34.Kjaradeila Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ

2411016

Ályktanir Skólastjórafélags Suðurlands og Kennarafélags Suðurlands og Vestmannaeyja um yfirstandandi kjaradeilu kennara við Samband Íslenskra sveitarfélaga.
Ályktanir félaganna voru lagðar fram.

35.Undanþága frá skipulagsreglugerð vegna Eyjaás 16, Eyvindartungu

2311014

Tilkynning Innviðaráðuneytisins, dags. 06.11.2024 um afstöðu ráðuneytisins vegna beiðni um undanþágu frá gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð bygginga frá vötnum, ám eða sjó, vegna fjarlægðar byggingarreitar fyrir frístundahús á lóðinni Eyjaás 16, Bláskógabyggð í minnst 32 metra fjarlægð frá Djúpá.
Niðurstaða ráðuneytisins var lögð fram til kynningar. Þar kemur fram að fallist sé á undanþágubeiðnina, enda verði aðgengi almennings meðfram ánni áfram tryggt.

Fundi slitið - kl. 15:15.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?