Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
1.Fundargerð skipulagsnefndar
2501025
304. fundur haldinn 13.06.2025, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2 til 7.
2.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar
2501002
65. fundur haldinn 12.06.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
3.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
2501026
228. fundur haldinn 04.06.2025, mál nr. 34 og 35 eru sérstakir liðir á dagsrká þessa fundar, sjá 23. og 24. lið.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2501068
980. fundar haldinn 27. maí 2025.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
2501069
86. fundur haldinn 19.05.2025
87. fundur haldinn 23.05.2025
87. fundur haldinn 23.05.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
6.Styrkbeiðni - Áskorun gegn fíkniefnum
2506020
Erindi Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna, dags. 12.06.2025, þar sem óskað er eftir stuðningi til að fjármagna birtingu auglýsingar um skaðsemi fíkniefna.
Sveitarstjórn sér sér því miður ekki fært að verða við erindinu.
7.Styrkbeiðni söngsveitarinnar Tvennir tímar
2506021
Beiðni Söngsveitarinnar Tvennir tímar um styrk að fjárhæð 150.000 kr.
Erindi söngsveitarinnar Tvennra tíma, kórs eldri borgara í Uppsveitum Árnessýslu, var lagt fram. Þar er óskað eftir 150.000 kr styrk til starfsins.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða, kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða, kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
8.Ærslabelgur og rennibraut í sundlaugina á Laugarvatni
2506023
Erindi barna á Laugarvatni, móttekið 08.06.2025, þar sem óskað er eftir að settur verði upp ærslabelgur á Laugarvatni og rennibraut við sundlaugina.
Sveitarstjórn þakkar fyrir góðar hugmyndir. Verkefnin eru ekki á áætlun eins og er, en vonandi getur þessi hugmynd orðið að veruleika í framtíðinni. Sveitarstjórn hvetur félagasamtök á svæðinu til að skoða möguleikann á að koma að verkefni með sveitarfélaginu um kaup og uppsetningu á ærslabelg, líkt og gert var þegar settur var upp ærslabelgur í Reykholti, þar sem Lionsklúbburinn Geysir og ungmennafélag Biskupstungna fjármögnuðu kaupin á ærslabelgnum.
9.Lóðarleigusamningur vegna Laugargerðis
2411027
Erindi Jónasar Arnar Jónassonar, lögmanns, dags. 07.06.2025 þar sem send er kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum á lóðinni Laugargerði í Laugarási, ásamt beiðni um að fallið verði frá tilkynningu um að lóðarleigusamningur verði ekki endurnýjaður.
Kynningin var lögð fram. Sveitarstjórn telur að ekki sé grundvöllur fyrir því að falla frá fyrri tilkynningu um að lóðarhafa beri að skila lóðinni Laugargerði, fasteignanúmer F2204937 og landeignanúmer L167146, til sveitarfélagsins og fjarlægja öll mannvirki sín af lóðinni.
Sveitarstjóra er falið að fylgja málinu eftir.
Sveitarstjóra er falið að fylgja málinu eftir.
10.Fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafns Árnesinga 2025
2506024
Erindi fjárhaldsmanns Héraðsnefndar Árnesinga, dags. 06.06.2025, þar sem gerð er grein fyrir viðauka við fjárhagsáætlun safnsins sem samþykktur var á vorfundi Héraðsnefndar Árnesinga.
Erindið var lagt fram. Þar kemur fram að kostnaðarauki Bláskógabyggðar sé kr. 714.000 og að framlagið verði innheimt í ágúst. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera grein fyrir auknu framlagi sveitarfélagsins í viðauka við fjárhagsáætlun sem tekinn verður til afgreiðslu á næsta fundi.
11.Kennslukvóti Tónlistarskóla Árnesinga skólaárið 2025-2026
2506031
Erindi skólastjóra Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 06.06.2025, um aukinn kennslukvóta vegna biðlista eftir námsvist.
Erindið var lagt fram. Þar kemur fram að kennslukvóti Bláskógabyggðar sé 30 klst og sé hann fullnýttur. Mikil aðsókn sé að skólanum og er því óskað eftir auknum kennslukvóta sem nemur 5-7 klst. Hver klukkustund kostar 1.019.000 kr. yfir árið.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að miðað verði við að kennslukvóti verði aukinn um sex klukkustundir á næsta skólaári og felur sveitarstjóra að gera grein fyrir auknum kostnaði í viðauka við fjárhagsáætlun sem verður tekinn til afgreiðslu á næsta fundi.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að miðað verði við að kennslukvóti verði aukinn um sex klukkustundir á næsta skólaári og felur sveitarstjóra að gera grein fyrir auknum kostnaði í viðauka við fjárhagsáætlun sem verður tekinn til afgreiðslu á næsta fundi.
12.Dagþjónusta fyrir eldri borgara
2506025
Undirbúningur umsóknar um dagþjónustu fyrir eldri borgara. Staða mála.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu undirbúnings. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að unnið verði áfram að verkefninu á þeim nótum sem ráðgjafi hefur farið yfir með sveitarstjórum sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu.
13.Húsaleigusamningur Héraðsskjalasafns Árnesinga við Hrunamannahrepp
2506029
Erindi Héraðsskjalasafns Árnesinga, dags. 03.06.2025, varðandi húsaleigusamning safnsins við Hrunamannahrepp.
Samningurinn var lagður fram. Um er að ræða leigusamning um 327,1 ferm rými í kjallara að Hrunamannavegi 3 á Flúðum. Sammningurinn er gerður til 15 ára og er leiguverð 1.170 kr á fermeter, bundið vísitölu neysluverðs.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti.
14.Ráðning aðstoðarskólastjóra samrekins leik- og grunnskóla
2506030
Erindi skólastjóra, dags. 13.06.2025, vegna ráðningar.
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson vék af fundi.
Sveitarstjórn samþykkir þau launakjör sem erindi skólastjóra tekur til. Sveitarstjóra er falið að útfæra verkefnið með skólastjóra.
Sveitarstjórn samþykkir þau launakjör sem erindi skólastjóra tekur til. Sveitarstjóra er falið að útfæra verkefnið með skólastjóra.
15.Veiðivegur í landi Iðu 1 og Iðu 2
2505049
Erindi Guðmundar Ingólfssonar, dags. 24.05.2025, varðandi Veiðiveg í landi Iðu 1 og 2.
Erindi Finns Björns Harðarsonar, dags. 10., 11., 14. og 15. júní.
Erindi Finns Björns Harðarsonar, dags. 10., 11., 14. og 15. júní.
Eigendur jarðanna Iðu 1 og Iðu 2 hafa óskað eftir því að sveitarfélagið staðfesti að vegur sem liggur frá Skálholtsvegi vestan við brúna við Hvítá að sumarbústöðum í landi jarðanna sé einkavegur og að þeim sé heimilt að loka þeim vegi með hliði til að varna akandi umferð um veginn. Í erindinu er nánar tilgreint að vegurinn sé samkvæmt skipulagi sveitarfélagsins nefndur Veiðivegur. Með vísan til fyrirliggjandi erindis og frekari upplýsinga og athugasemda sem hafa borist vegna málsins er það lagt fyrir fund sveitarstjórnar.
Með vísan til fyrirliggjandi erindis, fyrirliggjandi gagna og upplýsinga, og til samræmis við fyrirliggjandi yfirlýsingu sveitarstjóra Bláskógabyggðar vegna málsins frá 27. maí sl., staðfestir sveitarstjórn að umræddur vegur var gerður án aðkomu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hefur ekki borið neinn kostnað af veglagningunni, viðhaldi vegarins eða snjómokstri. Vegurinn er ekki á vegaskrá fyrir þjóðvegi, sbr. 8. gr. vegalaga nr. 80/2007, og er ekki sveitarfélagsvegur, sbr. 9. gr. sömu laga. Tekur sveitarstjórn því undir mat sveitarstjóra hvað flokkun vegarins varðar, og telur veginn geta fallið undir skilgreiningu einkavegar, sbr. 11. gr. sömu laga.
Í fyrirliggjandi yfirlýsingu sveitarstjóra frá 27. maí 2025 er það staðfest f.h. sveitarfélagsins að ekkert sé því til fyrirstöðu af hálfu sveitarfélagsins að eigendur að Iðu 1 og 2 setji hlið á veginn og eftir atvikum læsi hliðinu til að varna óviðkomandi umferð um veginn. Þar er ekki tekin afstaða til þess hvað teljist óviðkomandi umferð um veginn, en um það virðist uppi ágreiningur.
Sveitarstjórn bendir á að í greinargerð með frumvarpi til vegalaga segir um 11. gr. laganna: „Eigandi einkavegar hefur heimild til að loka honum fyrir almennri umferð. Geri hann það ekki má búast við því að almenn umferð kunni að fara um veginn og kemur þá til álita að ákvæði frumvarpsins um vegi sem opnir eru fyrir almennri umferð gildi í því tilviki. Má þar nefna kröfur um öryggi umferðar, merkingar og reglur er lúta að ábyrgð veghaldara á ástandi vegar. Loks má geta þess að eigandi einkavegar getur þurft að sæta því að aðrir hafi umferðarrétt um veginn samkvæmt venju, hefð eða löggerningum.“
Í ljósi athugasemda sem hafa borist vegna málsins frá aðilum sem telja sig hafa hagsmuna að gæta af óheftri umferð um umræddan veg, bendir sveitarstjórn á að sveitarfélagið hefur ekki forsendur til leysa úr ágreiningi aðila um umferðarrétt um veginn og samræmist það ekki hlutverki sveitarfélagsins að skera úr um umferðarrétt aðila um veginn. Ágreiningur aðila varðandi umferðarrétt verður þannig ekki leystur með aðkomu sveitarfélagsins, eins og aðilum hefur þegar verið leiðbeint um.
Ekki þarf heimild sveitarstjórnar til lagningar girðingar yfir einkaveg með hliði á veginum, sbr. 53. gr. vegalaga nr. 80/2007. Fjöldi einkavega er innan marka Bláskógabyggðar, m.a. vegir sem liggja að sumarhúsasvæðum, og er alvanalegt að umferð um þá vegi sé stýrt með hliðum. Ákvæði 55. gr. vegalaga tekur aðeins til vega sem ekki tilheyra vegflokki og telur sveitarstjórn ekki ástæðu til að fjalla um erindið útfrá því ákvæði.
Með vísan til fyrirliggjandi erindis, fyrirliggjandi gagna og upplýsinga, og til samræmis við fyrirliggjandi yfirlýsingu sveitarstjóra Bláskógabyggðar vegna málsins frá 27. maí sl., staðfestir sveitarstjórn að umræddur vegur var gerður án aðkomu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hefur ekki borið neinn kostnað af veglagningunni, viðhaldi vegarins eða snjómokstri. Vegurinn er ekki á vegaskrá fyrir þjóðvegi, sbr. 8. gr. vegalaga nr. 80/2007, og er ekki sveitarfélagsvegur, sbr. 9. gr. sömu laga. Tekur sveitarstjórn því undir mat sveitarstjóra hvað flokkun vegarins varðar, og telur veginn geta fallið undir skilgreiningu einkavegar, sbr. 11. gr. sömu laga.
Í fyrirliggjandi yfirlýsingu sveitarstjóra frá 27. maí 2025 er það staðfest f.h. sveitarfélagsins að ekkert sé því til fyrirstöðu af hálfu sveitarfélagsins að eigendur að Iðu 1 og 2 setji hlið á veginn og eftir atvikum læsi hliðinu til að varna óviðkomandi umferð um veginn. Þar er ekki tekin afstaða til þess hvað teljist óviðkomandi umferð um veginn, en um það virðist uppi ágreiningur.
Sveitarstjórn bendir á að í greinargerð með frumvarpi til vegalaga segir um 11. gr. laganna: „Eigandi einkavegar hefur heimild til að loka honum fyrir almennri umferð. Geri hann það ekki má búast við því að almenn umferð kunni að fara um veginn og kemur þá til álita að ákvæði frumvarpsins um vegi sem opnir eru fyrir almennri umferð gildi í því tilviki. Má þar nefna kröfur um öryggi umferðar, merkingar og reglur er lúta að ábyrgð veghaldara á ástandi vegar. Loks má geta þess að eigandi einkavegar getur þurft að sæta því að aðrir hafi umferðarrétt um veginn samkvæmt venju, hefð eða löggerningum.“
Í ljósi athugasemda sem hafa borist vegna málsins frá aðilum sem telja sig hafa hagsmuna að gæta af óheftri umferð um umræddan veg, bendir sveitarstjórn á að sveitarfélagið hefur ekki forsendur til leysa úr ágreiningi aðila um umferðarrétt um veginn og samræmist það ekki hlutverki sveitarfélagsins að skera úr um umferðarrétt aðila um veginn. Ágreiningur aðila varðandi umferðarrétt verður þannig ekki leystur með aðkomu sveitarfélagsins, eins og aðilum hefur þegar verið leiðbeint um.
Ekki þarf heimild sveitarstjórnar til lagningar girðingar yfir einkaveg með hliði á veginum, sbr. 53. gr. vegalaga nr. 80/2007. Fjöldi einkavega er innan marka Bláskógabyggðar, m.a. vegir sem liggja að sumarhúsasvæðum, og er alvanalegt að umferð um þá vegi sé stýrt með hliðum. Ákvæði 55. gr. vegalaga tekur aðeins til vega sem ekki tilheyra vegflokki og telur sveitarstjórn ekki ástæðu til að fjalla um erindið útfrá því ákvæði.
16.Lóðin Háholt 8, Laugarvatni
2109016
Tilkynning um afturköllun úthlutunar (frestir útrunnir), dags. 05.06.2025
Beiðni um að fallið verði frá afturköllun, dags. 06.06.2025
Beiðni um að fallið verði frá afturköllun, dags. 06.06.2025
Lögð er fram tilkynning sveitarstjóra um afturköllun úthlutunar lóðarinnar að Háholti 8, Laugarvatni, þar sem frestir til að hefja framkvæmdir séu útrunnir.
Einnig er lagt fram erindi lóðarhafa þar sem hann ástæður tafanna eru útskýrðar.
Sveitarstjórn hafnar því að framlengja frest lóðarhafa til framkvæmda og mun afturköllun úthlutunar lóðarinnar því standa.
Einnig er lagt fram erindi lóðarhafa þar sem hann ástæður tafanna eru útskýrðar.
Sveitarstjórn hafnar því að framlengja frest lóðarhafa til framkvæmda og mun afturköllun úthlutunar lóðarinnar því standa.
17.Lóðarumsókn Borgarrimi 1, Reykholti
2506036
Umsókn Friðheimahjáleigu ehf um lóðina Borgarrima 1, Reykholti.
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og hafa þrjár umsóknir borist, sjá liði 18 og 19. Dregið var á milli umsækjenda og kom lóðin í hlut Friðheimahjáleigu ehf.
Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Friðheimahjáleigu ehf.
Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Friðheimahjáleigu ehf.
18.Lóðarumsókn Borgarrimi 1, Reykholti
2506035
Umsókn Malar og sands ehf um lóðina Borgarrima 1, Reykholti.
Sjá afgreiðslu á 17. lið.
19.Lóðarumsókn Borgarrimi 1, Reykholti
2506032
Umsókn Geysis ehf um lóðina Borgarrima 1, Reykholti.
Sjá afgreiðslu á 17. lið.
20.Lóðarumsókn Borgarrimi 3, Reykholti
2506037
Umsókn Friðheimahjáleigu ehf um lóðina Borgarrima 3, Reykholti.
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og hafa þrjár umsóknir borist, sjá liði 21 og 22.
Þar sem lóðin Borgarrimi 1 kom í hlut Friðheima ehf var dregið á milli umsókna Malar og sands ehf og Geysis ehf og kom lóðin í hlut Malar og sands ehf.
Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Malar og sands ehf.
Þar sem lóðin Borgarrimi 1 kom í hlut Friðheima ehf var dregið á milli umsókna Malar og sands ehf og Geysis ehf og kom lóðin í hlut Malar og sands ehf.
Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Malar og sands ehf.
21.Lóðarumsókn Borgarrimi 3, Reykholti
2506034
Umsókn Malar og sands ehf um lóðina Borgarrima 3, Reykholti
Sjá afgreiðslu á 20. lið.
22.Lóðarumsókn Borgarrimi 3, Reykholti
2506033
Umsókn Geysis ehf um lóðina Borgarrima 3, Reykholti.
Sjá afgreiðslu á 20. lið.
23.Rekstrarleyfisumsókn fyrir Kot, Rimalönd 2 lóð 2 F231 8254
2506027
Tölvupóstur Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 03.06.2025 þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) Frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður á sumarbústaðalandinu Rimalönd 2 lóð 2 (F231 8254) í Bláskógabyggð.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II þar sem leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
24.Rekstrarleyfisumsókn Borgarhólsstekkur 3 F223 7327
2506028
Tölvupóstur Sýslumannsins á Suðurlandi, dags.03.06.2025 þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) Frístundahús, rýmisnúmer 02 0101 sumarhús frá sumarbústaðalandinu Borgarhólsstekkur 3 (F223 7327) í Bláskógabyggð.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II þar sem leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
25.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja)
2505026
Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 04.06.2025, um áform um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga, skattlagning orkumannvirkja.
Lagt fram til kynningar.
26.Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði
2506019
Erindi Félags atvinnurekenda, dags. 11.06.2025, vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði.
Erindið var lagt fram.
27.Ársreikningur 60 plús í Laugardal 2024
2506022
Ársreikningur félagsins 60 plús í Laugardal.
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.
28.Skipulag skógræktar
2506026
Erindi stjórnar Vina íslenskrar náttúru, dags. 04.06.2025, um skipulag skógræktar og leiðbeiningar um val á landi til skógræktar.
Erindið var lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn vísar erindinu til umhverfisnefndar.
Fundi slitið.
Lögð er fram tillaga sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Svæðið sem breytingin nær til er Bergsstaðir lóð 2 L200941 sem er hluti af frístundabyggðinni Bergsstaðir (F84). Með breytingunni er lóðinni breytt í verslunar- og þjónustusvæði þar sem landeigendur áforma að bjóða upp á gistiþjónustu. Heildarstærð frístundabyggðarinnar (F84) er 55 ha sem minnkar sem nemur lóðarstærðinni og lóðin skilgreind sem nýtt verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið/lóðin er skráð 12.400 fm og á henni stendur 65 fm sumarhús. Umsagnir og athugasemdir bárust við kynningu skipulagstillögu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Að mati sveitarstjórnar er breytt notkun viðkomandi frístundalóðar í verslun- og þjónustu ekki þess eðlis, umfram núverandi notkun hússins, að ónæði hljótist af starfseminni gagnvart nágrönnum og lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Við kynningu tillögunnar barst athugasemd frá einum aðila. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Bergsstaða lóð 2 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
-liður 3, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Frá Haki að Leirum; Deiliskipulag 1904036
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi ásamt óverulegri breytingu á núverandi deiliskipulagi sem tekur til þjóðgarðsins á Þingvöllum eftir auglýsingu. Deiliskipulagið felur í sér að skilgreina fyrirkomulag vega, bílastæða, útivistar- og almenningssvæða, göngustíga og gangstétta ásamt mögulegri uppbyggingu svæðisins til framtíðar. Þá verður gerð grein fyrir lóðarmörkum, byggingarreitum, nýtingarhlutfalli og öðrum þeim ákvæðum sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi. Helstu markmið skipulagsins er að tryggja vernd einstakrar náttúru og menningarminja Þingvalla og bæta aðgengi að og um vesturhluta þjóðgarðsins og auka þjónustu við gesti hans. Samhliða vinnu við deiliskipulag er gerð breyting á gildandi deiliskipulagi sem felst í því að sá hluti deiliskipulagsins sem nær til svæðis austan við Þingvallaveg ásamt svæði sem nær til bílastæða á bökkum Hrútagilslækjar vestan Þingvallavegar er felldur úr gildi auk deiliskipulags sem tekur til Valhallar- og þingplans. Niðurfelling þessara hluta skipulagsáætlana svæðisins er gerð samhliða samþykkt þessa deiliskipulags en þeir skilmálar sem við eiga eru nýttir innan nýs deiliskipulags. Skipulagstillagan er lögð fram í formi greinargerðar og yfirlitsuppdráttar auk þess sem lagðir eru fram þrír deiliskipulagsuppdrættir af hverju svæði fyrir sig sem skiptast í suðurhluta, miðhluta og norðurhluta. Umsagnir og athugasemdir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum og viðbrögðum umsækjanda.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu málsins.
-liður 4, Umsagnarbeiðni, Einholtsvegur (358-02) á milli Drumboddsstaðavegar og Hrunamannavegar í sveitarfélaginu Bláskógabyggð 2505102
Lögð er fram til umsagnar matstilkynning er varðar framkvæmdir við Einholtsveg (358-02) í Bláskógabyggð.
Að mati sveitarstjórnar er með fullnægjandi hætti gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar og umhverfisáhrifum innan framlagðrar matsskyldufyrirspurnar. Líkt og fram kemur innan kafla 1.8 er framkvæmdin sem fjallað er um innan skýrslunnar háð útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um útgáfu framkvæmdaleyfa nr. 772/2012.
-liður 5, Úthlíð 1 L167180; Náma E52 á Höfðaflötum; Framkvæmdaleyfi 2506018
Lögð er fram beiðni um framkvæmdaleyfi sem tekur til efnistöku úr námu E52. Náman tekur til 2,4 ha svæðis þar sem heimilt er að vinna allt að 30.000 m3 af malarefni. Efnið er ætlað í viðhald núverandi vega á svæðinu og í fyllingar húsgrunna.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á grundvelli framlagðra gagna. Mælist sveitarstjórn til þess að innan framkvæmdaleyfis verði gert grein fyrir vöktun og mótvægisaðgerðum vegna staðsetningar námunnar á fjarsvæði vatnsverndar. Geymsla olíuefna verði ekki á námusvæðinu umfram það sem er á vinnuvélum hverju sinni og mikilvægt sé að vandað verði til verka við endurheimt gróðurs á svæðinu eftir að efnistöku er lokið líkt og fram kemur í niðurstöðu Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar.
-liður 6, Reykholt; Stækkun iðnaðarsvæði I24; Aðalskipulagsbreyting 2503016
Lögð er fram, eftir kynningu skipulagstillaga sem tekur til breytingar á aðalskipulagi innan þéttbýlisins í Reykholti. Í breyttu aðalskipulagi er iðnaðarsvæðið I24 stækkað yfir svæði fyrir jarðhitavinnslu og heimiluð nýting jarðhita, svæðið er afmarkað sem fláki á skipulagsuppdrætti í stað punkts. Íbúðarbyggð ÍB1 og opið svæði OP5 minnka samsvarandi. Stærð skipulagssvæðis er um 1,2 ha. Skipulagslýsing vegna breytingar var kynnt frá 27.03.25 ? 19.04.25 og bárust umsagnir vegna hennar sem lagðar eru fram með afgreiðslu tillögunnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna I24 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
-liður 7, Reykholt; Hreinsistöð og nýting jarðhita; deiliskipulagsbreyting 2506026
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til þéttbýlisins í Reykholti. Suðaustan við íbúðarbyggðina við Tungurima hefur verið reist hreinsistöð fyrir fráveitu og borað eftir heitu vatni. Sveitarfélagið hyggst nýta vatnið fyrir ört stækkandi byggð í Reykholti og mögulega bora fleiri holur í framtíðinni ef þörf verður á meira af heitu vatni. Í breyttu deiliskipulagi er núverandi lóð fyrir hreinsivirkið stækkuð og heimilað að nýta jarðhita innan hennar og vera með þau mannvirki sem þarf í tengslum við þá vinnslu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi sem tekur til iðnaðarsvæðis I24.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.