Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

386. fundur 21. maí 2025 kl. 09:00 - 10:10 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Hálfdanardóttir Varamaður
    Aðalmaður: Jón Forni Snæbjörnsson
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2302022

300. fundar skipulagsnefndar sem haldinn var 9. apríl 2025, 4. liður, manngerður hellir, 2311073, áður frestað á 383. fundi sveitarstjórnar.
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til manngerðs íshellis á Langjökli, eftir auglýsingu, afgreiðslu Skipulagsstofnunar og að fenginni umsögn Forsætisráðuneytisins. Deiliskipulagið nær yfir um 5 ha svæði þar sem afmörkuð verður lóð, byggingarreitur og aðkoma að svæðinu auk skilmála. Samhliða var unnin aðalskipulagsbreyting sem tók til skilgreiningar á afþreyingar- og ferðamannasvæði á jöklinum. Sú breyting tók gildi með birtingu í B-deild stjórnartíðinda þann 15.apríl 2025. Athugasemdir bárust við gildistöku málsins af hálfu Skipulagsstofnunar og eru þær lagðar fram auk umsagnar Forsætisráðuneytisins. Málinu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 16.4.2025 en er nú lagt fram að nýju með uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum Skipulagsstofnunar og Forsætisráðuneytisins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna þar sem m.a. voru gerðar voru breytingar á texta greinargerðarinnar sem taka til lýsingar á framkvæmdinni með það að markmiði að bæta öruggi ferðafólks. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Fundargerðir skipulagsnefndar

2501025

302. fundur haldinn 14.05.2025, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 3 til 10.
-liður 3, Brú L167070; Brú 2; Stofnun lóðar - 2505006
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 22.04.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 2.417,1 fm lóð undir þegar byggt íbúðarhús, Brú 2, úr landi Brúar L167070.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu.


-liður 4, Víkurholt 11 L190525; Bílskúr; Fyrirspurn - 2505012
Lögð er fram fyrirspurn er varðar Víkurholt 11 L190525 í Bláskógabyggð. Fyrirhugað er að byggja 40 fm bílskúr/aukahús á lóðinni.
Umrædd lóð er innan frístundasvæðis F60 samkvæmt aðalskipulagi Bláskógabyggðar og er hún skráð sem sumarbústaðaland. Út frá stærð hússins sem fyrirspurnin tekur til fellur húsið að stefnumörkun aðalskipulags er varðar hámarksnýtingarhlutfall 0,03 og að stærðir auka húsa á lóð fari ekki umfram 40 fm að hámarki. Hins vegar fellur fyrirspurnin ekki að heimildum skipulagsreglugerðar gr. 5.3.2.12 er varðar staðsetningu bygginga innan frístundalóða þar sem segir að óheimilt sé að byggja nær lóðarmörkum en 10 metra. Að mati sveitarstjórnar er því staðsetning hússins á grundvelli framlagðra gagna of nálægt lóðarmörkum.


-liður 5, Lindargata 1 L190545; Sameining lóða 1 og 3; Fyrirspurn - 2505011
Lögð er fram fyrirspurn er varðar Lindargötu 1 L190545 og Lindargötu 3 L 190546 í Bláskógabyggð. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir heimild til að sameina lóðirnar í eina lóð.
Lindargata 1 og 3 eru frístundalóðir staðsettar innan svæðis F62 í landi Reykjavalla. Ekkert deiliskipulag er í gildi sem tekur til viðkomandi svæðis. Svæðið er að miklu leyti byggt nú þegar og að mati sveitarstjórnar fellur sameining lóðanna ágætlega að stefnumörkun aðalskipulags er varðar stærðir frístundalóða. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagða fyrirspurn. Sameining lóðanna er háð gerð merkjalýsingar sem tekur til verkefnisins.


-liður 6, Skálabrekka Eystri L224848; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting - 2504100
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Skálabrekku-Eystri L224848 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að eftirfarandi grein er bætt við skilmála deiliskipulagsins: Óheimilt er að stunda umfangsmikinn atvinnurekstur á svæðinu sem felur í sér mikinn ágang. Undir það fellur umferð fólksflutningabifreiða og rekstur gististaða sem háðir eru rekstrarleyfi/starfsleyfi skv. reglugerð nr. 1277/2016. Flokkur I heimagisting skv. 3. gr. sbr. 13. gr. sömu reglugerðar er þó leyfð á svæðinu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.


-liður 7, Snorrastaðir 1 167645; Snorrastaðir 3; Stofnun lóðar - 2505022
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 25.01.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er varðar stofnun lóðar úr landi Snorrastaða L167345. Óskað er eftir að stofna 32,5 ha land undir sjö matshluta sem eru innan landsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir erindið. Sveitarstjórn bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins.


-liður 8, Stórholt 2, L236857; Landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting - 2406093
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu, sem tekur til lands Stórholts 2 L236857 í landi Úteyjar 1. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið er um 3,48 ha. Umsagnir bárust við kynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum og fornleifaskráningu sem tekur til svæðisins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Athugasemdir koma fram innan umsagnar Náttúruverndastofnunar er varðar vistgerðir og fuglalíf. Fjallað er sérstaklega um umhverfi og gróðurfar innan greinargerðar skipulagsins kafla 2.2 og innan umhverfismatsskýrslu í kafla 4 þar sem metin eru áhrif á land og landslag, gróður og dýr, heilbrigði, samfélag og náttúru- og minjar. Í kafla 2.2 er greint frá þéttleika vaðfugla í grennd við skipulagssvæðið. Skipulagssvæðið er fremur lítið og ber nokkur merki rasks. Það má því gera ráð fyrir að neikvæð jaðaráhrif á vaðfugla séu nú þegar til staðar vegna skógræktar á aðliggjandi landi vestan svæðisins. Hins vegar virðist syðsti hluti þess vera votlendur og því ætti að forðast frekara rask þar. Nánar er fjallað um tækifæri til uppbyggingar á svæðinu í sátt við náttúru og umhverfi innan deiliskipulags svæðsins. Tiltekið er í niðurstöðum kafla umhverfismats að tryggja þurfi sem best að dregið sé úr umhverfisáhrifum s.s. með vönduðu fráveitukerfi og að skipulag og framkvæmdir hafi sem minnst áhrif á aðlæg svæði, enda sé það hagur ferðaþjónustu að halda sem mest í fuglalíf og lítt raskað umhverfi. Á grundvelli ofangreinds telur nefndin að brugðist sé við athugasemdum Náttúruverndarstofnunar með fullnægjandi hætti innan tillögunnar og innan deiliskipulags sem tekur til framkvæmdaheimilda innan svæðisins. Sveitarstjórn telur rétt að nefna að Náttúruverndarstofnun gerði engar athugasemdir við deiliskipulag svæðisins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samykkir að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 9, Stórholt 2 L236857; Verslun- og þjónusta; Deiliskipulag - 2412026
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsáætlunar sem tekur til lóðar Stórholts 2 L236857 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst heimild fyrir uppbyggingu á verslunar- og þjónustutengdri starfsemi innan reitsins í formi gistingar. Hámarksbyggingarmagn innan reitsins er skilgreint allt að 1.200 fm í formi allt að 500 fm gistihúss og allt að 14 stakstæðra gistihúsa. Tillaga aðalskipulagsbreytingar þar sem skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði er afgreidd samhliða.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða gildistöku aðalskipulagsbreytingar sem tekur til svæðisins.


-liður 10, Skálafell - Kýrhólsflói og Stóri-Bugðuflói - USK25010238; Umsagnarbeiðni - 2505010
Lögð er fram umsagnarbeiðni við skipulagslýsingu sem tekur til Kýrhólsflóa og Stóra-Bugðuflóa, Skálafelli.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu. Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að koma á framfæri umsögnum og athugasemdum við skipulagsáætlanir svæðisins á seinni stigum.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar

2501002

63. fundur haldinn 15.05.2025, afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 12.
-liður 12, 2505014, endurnýjun útisvæðis sundlaugar í Reykholti, kaup á rennibraut. Framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði að tilboði í kaup á vatnsrennibraut og sá verkþáttur verði því ekki inni í heildarútboðinu, sem ráðgert er að auglýst verði um næstu helgi. Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
-liður 21, 2503039, gatnagerð í Laugarási, oddvita og sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

4.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2501026

226. fundur haldinn 07.05.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð stjórnar Arnardrangs hses

2501027

22. fundur haldinn 07.04.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs

2501013

84. fundur haldinn 25.04.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnar Umhverfis- og tæknsviðs uppsveita bs

2501010

120. fundur haldinn 30.04.2025

121. fundur haldinn 06.05.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
Sveitarstjórn þakkar Vigfúsi Þór Hróbjartssyni, skipulagsfulltrúa, sem sagt hefur starfi sínu lausu, fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélaganna og óskar honum velfarnaðar.

8.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2501068

978. fundur haldinn 30.04.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

2501024

244. fundur haldinn 02.05.2025, ásamt endurskoðaðri fjárhagsáætlun
Fundargerðin var lögð fram til kynningar, ásamt endurskoðaðri fjárhagsáætlun. Hlutdeild Bláskógabyggðar í kostnaðarauka skv. endurskoðaðri fjárhagsáætlun rúmast innan fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

10.Verkefnið Gefum íslensku séns

2505029

Erindi byggðaþróunarfulltrúa, dags. 13.04.2025, varðandi verkefnið Gefum íslensku séns.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn fagnar framtakinu og tekur jákvætt í erindið.

11.Sumarlokun skrifstofu 2025

2505033

Tillaga um sumarlokun skrifstofu
Tillaga sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um sumarlokun skrifstofu Bláskógabyggðar var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofan verði lokuð dagana 7. júlí til 4. ágúst 2025.
Fylgiskjöl:

12.Skákkennsla sumarið 2025

2505034

Erindi Gauta Páls Jónssonar, dags. 08.05.2025, þar sem óskað er eftir stuðningi við að halda skáknámskeið í sumar.
Erindið var lagt fram. Þar er óskað eftir stuðningi við að halda skáknámskeið í samstarfi við Skákskóla Íslands á Suðurlandi í sumar. Um er að ræða námskeið 7.-8. júní fyrir börn í 2.-5. bekk grunnskóla, og námskeið 19.-20. júlí fyrir börn í 5.-10. bekk grunnskóla.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og er oddvita falið að ræða við umsækjanda.

13.Reglur leikskóla Bláskógabyggðar

2311003

Tillaga að uppfærðum reglum leikskóla Bláskógabyggðar
Umræða varð um málið, sveitarstjórn frestar afgreiðslu til næsta fundar.

14.Samningur við Félag eldri borgara í Biskupstungum

2505040

Samningur, endurnýjun
Drög að samningi voru lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir samninginn.

15.Samningur við félagið 60 plús í Laugardal

2505041

Samningur, endurnýjun
Drög að samningi voru lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir samninginn.

16.Styrkbeiðni vegna 17. júní 2025

2505042

Beiðni UMFL um styrk vegna hátíðarhalda á 17. júní.
Umsóknin var lögð fram. Þar er óskað eftir fjárstyrk til hátíðarhaldanna. Samkvæmt samningi við UMFL frá 2020 er gert ráð fyrir 150.000 kr. framlagi til hátíðarhalda á 17. júní. Unnið er að endurnýjun samningsins. Sveitarstjórn samþykkir að fjárhæðin verði hækkuð í 200.000 kr.

17.Styrkbeiðni vegna sumarnámskeiðs fyrir börn

2505043

Erindi Heiðu Gehringer, dags. 16. maí 2025, þar sem óskað er eftir styrk til að halda sumarnámskeið fyrir börn.
Erindið var lagt fram. Þar er óskað eftir 50.000 kr styrk til að halda fjögurra daga sumarnámskeið fyrir börn. Sveitarstjórn samþykkir erindið, kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

18.Uppsögn húsaleigusamnings um Kistuholt 15, Reykholti

2505044

Tilkynning, dags. 19.05.2025, um uppsögn húsaleigusamnings um Kistuholt 15, Reykholti.
Uppsögnin var lögð fram.
Sveitarstjórn samþykkir að íbúðin verði auglýst til sölu.

19.Sóknaráætlun Suðurlands 2025-2029

2505023

Drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2025-2029 hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og er umsagnarfrestur til og með 28. maí.
Lagt fram til kynningar.

20.Frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða 298. mál

2505025

Erindi atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 14.05.2025, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 298. mál



Frestur til að senda inn umsögn er til og með 28. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

21.Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (endurskoðun sveitarstjórnarlaga).

2505027

Erindi innviðaráðuneytisins, dags. 14.04.2025, þar sem vakin er athygli á því að áform um lagabreytingar shafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Um er að ræða frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum.
Lagt fram til kynningar.

22.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja)

2505026

Erindi innviðaráðuneytisins, dags. 14.05.2025, þar sem vakin er athygli á því að áform um lagabreytingar hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Um er að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

23.Tilnefning til hljóðvistarverðlauna

2505028

Tilkynning frá Íshljóði, íslenska hljóðvistarfélaginu, dags. 13.04.2025, þar sem tilkynnt er um að í ár muni félagið veita verðlaun fyrir vel heppnaða hljóðvist leikskóla og að leikskólinn Álfaborg hafi verið tilnefndur.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn fagnar tilnefningunni.

24.Undanþága frá lágmarksíbúafjölda barnaverndarþjónustu

2501051

Svar Mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 11.04.2025, við beiðni SVÁ um undanþágu á grundvelli barnaverndarlaga frá ákvæðum um lágmarksíbúafjölda.
Bréfið var lagt fram til kynningar.

25.Starfsleyfisskylda jarðborana

2505030

Erindi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 12.05.2025, varðandi starfsleyfisskyldu jarðborana.
Erindið var lagt fram til kynningar.

26.Framlög ríkisins til úrbóta í aðgengismálum fatlaðs fólks 2025-2026

2505031

Erindi Bergrisans bs, dags. 12.05.2025, varðandi framlög ríkisins til úrbóta í aðgengismálum fatlaðs fólks 2025-2026.
Erindið var lagt fram til kynningar.

27.Evrópsk samgönguvika 2025

2505035

Kynning umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 08.05.2025 á evrópskri samgönguviku sem er haldin dagana 16. til 22. september ár hvert.
Erindið var lagt fram til kynningar.

28.Ársreikningur Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita 2024

2505036

Ársreikningur UTU fyrir árið 2024
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?