Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
1.Fundargerð skipulagsnefndar
2501025
303. fundur haldinn 27.05.2025, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1 til 5.
2.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar
2501002
64. fundur haldinn 28.05.2025, afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 7.
-liður 7, kaup á hljóðbúnaði í Aratungu, sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmdanefndar um kaup á búnaði, gert er ráð fyrir kostnaði í drögum að viðauka við fjárhagsáætlun sem liggur fyrir fundinum, sjá lið 11.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.
3.Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknsviðs uppsveita bs (UTU)
2501010
22. fundur haldinn 23.05.2025, afgreiða þarf sérstaklega lið 2.
-liður nr. 2. Fulltrúar Flóahrepps og Ásahrepps í stjórn UTU lögðu fram tillögu um að gerð verði breyting á samþykktum UTU þess efnis að hverri sveitarstjórn sem aðild á að UTU verði heimilt að skipa einn áheyrnarfulltrúa í skipulagsnefnd UTU. Er þessi tillaga tilkomin í framhaldi af tillögu Hrunamannahrepps um að sveitarfélögum sem aðild eiga að UTU verði heimilt að starfrækja sína eigin skipulagsnefnd, sem ekki var samstaða um. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti þá tillögu sem lögð er fram af fulltrúum Ásahrepps og Flóahrepps og fram kemur í fundargerð UTU.
Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.
Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.
4.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
2501026
227. fundur haldinn 21.05.2025, liður nr. 30 og 31 eru sérstök mál á dagskrá fundarins, sjá 25. og 26. lið.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5.Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga bs
2501016
213. fundur haldinn 23.05.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6.Fundargerð Hagsmunafélags Laugaráss
2505058
Fundur haldinn 14.05.2025
Fundargerðin var lögð fram. Sveitarstjóra er falið að svara fyrirspurnum hagsmunafélagsins.
7.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs
2501013
85. fundur haldinn 19.05.2025, ásamt uppbyggingaráætlun húsnæðis.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar ásamt uppbyggingaráætlun.
8.Fundargerð stjórnar Arnardrangs hses
2501027
23. fundur haldinn 19.05.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
9.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2501068
979. fundur haldinn 16.05.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
10.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)
2501015
622. fundur haldinn 9. maí 2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
11.Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
2505037
Viðauki við fjárhagsáætlun
Sveitarstjóri kynnti drög að viðauka við fjárhagsáætlun, sveitarstjórn samþykkir að vísa drögunum til afreiðslu á næsta fundi.
12.Brák íbúðafélag hses
2408029
Staðfesting á aðild Bláskógabyggðar að Brák hses
Tölvupóstur framkvæmdastjóra Brákar hses, dags. 27.05.2025, var lagður fram til kynningar.
13.Reglur um lóðaúthlutun
2505051
Tillaga að breytingu á reglum um lóðarhúthlutun
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um breytingar á 2. gr. úthlutunarreglna.
14.Lóðarúthlutun Borgarrimi 1 og 3
2505052
Tillaga um að lóðirnar Borgarrimi 1 og 3 verði auglýstar lausar til umsóknar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðirnar að Borgarrima 1 og 3 í Reykholti verði auglýstar lausar til úthlutunar.
15.Lóðir í Stekkjalundi í landi Miðfells
1904019
Erindi skipulagsfulltrúa, dags. 23.05.2025, vegna erindis Novum, lögfræðiþjónustu, dags. 10.12.2024, varðandi skráningu lóða nr. 2-10 við Arnarstekk.
Erindið var lagt fram. Þar er óskað eftir breytingu á skráningu umræddra lóða, þar sem ekki hefur fengist undanþága frá reglum um fjarlægð frístundahúsa frá vegi til að byggja megi hús á lóðunum. Sveitarstjórn tekur jákævtt æi að skráningu lóðanna verði breytt og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
16.Uppfærsla Google street view mynda
2505059
Erind Sýndarferða, dags. 23.05.20205, þar sem boðin er þjónusta við uppfærslu Google Street View myndir fyrir sveitarfélög.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að funda með bréfritara.
17.Skil lóðar, Brekkuholt 9, Reykholti
2501037
Beiðni Selásbygginga ehf, dags. 20.05.2025, um heimild til að skila lóðinni Brekkuholti 9, Reykholti.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að lóðinni verði skilað. Sveitastjóra er falið að auglýsa hana lausa til úthlutunar að nýju.
18.Fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Árnesinga 2025
2504010
Viðauki við fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Árnesinga, sem samþykktur var á vorfundi TÁ 2025, gögn frá skólastjóra TÁ, dags. 21.05.2025.
Viðaukinn var lagður fram. Þar er gert ráð fyrir viðbótarkostnaði vegna kjarasamninga. Hlutdeild Bláskógabyggðar er kr. 2.181.984. Gert er ráð fyrir kostnaðinum í viðauka við fjárhagsáætlun, sjá 11. lið.
19.Fjárhagsáætlun Brunavarna Árnessýslu 2025
2506004
Viðauki við fjárhagsáætlun Brunavarna Árnessýslu, sem samþykktur var á vorfundi Héraðsnefndar Árnesinga bs 28. apríl 2025.
Viðaukinn var lagður fram. Þar er gert ráð fyrir viðbótarkostnaði vegna kjarasamninga. Hlutdeild Bláskógabyggðar er kr. 5.769.660. Gert er ráð fyrir kostnaðinum í viðauka við fjárhagsáætlun, sjá 11. lið.
20.Deiliskipulag við Fell
2502008
Beiðni Unnars Ragnarssonar, Maríu Guðmundsdóttur, Brynjars Hermannssonar, Þóru Bjarkar Kristjánsdóttur, Sighvats Elefsen og Birgittu M. Braun, dags. 30.05.2025, um almennan kynningarfund vegna skipulagsbreytingar.
Beiðni Sighvats og Þóru, Tunguholti 7, Brynjars og Þóru, Tunguholti 1, Birgittu, Hlíðarholti 6 og Unnars og Maríu, Lyngholti 9, dags. 31.05.2025, um kynningar/skýringarfund vegna fyrirhugaðrar breytingar á landnotkun vegna Engjaholts.
Beiðni Sighvats og Þóru, Tunguholti 7, Brynjars og Þóru, Tunguholti 1, Birgittu, Hlíðarholti 6 og Unnars og Maríu, Lyngholti 9, dags. 31.05.2025, um kynningar/skýringarfund vegna fyrirhugaðrar breytingar á landnotkun vegna Engjaholts.
Beiðnin var lögð fram.
Sveitarstjórn beinir því til umsækjanda um skipulagsbreytinguna að skoðað verði að halda kynningarfund.
Sveitarstjórn beinir því til umsækjanda um skipulagsbreytinguna að skoðað verði að halda kynningarfund.
21.Samstarf vegna samfélagsverkefnis
2506007
Erindi Asgard ehf, dags. 30.05.2025, þar sem leitað er til sveitarfélaga varðandi þátttöku í samfélagsverkefni, þ.e. verkefni þar sem erlendir nemendur tækju þátt í einföldum verkefnum.
Lagt fram til kynningar.
22.Söfnun fyrir flygli í Skálholtsdómkirkju
2506009
Erindi Jóns Bjarnasonar, organista, dags. 02.06.2024, þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á flygli í Skálholtsdómkirkju.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um 250.000 kr. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
23.Kynning á verkefni
2506008
Kristinn Sölvi Sigurgeirsson og Ágúst Ingi Kjartansson komu á fund sveitarstjórnar og kynntu verkefni sem þeir vinna að.
Lína Björg Tryggvadóttir, byggðaþróunarfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.
Lína Björg Tryggvadóttir, byggðaþróunarfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.
24.Trúnaðarmál
2503003
Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
25.Lóðarumsókn Traustatún 7, Laugarvatni
2506011
Umsókn Melavíkur ehf, dags. 02.06.2025, um lóðina Traustatún 7, Laugarvatni.
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar, ein umsókn hefur borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Melavíkur ehf.
26.Rekstrarleyfisumsókn Hólavegur 1 F220 5776
2506001
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 07.05.2025, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn í fl. II (H) Frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarhús frá Damian J. Koziol fyrir hönd Profrakt ehf., kt. 680509 - 1150 á sumarbústaðalandinu Hólavegur 1 (F220 5776) í Bláskógabyggð.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II þar sem leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
27.Rekstrarleyfisumsókn Kóngsvegur 7 F 220 5776
2506002
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 07.05.2025, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn í fl. II (H) Frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarhús frá Kristínu R. Kjartansdóttur fyrir hönd Stay happy ehf., kt. 600824 - 2360 á sumarbústaðalandinu Kóngsvegur 7 (F220 5776) í Bláskógabyggð.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II þar sem leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
28.Tækifærisleyfi vegna útilegu Mímis, nemendafélags ML
2506017
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 03.06.2025, um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi vegna útilegu nemendafélagsins Mímis á tjaldsvæði við Faxa 04.07.2025 til 06.07.2025.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.
29.Aðalfundur Brákar hses 2025
2505055
Boð á aðalfund Brákar hses, sem haldinn verður 11.06.2025
Aðalfundarboðið var lagt fram. Sveitarstjórn felur Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
30.Umhverfismatsdagurinn 2025
2505056
Tilkynning Skipulagsstofnunar, dags. 23.05.2025 um að Umhverfismatsdagurinn verði haldinn 05.06.2025.
Lagt fram til kynningar.
31.Hvatning til samveru fjölskyldna
2505057
Hvatning SAMAN-hópsins, dags. 27.05.2025, til sveitarfélaga til að hvetja til samveru fjölskyldunnar í sumar.
Lagt fram til kynningar.
32.Ársreikningur Arnardrangs hses 2024
2506003
Ársreikningur Arnardrangs hses fyrir árið 2024
Lagt fram til kynningar.
33.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja)
2505026
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20.05.2025, þar sem vakin er athygli á því að áform um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga hafa verið lögð fram í Samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.
34.Hópslysaáætlun fyrir Suðurland
2506006
Erindi sviðsstjóra almannavarnasviðs lögreglustjórans á Suðurlandi, dags. 19.05.2025, þar sem kynnt er hópslysaáætlun fyrir Suðurland
Lagt fram til kynningar.
35.Stjórnskipulag aðgerðastjórnar almannavarna á Suðurlandi
2506005
Erindi sviðsstjóra almannavarnasviðs lögreglustjórans á Suðurlandi, dags. 19.05.2025, þar sem kynnt er stjórnskipulag aðgerðarstjórnar á Suðurlandi.
Lagt fram til kynningar.
36.Afmælisráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga
2506010
Boð á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldin er í tilefni af 80 ára afmæli Sambandsins.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:35.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til vegaframkvæmda vegna stækkunar á frístundabyggð í landi Úteyjar 1.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og heimilda deiliskipulags svæðisins og felur skipulagsfulltrúa útgáfu leyfisins.
-liður 2. Borgarrimi 22 L238277; Breyttur byggingarreitur; Deiliskipulagsbreyting - 2505031
Lögð er fram beiðni um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Borgarrima 22 L238277 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit með þeim hætti að hann geti verið allt að 47 metrar.
Afgreiðslu málsins er frestað.
-liður 3. Laugarvatn L224243, Menntaskólalóð; Nýtt iðnaðarsvæði vegna jarðhita; Aðalskipulagsbreyting - 2505072
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 í þéttbýlinu á Laugarvatni og breytingu á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið á Laugarvatni. Norðvestan við Menntaskólann að Laugarvatni hefur verið borað eftir heitu vatni sem sveitarfélagið hyggst nýta. Í breyttu aðalskipulagi verður sett inn nýtt iðnaðarsvæðið fyrir jarðhitavinnslu og heimiluð nýting hans. Stærð svæðis verður að öllum líkindum allt að 1.500 fm. Umrætt svæði er í dag skilgreint sem samfélagsþjónusta. Í deiliskipulagi fyrir Laugarvatn verður afmörkuð lóð fyrir nýtingu jarðhita og settir skilmálar varðandi hana.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 4. Kolgrafarhólsvegur 17 L232044, Efra-Apavatn; Stækka byggingarreit; Deiliskipulagsbreyting - 2505065
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Kolgrafarhólsvegar 17 L232044 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar til norðurs að 50 metra belti frá Grafará.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
-liður 5. Klettsholt 5 (L189533); byggingarheimild; sumarhús - 2504002
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin ný aðalteikning þann 08.05.2025 um byggingarheimild fyrir 145,6 fm sumarhúsi á sumarbústaðalandinu Klettsholt 5 L189533 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Fundargerðin var að öðru leyti lögð fram til kynningar.