Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

384. fundur 07. maí 2025 kl. 09:00 - 11:20 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Andri Snær Ágústsson Varamaður
    Aðalmaður: Jón Forni Snæbjörnsson
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2501025

301. fundur haldinn 30.04.2025, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 4 til 9.
-liður 4, Tungurimi 14 L234820, Reykholti; Breytt nýtingarhlutfall; Deiliskipulagsbreyting - 2504081
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðarinnar Tungurima 14 í Reykholti. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði aukið úr 0,4 í 0,5.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Samþykkir sveitarstjórn að breytingin verði almenn og taki til allra P1 lóða innan deiliskipulagsins í Reykholti. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.


-liður 5, Reykholt; Stækkun iðnaðarsvæði I24; Aðalskipulagsbreyting - 2503016
Lögð er fram skipulagstillaga sem tekur til breytingar á aðalskipulagi innan þéttbýlisins í Reykholti. Í breyttu aðalskipulagi er iðnaðarsvæðið I24 stækkað yfir svæði fyrir jarðhitavinnslu og heimiluð nýting jarðhita, svæðið er afmarkað sem fláki á skipulagsuppdrætti í stað punkts. Íbúðarbyggð ÍB1 og opið svæði OP5 minnka samsvarandi. Stærð skipulagssvæðis er um 1,2 ha. Skipulagslýsing vegna breytingar var kynnt frá 27.03.25 - 19.04.25 og bárust umsagnir vegna hennar sem lagðar eru fram með afgreiðslu tillögunnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 6, Böðmóðsstaðir; Bjarkarhöfði L167731; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting - 2405092
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu, sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á landi Bjarkarhöfða. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist í landbúnaðarsvæði í takt við skráningu landsins í lögbýlaskrá. Umsagnir bárust við auglýsingu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Sveitarstjórn samþykkir að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 7, Vesturbyggð og Launrétt, þéttbýlið Laugarási; Lóðamörk og skipting lóðar; Deiliskipulagsbreyting - 2504045
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Vesturbyggðar og Launaréttar í þéttbýlinu í Laugarási. Í breytingunni felst að lóðamörkum lóða nr. 1, 3 og 5 við Vesturbyggð er breytt og þær stækkaðar til samræmis við stærð þeirra í lóðaleigusamningum. Einnig er lóðinni Launrétt 3 skipt í tvær lóðir, nr. 3 og 5, og gerð ný aðkoma að Launrétt 5.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grennarkynnt innan Vesturbyggðar og Launréttar.


-liður 8, Tungurimi 2 (áður Skólabraut 8) L221473; Reykholt; Skipting lóðar og skilmálar; Deiliskipulagsbreyting - 2502006
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Tungurima 2 L221473 (áður Skólabraut 8) í Reykholti, Bláskógabyggð. Lóðin er óbyggð og þar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Hugmyndir eru um að nýta hluta lóðarinnar fyrir hleðslustöð og tilheyrandi mannvirki. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt í tvær lóðir, Tungurima 2 og Tungurima 2A. Sett er inn gönguleið að veitingastað og verslun sem er í nágrenninu. Gerð er ný afrein af Tungurima og afmarkaður byggingareitur fyrir spennistöð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.


-liður 9, Skálabrekka Vestri L229116; Lindarbrekkugata, Unnargata og Guðrúnargata; Lega, stærð og fjöldi lóða; Deiliskipulagsbreyting - 2504067
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundabyggðar Skálabrekku Vestri. Breytingar eru m.a. gerðar á legu og stærð lóða á svæðinu auk þess sem þeim er fjölgað úr 21 í 23.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Tillagan verði auk þess sérstaklega kynnt öllum lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins og leitað umsagnar Vegagerðarinnar.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar

2501005

Fundur haldinn 10. apríl 2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir samráðshóps um málefni aldraðra

2501008

Samantekt frá fundi með fulltrúum Samráðshóps um málefni aldraðra frá 16.04.2025
Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð oddvitanefndar

2501020

10. fundur haldinn 22.04.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2501026

225. fundur haldinn 16.04.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

2501015

621. fundur haldinn 04.04.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

2501071

333. fundur haldinn 25.04.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu bs

2501012

27. fundur haldinn 23.04.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

2501069

81. fundur haldinn 19.02.2025

82. fundur haldinn 12.03.2025

83. fundur haldinn 09.04.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2501068

977. fundur haldinn 11.04.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

11.Íbúðin Torfholt 6b, Laugarvatni

2503057

Sveitarstjórn samþykkir að selja íbúðina að Torfholti 6b, Laugarvatni.

12.Ytra mat á leikskóladeild Bláskógaskóla Laugarvatni 2022

2209036

Ytra mat á leikskóladeild Bláskógaskóla Laugarvatni, bréf Mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 10.02.2025, varðandi eftirfylgni með ytra mati leikskóladeildar Bláskógaskóla Laugarvatni.
Erindi mennta- og barnamálaráðuneytisins var lagt fram ásamt umbótaáætlun. Sveitarstjórn staðfestir að vinnu samkvæmt umbótaáætlun sé lokið og að vel hafi tekist til við þá vinnu.
Fylgiskjöl:

13.Ársreiningur UTU bs 2024

2504009

Ársreikningur UTU bs fyrir árið 2024
Drög að ársreikningi voru lögð fram.

14.Ársreikningur Laugaráshéraðs 2024

2503033

Ársreikningur Laugaráshéraðs fyrir árið 2024
Ársreikningurinn var lagður fram.

15.Héraðsþing HSK 2025

2409038

Bréf HSK, dags. 30.04.2025, ásamt ársskýrslu og þinggerð héraðsþings HSK, sem haldið var 27.03.2025.
Gögnin voru lögð fram til kynningar.

16.Umsókn um námsvist utan lögheimilis skólaárið 2025-2026

2505002

Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir skólaárið 2025-2026.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

17.Beiðni Rótarýklúbs Rangæinga um styrk vegna safngrips (rútu)

2505003

Erindi Rótarýklúbbs Rangæinga þar sem óskað er eftir 180.000 kr styrk til að gera fyrstu rútu Austurleiðar hf. að safngrip á Samgöngusafn Skógasafns.
Erindið var lagt fram. Þar er sótt um 180.000 kr styrk til verkefnisins. Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.

18.Styrkbeiðni vegna 17. júní 2025

2505011

Beiðni Kvenfélags Biskupstungna, dags. 03.05.2025, um styrk vegna hátíðarhalda á 17. júní.
Erindið var lagt fram. Það er sent sveitarstjórn f.h. 17. júní nefndar, sem skipuð er fulltrúum frá Ungmennafélagi Biskupstungna, Kvenfélagi Biskupstungna, Lionsklúbbnum Geysi og fulltrúa erlendra íbúa í Bláskógabyggð. Óskað er eftir 350.000 kr styrk til hátíðarhaldanna. Einnig er sótt um afnot af Aratungu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

19.Landgræðsla á Tunguheiði

2503050

Minnisblað Lands og skóga, dags. 16.04.2025 um uppgræðslu á Tunguheiði
Minnisblaðið var lagt fram.

20.Viðbygging við íþróttahúsið á Laugarvatni

2501065

Erindi hóps innan UMFL, dags. 15.04.2025, varðandi möguleika á að byggja ofan á lægri byggingu íþróttahússins á Laugarvatni.
Erindið var lagt fram. Þar kemur fram að og áhugi sé fyrir því að byggja eina hæð ofan á lægri hluta íþróttahússins á Laugarvatni sem nýtast muni ýmsum aðilum, félagasamtökum og sveitarfélaginu. UMFL muni skuldbinda sig til að taka að sér verkefnið, framkvæma það og skila byggingunni af sér til sveitarfélagsins á fokheldisstigi fyrir það fjármagn sem var áætlað í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til þakskipta á umræddum hluta íþróttahússins.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa eftirtalda aðila í vinnuhóp vegna málsins og er sveitarstjóra falið að útbúa erindisbréf fyrir hópinn:
Helgi Kjartansson, oddviti, Stefanía Hákonardóttir og Jón Forni Snæbjörnsson. Óskað er eftir tilnefningu tveggja aðila frá UMFL. Sveitarstjóri vinni með hópnum og aðrir aðilar verði kallaðir til samráðs eftir þörfum.

21.Ársreikningur Bláskógaveitu 2024

2505008

Ársreikningur Bláskógaveitu, fyrri umræða
Friðrik Einarsson, endurskoðandi, kom inn á fundinn og fór yfir ársreikninginn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa honum til síðari umræðu.

22.Ársreikningur Bláskógaljóss 2024

2505007

Ársreikningur Bláskógaljóss, fyrri umræða
Friðrik Einarsson, endurskoðandi, kom inn á fundinn og fór yfir ársreikninginn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa honum til síðari umræðu.

23.Ársreikningur Bláskógabyggðar 2024

2505006

Ársreikningur Bláskógabyggðar, fyrri umræða
Friðrik Einarsson, endurskoðandi, kom inn á fundinn og fór yfir ársreikninginn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa honum til síðari umræðu.

24.Lóðarumsókn Vegholt 1a, Reykholti

2505009

Umsókn Qvissbang ehf um lóðina Vegholt 1a, Reykholti
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni til Qviss-bang ehf.

25.Samstarf um verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags

2505010

Hugmyndir að breytingum til umræðu.
Umræða varð um málið.

26.Vöktun Þingvallavatns, samstarf

2501067

Erindi Þjóðgarðsins á Þingvöllum, dags. 14.04.2025, varðandi tillögu að breytingu á skiptingu kostnaðar vegna verkefnis um vöktun Þingvallavatns.
Erindið er lagt fram, þar kemur fram tillaga um að kostnaðarskipting breytist á þann veg að sveitarfélögin greiði 14% kostnaðar, í stað 6,67%.
Sveitarstjórn samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti, með fyrirvara um samþykki annarra samningsaðila.
Sveitarstjóra er falið að undirrita samning um verkefnið þegar hann liggur fyrir.

27.Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026

2205041

Tillaga um aukafund í sveitarstjórn 14. maí til að afgreiða ársreikning.
Sveitarstjórn samþykkir að haldinn verði aukafundur miðvikudaginn 14. maí nk kl. 14.

28.Öryggisvöktun tölvukerfa

2505012

Tilboð frá Syndis ehf í öryggisvöktun tölvukerfa
Tilboðið var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboðinu, kostnaður rúmast innan fjáhagsáætlunar.

29.Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

2303025

Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 29.04.2025, þar sem sent er til umsagnar 270. mál, frumvarp til laga um jöfnunarsjóð sveitarfélaga.



Frestur til að senda inn umsögn er til og með 13. maí nk.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skila umsögn um frumvarpið.

30.Skaðsemi vindorkuvera

2505004

Opið bréf til sveitarstjórna, dags. 22.04.2055, um skaðsemi vindorkuvera, sendandi Jóna Imsland.
Erindið var lagt fram.

31.Skógar og lýðheilsa

2505005

Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, dags. 25.03.2025 um skóga og lýðheilsu.
Ályktunin var lögð fram.

Fundi slitið - kl. 11:20.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?