Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
1.Fundargerð skólanefndar
2501003
43. fundur haldinn 7. maí 2025, afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 1.
2.Fundargerð öldungaráðs Uppsveita og Flóa
2501009
4. fundur haldinn 02.04.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
3.Ársreikningur Bláskógaveitu 2024
2505008
Ársreikningur Bláskógaveitu, síðari umræða
Ársreikningur Bláskógaveitu fyrir árið 2024 var lagður fram. Helstu kennitölur ársreiknings eru: Tekjur: 159,9 millj.kr. Gjöld: 111,4 millj.kr, Afskriftir: 6,8 millj.kr. Fjármunatekjur: 11,2 millj.kr. Tekjuskattur: 20,2 millj.kr. Hagnaður ársins: 32,6 millj.kr. Eignir samtals: 377,9 millj.kr. Eigið fé: 335 millj.kr. Skuldir: 42,9 millj.kr. Handbært fé: 83 millj.kr. Fjárfesting nettó 8,8 millj.kr, heildarfjárfesting 24,6 millj.kr og tengigjöld til frádráttar 15,8 millj.kr. Sveitarstjórn staðfestir ársreikninginn samhljóða.
4.Ársreikningur Bláskógaljóss 2024
2505007
Ársreikningur Bláskógaljóss, síðari umræða
Ársreikningur Bláskógaljóss fyrir árið 2024 var lagður fram. Helstu kennitölur ársreiknings eru: Tekjur: 23,5 millj.kr. Gjöld: 10,8 millj.kr, Afskriftir: 8,8 millj.kr. Fjármunagjöld: 17,2 millj.kr. Tap ársins: 13 millj.kr. Eignir samtals: 196 millj.kr. Eigið fé: neikvætt um 67,5 millj.kr. Skuldir: 264 millj.kr. Handbært fé: 58 þús.kr. Sveitarstjórnar staðfestir ársreikninginn samhljóða.
5.Ársreikningur Bláskógabyggðar 2024
2505006
Ársreikningur Bláskógabyggðar, síðari umræða
Ársreikningur Bláskógabyggðar var lagður fram til síðari umræðu. Friðrik Einarsson, endurskoðandi kynnti niðurstöður ársreiknings og breytingar sem hafa verið gerðar á milli umræðna.
Greinargerð sveitarstjóra með ársreikningi: Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2024 er lagður fram til síðari umræðu í sveitarstjórn 14. maí 2025. Fjalla skal um ársreikning á tveimur fundum í sveitarstjórn og fór fyrri umræða fram 7. maí s.l.
Samstæðureikningur samanstendur af A- og B-hluta. Í A-hluta eru aðalsjóður, eignasjóður og þjónustustöð. Um er að ræða rekstrareiningar sem fjármagnaðar eru að hluta eða öllu leyti með skatttekjum.
Í B-hluta eru vatnsveita, Bláskógaveita, leiguíbúðir, félagslegar íbúðir, fráveita og Bláskógaljós. Um er að ræða rekstrareiningar, stofnanir og fyrirtæki, sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar og hafa lagaheimild til að innheimta þjónustugjöld.
Helstu niðurstöður: Rekstrarniðurstaða samstæðu sveitarfélagsins (A- og B-hluti) var jákvæð um 177,2 millj.kr. króna samanborið við 74,3 millj. kr. rekstrarafgang árið 2023. A-hluti var rekinn með 96,2 millj.kr. afgangi, samanborið við 51,7 millj.kr. rekstrarafgang árið 2023.
Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir nam 423,6 millj. kr. Fjármagnsgjöld nema 108,2 millj. kr. nettó og lækka um 47,5 millj.kr á milli ára. Afskriftir nema 117,8 millj. kr. og er afgangur fyrir skatta og fjármagnsgjöld 305,7 millj.kr. Tekjuskattur nemur 20,2 millj. kr.
Útsvarstekjur hækkuðu um 133,1 millj.kr. á milli ára. Útsvar og fasteignaskattar nema 1.622,6 millj.kr., framlög Jöfnunarsjóðs 561 millj.kr., aðrar tekjur 821,8 millj.kr. Að teknu tilliti til millifærslna nema heildartekjur 3.005,7 millj.kr.
Fræðslu- og uppeldismál eru sem fyrr umfangsmesti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélagsins, tekur til sín 1.162,6 millj.kr. Æskulýðs- og íþróttamál taka til sín 199 millj.kr. og félagsþjónusta 126,6 millj.kr. Bláskógabyggð greiðir alls 1.356 millj.kr. í laun og launatengd gjöld, eða sem nam 45,1% af rekstrartekjum. Fjöldi starfsmanna í árslok var 156 í 102 stöðugildi. Rétt er að geta þess að þá er meðtalin hlutdeild Bláskógabyggðar í starfsmannafjölda 10 byggðasamlaga og samstarfsverkefna.
Skuldahlutfall samstæðunnar lækkar úr 87% árið 2023 í 79%. Skuldaviðmið sveitarfélagsins, eins og það er reiknað skv. reglugerð þar um, er 54% árið 2024.
Fjárfestingar námu 395,2 millj.kr., sem er lægra en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, en skýrist það einkum af því að ekki var öllum fjárfestingaverkefnum ársins, svo sem í gatnagerð og orkuöflun. Fjárfest var í fasteignum innan A-hluta fyrir 142,8 millj.kr., m.a. í grunnskólum, íþróttamannvirkjum og nýbygginu fyrir UTU að Hverabraut 6 á Laugarvatni. Þá var fjárfest í gatnakerfi o.fl. fyrir 141,7 millj. kr. nettó, svo sem í Borgarrima í Reykholti og Traustatúni á Laugarvatni, þar sem fjárfest var fyrir 197,6 millj.kr., en á móti þeirri fjárfestingu komu gatnagerðargjöld og aðrar tekjur að fjárhæð kr. 55,9 millj.kr. Innan B-hluta var fjárfest fyrir 83 millj.kr. nettó, að stærstum hluta í hitaveitu og í fráveitu. Stærstu fjárfestingar innan B-hluta voru í endurnýjun fráveitu á Laugarvatni og í hreinsistöð í Reykholti.
Ný lán voru tekin á árinu fyrir 100 millj.kr., auk þess sem hlutdeild Bláskógabyggðar í lántökum byggðasamlaga nemur 21,4 millj.kr. Afborganir langtímalána námu 147,1 millj.kr. Veltufé frá rekstri nam 320,7 millj.kr. Veltufé sem hlutfall af rekstrartekjum var 10,7%. Handbært fé frá rekstri nam 198,4 millj.kr.
Helstu niðurstöður rekstrar eru (í þús.kr):
Rekstrartekjur: 3.005.747
Rekstrargjöld: -2.582.091
Afskriftir -117.899
Fjármagnsgjöld: -108.264
Tekjuskattur: -20.246
Rekstrarniðurstaða: 177.246
Efnahagsreikningur:
Eignir:
Fastafjármunir: 3.605.364
Veltufjármunir: 623.840
Eignir samtals: 4.229.205
Skuldir og eigið fé:
Eigið fé: 1.856.223
Lífeyrisskuldbinding: 71.674
Langtímaskuldir: 1.797.906
Skammtímaskuldir: 503.401
Skuldir alls: 2.372.981
Eigið fé og skuldir samtals: 4.229.205
Nettó fjárfestingar ársins: 315.439
Handbært fé um áramót: 198.431
Veltufjárhlutfall samstæðu: 1,24
Eiginfjárhlutfall samstæðu: 43,9%
Skuldahlutfall: 79%
Skuldaviðmið skv. reglugerð 54%
Jafnvægisregla - rekstrarjöfnuður 273.012
Umræður urðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.
Greinargerð sveitarstjóra með ársreikningi: Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2024 er lagður fram til síðari umræðu í sveitarstjórn 14. maí 2025. Fjalla skal um ársreikning á tveimur fundum í sveitarstjórn og fór fyrri umræða fram 7. maí s.l.
Samstæðureikningur samanstendur af A- og B-hluta. Í A-hluta eru aðalsjóður, eignasjóður og þjónustustöð. Um er að ræða rekstrareiningar sem fjármagnaðar eru að hluta eða öllu leyti með skatttekjum.
Í B-hluta eru vatnsveita, Bláskógaveita, leiguíbúðir, félagslegar íbúðir, fráveita og Bláskógaljós. Um er að ræða rekstrareiningar, stofnanir og fyrirtæki, sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar og hafa lagaheimild til að innheimta þjónustugjöld.
Helstu niðurstöður: Rekstrarniðurstaða samstæðu sveitarfélagsins (A- og B-hluti) var jákvæð um 177,2 millj.kr. króna samanborið við 74,3 millj. kr. rekstrarafgang árið 2023. A-hluti var rekinn með 96,2 millj.kr. afgangi, samanborið við 51,7 millj.kr. rekstrarafgang árið 2023.
Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir nam 423,6 millj. kr. Fjármagnsgjöld nema 108,2 millj. kr. nettó og lækka um 47,5 millj.kr á milli ára. Afskriftir nema 117,8 millj. kr. og er afgangur fyrir skatta og fjármagnsgjöld 305,7 millj.kr. Tekjuskattur nemur 20,2 millj. kr.
Útsvarstekjur hækkuðu um 133,1 millj.kr. á milli ára. Útsvar og fasteignaskattar nema 1.622,6 millj.kr., framlög Jöfnunarsjóðs 561 millj.kr., aðrar tekjur 821,8 millj.kr. Að teknu tilliti til millifærslna nema heildartekjur 3.005,7 millj.kr.
Fræðslu- og uppeldismál eru sem fyrr umfangsmesti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélagsins, tekur til sín 1.162,6 millj.kr. Æskulýðs- og íþróttamál taka til sín 199 millj.kr. og félagsþjónusta 126,6 millj.kr. Bláskógabyggð greiðir alls 1.356 millj.kr. í laun og launatengd gjöld, eða sem nam 45,1% af rekstrartekjum. Fjöldi starfsmanna í árslok var 156 í 102 stöðugildi. Rétt er að geta þess að þá er meðtalin hlutdeild Bláskógabyggðar í starfsmannafjölda 10 byggðasamlaga og samstarfsverkefna.
Skuldahlutfall samstæðunnar lækkar úr 87% árið 2023 í 79%. Skuldaviðmið sveitarfélagsins, eins og það er reiknað skv. reglugerð þar um, er 54% árið 2024.
Fjárfestingar námu 395,2 millj.kr., sem er lægra en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, en skýrist það einkum af því að ekki var öllum fjárfestingaverkefnum ársins, svo sem í gatnagerð og orkuöflun. Fjárfest var í fasteignum innan A-hluta fyrir 142,8 millj.kr., m.a. í grunnskólum, íþróttamannvirkjum og nýbygginu fyrir UTU að Hverabraut 6 á Laugarvatni. Þá var fjárfest í gatnakerfi o.fl. fyrir 141,7 millj. kr. nettó, svo sem í Borgarrima í Reykholti og Traustatúni á Laugarvatni, þar sem fjárfest var fyrir 197,6 millj.kr., en á móti þeirri fjárfestingu komu gatnagerðargjöld og aðrar tekjur að fjárhæð kr. 55,9 millj.kr. Innan B-hluta var fjárfest fyrir 83 millj.kr. nettó, að stærstum hluta í hitaveitu og í fráveitu. Stærstu fjárfestingar innan B-hluta voru í endurnýjun fráveitu á Laugarvatni og í hreinsistöð í Reykholti.
Ný lán voru tekin á árinu fyrir 100 millj.kr., auk þess sem hlutdeild Bláskógabyggðar í lántökum byggðasamlaga nemur 21,4 millj.kr. Afborganir langtímalána námu 147,1 millj.kr. Veltufé frá rekstri nam 320,7 millj.kr. Veltufé sem hlutfall af rekstrartekjum var 10,7%. Handbært fé frá rekstri nam 198,4 millj.kr.
Helstu niðurstöður rekstrar eru (í þús.kr):
Rekstrartekjur: 3.005.747
Rekstrargjöld: -2.582.091
Afskriftir -117.899
Fjármagnsgjöld: -108.264
Tekjuskattur: -20.246
Rekstrarniðurstaða: 177.246
Efnahagsreikningur:
Eignir:
Fastafjármunir: 3.605.364
Veltufjármunir: 623.840
Eignir samtals: 4.229.205
Skuldir og eigið fé:
Eigið fé: 1.856.223
Lífeyrisskuldbinding: 71.674
Langtímaskuldir: 1.797.906
Skammtímaskuldir: 503.401
Skuldir alls: 2.372.981
Eigið fé og skuldir samtals: 4.229.205
Nettó fjárfestingar ársins: 315.439
Handbært fé um áramót: 198.431
Veltufjárhlutfall samstæðu: 1,24
Eiginfjárhlutfall samstæðu: 43,9%
Skuldahlutfall: 79%
Skuldaviðmið skv. reglugerð 54%
Jafnvægisregla - rekstrarjöfnuður 273.012
Umræður urðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.
6.Samþykkt um hundahald
2505015
Samþykkt um hundahald, fyrri umræða
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktinni til umsagnar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
7.Samstarf um verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags
2505010
Bréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps, dags. 08.05.2025, varðandi uppsögn samnings um samstarf um verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags
Bréf Hrunamannahrepps, dags. 13.05.2025, varðandi uppsögn samnings um samstarf um verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags
Bréf Hrunamannahrepps, dags. 13.05.2025, varðandi uppsögn samnings um samstarf um verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags
Bréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps voru lögð fram. Þar eru kynntar afgreiðslur viðkomandi sveitarstjórna frá sveitarstjórnarfundum sem haldnir voru í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 7. maí og í Hrunamannahreppi 8. maí, þar sem ákveðið var að segja upp samstarfi vð Bláskógabyggð um verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags.
Vegna þessara breytinga verður lækkun á starfshlutfalli verkefnastjóra sem nemur því 25% hlutfalli sem sneri að vinnu fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp og 37,5% fyrir Hrunamannahrepp. Breytingin tekur gildi 1. ágúst n.k.
Vegna þessara breytinga verður lækkun á starfshlutfalli verkefnastjóra sem nemur því 25% hlutfalli sem sneri að vinnu fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp og 37,5% fyrir Hrunamannahrepp. Breytingin tekur gildi 1. ágúst n.k.
8.Aðkoma að grafreit við Laugarvatn
2505016
Erindi Miðdalssóknar, dags. 09.05.2025, varðandi framlag frá sveitarfélaginu til að bæta aðgengi að grafreit við Laugarvatn.
Jón F. Snæbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Erindið var lagt fram. Þar er óskað eftir að sveitarfélagið greiði kostnað við bætt aðgengi að grafreitnum í samræmi við lög um kirkjugarða.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs.
9.Umsókn um lóð í þjóðlendu, Skálpanes
2505019
Umsókn Herberts Haukssonar, f.h. Hvataferða ehf, um lóðina Skálpanes á Biskupstungnaafrétti.
Bláskógabyggð hefur auglýst lausa til úthlutunar lóð við Skálpanes á Biskupstungnaafrétti. Lóðin sem um ræðir er við Skálpanes L238157 sbr. deiliskipulag dags. 06.04.2020. Á lóðinni eru aðstöðuhús fyrir ferðamenn og aðstöðuhús fyrir starfsmenn í einkaeigu. Sú kvöð fylgir lóðinni undir fjallaselinu að leigutaka er skylt að leysa til sín öll mannvirki á henni óski eigendur þeirra eftir því. Umrætt svæði er á þjóðlendu (Biskupstungnaafrétti) skv. úrskurði óbyggðanefndar frá 21. mars 2002 í máli nr. 4/2000.
Í auglýsingu voru eftirfarandi skilmálar settir sem horft yrði til við mat á umsóknum:
- þekking viðkomandi aðila á þessu svæði,
-
hvernig viðkomandi hyggst nýta lóðina í þeim tilgangi að hafa þar þjónustu fyrir ferðamenn og aðra sem eiga leið um svæðið,
-
frágangur mannvirkja og annarrar starfsemi. Sveitarfélagið mun sérstaklega líta til þess að frágangur verði með þeim hætti að samræmist landslagi vel og stingi ekki í stúf við umhverfið að öðru leyti,
-
þekking og reynsla viðkomandi aðila af rekstri gisti- og afþreyingarþjónustu, s.s. gistihúsa, fjallaskála eða annarrar þjónustu við ferðamenn á miðhálendinu,
-
reynslu af gerð og viðhaldi göngustíga og annarra ferðaþjónustutengdra mannvirkja,
-
upplýsingar um gæða- og öryggiskerfi viðkomandi aðila, þar á meðal upplýsingar um öryggisáætlun eða drög að slíkri áætlun. Í slíkri áætlun skulu m.a. vera eftir því sem við á, viðbragðsáætlanir vegna jöklaferða og ferða í íshella, sem taka m.a. til slysa á fólki, falls í jökulsprungu, atviks ef farþegi verður viðskila við hóp, hruns í íshelli, súrefnisþurrðar í íshelli og CO₂/CO eitrunar í íshelli,
-
hvernig viðkomandi aðili hyggst lágmarka álag á umhverfið, þar á meðal upplýsingar um umhverfismarkmið, skipulag orku- og efnanotkunar, viðbrögð við mengunaróhöppum og um meðferð og geymslu á eldsneyti, olíu og olíuúrgangi,
-
hvað viðkomandi aðili vill greiða háa leigu fyrir notkun á umræddum reit og til hversu langs tíma.
Tekið var fram að sveitarfélagið muni í ljósi samkeppnissjónarmiða leitast við að fá markaðsverð fyrir leigu á umræddu svæði og að leigutími sé ekki til lengri tíma en 25 ára. Lágmarksleiga var tilgreind kr. 2.000.000 á ári og að leiguverð verði bundið vísitölu neysluverðs.
Tvær umsóknir bárust um lóðina, umsókn Hvataferða ehf og umsókn Jöklaferða ehf., sjá 10. lið á dagskrá fundarins. Báðir aðilar hafa skilað inn gögnum um þau atriði sem tilgreind eru sem skilmálar og uppfylla báðir aðilar skilmála auglýsingar.
Hvataferðir ehf bjóða kr. 2.200.000 sem leiguverð og Jöklaferðir ehf bjóða kr. 2.000.000.
Hvataferðir ehf gera í innsendum gögnum ítarlega grein fyrir þeim atriðum sem tiltekið er að horft verði til við mat á umsóknum og ákvörðun um leyfi til nýtingar svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir því samhljóða að ganga til samninga við Hvataferðir ehf um nýtingu svæðisins.
Í auglýsingu voru eftirfarandi skilmálar settir sem horft yrði til við mat á umsóknum:
- þekking viðkomandi aðila á þessu svæði,
-
hvernig viðkomandi hyggst nýta lóðina í þeim tilgangi að hafa þar þjónustu fyrir ferðamenn og aðra sem eiga leið um svæðið,
-
frágangur mannvirkja og annarrar starfsemi. Sveitarfélagið mun sérstaklega líta til þess að frágangur verði með þeim hætti að samræmist landslagi vel og stingi ekki í stúf við umhverfið að öðru leyti,
-
þekking og reynsla viðkomandi aðila af rekstri gisti- og afþreyingarþjónustu, s.s. gistihúsa, fjallaskála eða annarrar þjónustu við ferðamenn á miðhálendinu,
-
reynslu af gerð og viðhaldi göngustíga og annarra ferðaþjónustutengdra mannvirkja,
-
upplýsingar um gæða- og öryggiskerfi viðkomandi aðila, þar á meðal upplýsingar um öryggisáætlun eða drög að slíkri áætlun. Í slíkri áætlun skulu m.a. vera eftir því sem við á, viðbragðsáætlanir vegna jöklaferða og ferða í íshella, sem taka m.a. til slysa á fólki, falls í jökulsprungu, atviks ef farþegi verður viðskila við hóp, hruns í íshelli, súrefnisþurrðar í íshelli og CO₂/CO eitrunar í íshelli,
-
hvernig viðkomandi aðili hyggst lágmarka álag á umhverfið, þar á meðal upplýsingar um umhverfismarkmið, skipulag orku- og efnanotkunar, viðbrögð við mengunaróhöppum og um meðferð og geymslu á eldsneyti, olíu og olíuúrgangi,
-
hvað viðkomandi aðili vill greiða háa leigu fyrir notkun á umræddum reit og til hversu langs tíma.
Tekið var fram að sveitarfélagið muni í ljósi samkeppnissjónarmiða leitast við að fá markaðsverð fyrir leigu á umræddu svæði og að leigutími sé ekki til lengri tíma en 25 ára. Lágmarksleiga var tilgreind kr. 2.000.000 á ári og að leiguverð verði bundið vísitölu neysluverðs.
Tvær umsóknir bárust um lóðina, umsókn Hvataferða ehf og umsókn Jöklaferða ehf., sjá 10. lið á dagskrá fundarins. Báðir aðilar hafa skilað inn gögnum um þau atriði sem tilgreind eru sem skilmálar og uppfylla báðir aðilar skilmála auglýsingar.
Hvataferðir ehf bjóða kr. 2.200.000 sem leiguverð og Jöklaferðir ehf bjóða kr. 2.000.000.
Hvataferðir ehf gera í innsendum gögnum ítarlega grein fyrir þeim atriðum sem tiltekið er að horft verði til við mat á umsóknum og ákvörðun um leyfi til nýtingar svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir því samhljóða að ganga til samninga við Hvataferðir ehf um nýtingu svæðisins.
10.Umsókn um lóð í þjóðlendu, Skálpanes
2505020
Umsókn Margrétar Ástvaldsdóttur, f.h. Jöklaferða ehf, um lóðina Skálpanes á Biskupstungnaafrétti.
Sjá afgreiðslu á 9. lið.
11.Lóðarumsókn Borgarrimi 1, Reykholti
2207004
Beiðni Stakrar gulrótar ehf um heimild til að skila lóðinni Borgarrima 1, Reykholti.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni verði skilað.
12.Lóðarumsókn Borgarrimi 3, Reykholti
2207005
Beiðni Stakrar gulrótar ehf um heimild til að skila lóðinni Borgarrima 3.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni verði skilað.
Fundi slitið - kl. 15:45.
Fundargerðin var að öðru leyti lögð fram til kynningar.