Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
1.Trúnaðarmál
2306019
Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
2.Trúnaðarmál
2503003
Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
3.Öryggi ferðamanna við Brúará
2506039
Kostnaðaráætlun sérfræðings í öryggismálum hjá Ferðamálastofu, dags. 23.06.2025, vegna umsóknar um framlag til að bæta öryggi við Brúará vegna tíðra slysa.
Sveitarstjórn samþykkir að koma að verkefninu, m.a. er í boði vinnuframlag, auk þess sem sveitarfélagið er reiðubúið að styrkja björgunarsveitirnar á svæðinu til að aðstoða við verklegar framkvæmdir.
4.Skipurit Bláskógabyggðar 2025
2506042
Tillaga um breytingu á skipuriti Bláskógabyggðar
Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á skipuriti Bláskógabyggðar frá 2019.
1.
Staða forstöðumanns íþróttamannvirkja, sem nú heyrir undir sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs, verði færð undir sveitarstjóra.
2.
Stjórnsýslusvið verði lagt niður, ásamt stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Stjórnsýsluverkefni heyri undir sveitarstjóra, líkt og þau hafa gert. Nýtt svið verði nefnt fjármálasvið og yfirmaður þess verði fjármálastjóri (ný staða). Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs verði boðið nýtt starf á fjármálasviði, verkefnastjóri 1/sérfræðingur, sem heyri undir fjármálastjóra. Staða fjármálastjóra verði auglýst laus til umsóknar.
Tillagan er lögð fram að undangenginni greiningarvinnu með KPMG, þar sem voru tekin viðtöl við starfsmenn, fram fór rýning á gögnum, svo sem starfslýsingum, starfssviði og ábyrgð verkefna sem tengjast fjármálum sveitarfélagsins, farið var yfir fjárhagsferla og fyrirkomulag fjárhagsbókhalds. Fjöldi stöðugilda á skrifstofu sveitarfélagsins hefur verið óbreyttur frá því að Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag á árinu 2002, en á sama tíma hefur íbúum fjölgað umtalsvert, umfang rekstrar aukist, m.a. með tilkomu nýrra rekstrareininga, starfsmönnum annarra stofnana sveitarfélagsins fjölgað, umfang fjárfestinga- og viðhaldsverkefna aukist verulega og margskonar verkefni verið lögð á herðar sveitarfélaga, svo sem árleg jafnlaunaúttekt, persónuvernd, loftslagsbókhald og fleira. Þykir því tímabært og nauðsynlegt að auka við mannauð og þekkingu á sviði fjármála og rekstrar, enda er það mikilvægt til að tryggja áfram farsælan rekstur og ábyrga meðferð fjármuna í ört vaxandi sveitarfélagi.
Umræða varð um tillöguna.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur sveitarstjóra að uppfæra myndrænt skipurit Bláskógabyggðar, þar sem einnig verði gerð grein fyrir stöðum verkefnastjóra heilsueflandi samfélags/íþrótta- og tómstundafulltrúa og byggðaþróunarfulltrúa, en þeir heyra beint undir sveitarstjóra í skipuriti.
1.
Staða forstöðumanns íþróttamannvirkja, sem nú heyrir undir sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs, verði færð undir sveitarstjóra.
2.
Stjórnsýslusvið verði lagt niður, ásamt stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Stjórnsýsluverkefni heyri undir sveitarstjóra, líkt og þau hafa gert. Nýtt svið verði nefnt fjármálasvið og yfirmaður þess verði fjármálastjóri (ný staða). Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs verði boðið nýtt starf á fjármálasviði, verkefnastjóri 1/sérfræðingur, sem heyri undir fjármálastjóra. Staða fjármálastjóra verði auglýst laus til umsóknar.
Tillagan er lögð fram að undangenginni greiningarvinnu með KPMG, þar sem voru tekin viðtöl við starfsmenn, fram fór rýning á gögnum, svo sem starfslýsingum, starfssviði og ábyrgð verkefna sem tengjast fjármálum sveitarfélagsins, farið var yfir fjárhagsferla og fyrirkomulag fjárhagsbókhalds. Fjöldi stöðugilda á skrifstofu sveitarfélagsins hefur verið óbreyttur frá því að Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag á árinu 2002, en á sama tíma hefur íbúum fjölgað umtalsvert, umfang rekstrar aukist, m.a. með tilkomu nýrra rekstrareininga, starfsmönnum annarra stofnana sveitarfélagsins fjölgað, umfang fjárfestinga- og viðhaldsverkefna aukist verulega og margskonar verkefni verið lögð á herðar sveitarfélaga, svo sem árleg jafnlaunaúttekt, persónuvernd, loftslagsbókhald og fleira. Þykir því tímabært og nauðsynlegt að auka við mannauð og þekkingu á sviði fjármála og rekstrar, enda er það mikilvægt til að tryggja áfram farsælan rekstur og ábyrga meðferð fjármuna í ört vaxandi sveitarfélagi.
Umræða varð um tillöguna.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur sveitarstjóra að uppfæra myndrænt skipurit Bláskógabyggðar, þar sem einnig verði gerð grein fyrir stöðum verkefnastjóra heilsueflandi samfélags/íþrótta- og tómstundafulltrúa og byggðaþróunarfulltrúa, en þeir heyra beint undir sveitarstjóra í skipuriti.
Fundi slitið - kl. 15:40.