Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

390. fundur 02. júlí 2025 kl. 09:00 - 10:20 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Smári Stefánsson Varamaður
    Aðalmaður: Jón Forni Snæbjörnsson
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir skipulagsnefndar

2401024

291. fundur haldinn 13.11.2024, liður 6, þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Stækkun á VÞ2, Valhallarstígur Nyrðri 8 úr F í VÞ, vatnsból á VB3; Breyting á aðalskipulagi. Áður frestað á 372. fundi sveitarstjórnar,
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Stækkun á VÞ2, Valhallarstígur Nyrðri 8 úr F í VÞ, vatnsból á VB3; Breyting á aðalskipulagi - 2309040
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu, sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 innan Þingvalla. Í breytingunni felst m.a. breytt lega og stækkun VÞ2 vegna áætlana um nýjar þjónustumiðstöðvar innan svæðisins. Skilgreind eru ný vatnsból ásamt vatnsverndarsvæðum auk þess sem skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði með lóð Valhallarstígs Nyrðri 8. Umsagnir bárust við auglýsingu tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Lagt er fram minnisblað Eflu, verkfrðistofu, 13.06.2025 vegna vatnsverndarmála.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

2.Fundargerðir skipulagsnefndar

2501025

304. fundur haldinn 13.06.2025, liður 3, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Frá Haki að Leirum; Deiliskipulag 1904036. Áður frestað á 388. fundi.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Frá Haki að Leirum; Deiliskipulag 1904036
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi ásamt óverulegri breytingu á núverandi deiliskipulagi sem tekur til þjóðgarðsins á Þingvöllum eftir auglýsingu. Deiliskipulagið felur í sér að skilgreina fyrirkomulag vega, bílastæða, útivistar- og almenningssvæða, göngustíga og gangstétta ásamt mögulegri uppbyggingu svæðisins til framtíðar. Þá verður gerð grein fyrir lóðarmörkum, byggingarreitum, nýtingarhlutfalli og öðrum þeim ákvæðum sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi. Helstu markmið skipulagsins er að tryggja vernd einstakrar náttúru og menningarminja Þingvalla og bæta aðgengi að og um vesturhluta þjóðgarðsins og auka þjónustu við gesti hans. Samhliða vinnu við deiliskipulag er gerð breyting á gildandi deiliskipulagi sem felst í því að sá hluti deiliskipulagsins sem nær til svæðis austan við Þingvallaveg ásamt svæði sem nær til bílastæða á bökkum Hrútagilslækjar vestan Þingvallavegar er felldur úr gildi auk deiliskipulags sem tekur til Valhallar- og þingplans. Niðurfelling þessara hluta skipulagsáætlana svæðisins er gerð samhliða samþykkt þessa deiliskipulags en þeir skilmálar sem við eiga eru nýttir innan nýs deiliskipulags. Skipulagstillagan er lögð fram í formi greinargerðar og yfirlitsuppdráttar auk þess sem lagðir eru fram þrír deiliskipulagsuppdrættir af hverju svæði fyrir sig sem skiptast í suðurhluta, miðhluta og norðurhluta. Umsagnir og athugasemdir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum og viðbrögðum umsækjanda.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu málsins.

3.Fundargerð skipulagsnefndar

2501025

305. fundur haldinn 25.06.2025, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 og 3.
-liður 2, Útey 2 L167648; Vesturvegur 6 L238896; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting - 2506064
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem fyrir liggur samþykki stjórnar Útey ehf. sem landeiganda ekki talin þörf á grenndarkynningu vegna breytingarinnar. Breytingartillagan verði send Skipulagsstofnun til varðveislu og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild stjórnartíðinda.

-liður 3, Stórholt 2 L236857; Vegagerð; Framkvæmdarleyfi - 2506063
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Stórholts 2 L236857 í Bláskógabyggð. Í framkvæmdinni felst að aðkomuvegur að Stórholti 2 er færður rétt utan við lóðamörk Stórholts.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags svæðisins, uppfærð gögn og að leitað verði umsagnar Vegagerðarinnar lendi tengingin innan veghelgunarsvæðis Eyjarvegar. Skipulagsfulltrúa er falin útgáfa leyfisins.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

4.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar

2501002

66. fundur haldinn 30.06.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

2501026

229. fundur haldinn 18.06.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga bs

2501014

30. fundur haldinn 22.04.2025

31. fundur haldinn 03.06.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga bs

2501017

17. fundur haldinn 24.06.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

2501024

245. fundur haldinn 20.06.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

2501015

623. fundur haldinn 06.06.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2501068

981. fundur haldinn 13.06.2025

982. fundur haldinn 16.06.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerð stjórnar Arnardrangs hses

2501027

24. fundur haldinn 23.06.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs

2501013

86. fundur haldinn 23.06.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

13.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025

2505037

Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Lagður var fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2025. Í viðaukanum er gert ráð fyrir innan A-hluta rekstrar kostnaðaráhrifum af kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ sem gerðir voru á fyrri hluta ársins, alls kr. 65,4 millj.kr, kostnaði við aukinn kennslukvóta og kjarasamningshækkanir innan byggðasamlaga, alls 14,8 millj.kr., auk annarra liða, samtals að fjárhæð 5,7 millj.kr.
Á móti kostnaði er deilt út launapotti innan fræðslumála og áætlun vegna kostnaðar við heimgreiðslur leikskólabarna lækkuð, alls 26 millj.kr.
Þá er gert ráð fyrir söluhagnaði vegna tveggja íbúða sem ákveðið hefur verið að selja, alls kr. 96 millj. Innan B-hluta sveitarsjóðs er aukinn rekstrarkostnaður sem nemur 8,4 millj.kr innan fráveitu. Í fjárfestingahluta áætlunar er gert ráð fyrir lækkun kostnaðar á árinu 2025 vegna áforma um þakskipti á íþróttahúsinu á Laugarvatni sem nemur 50 millj.kr. en áfram gert ráð fyrir kostnaði við hönnun og undirbúning viðbyggingar, sem nemur 10 millj.kr. Þá er gert ráð fyrir 4 millj.kr. kostnaði hjá Bláskógaveitu og fráveitu vegna girðingar umhverfis hreinistöð og borholu í Reykholti.
Samanlagt hækka rekstrargjöld um 68,4 millj.kr. en gert er ráð fyrir tekjum að fjárhæð 96 millj.kr. Nettó breyting á rekstri er jákvæð um 27,6 millj.kr. og handbært fé hækkar um 46 millj.kr.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

14.Nefndir og stjórnir Bláskógabyggðar 2022-2026

2205038

Kosning fulltrúa í fjallskilanefnd Laugardals
Sveitarstjórn samþykkir að kjósa Huldu Karólínu Harðardóttur til setu í fjallskilanefnd Laugardals.

15.Aðalfundur EFS 2025

2506041

Boðun aðalfundar EFS, sem haldinn verður 4. júlí n.k.

Tilnefning fulltrúa á aðalfund.
Sveitarstjórn felur Ástu Stefándsóttur, sveitarstjóra, að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

16.Útboð sundlaugar í Reykholti

2505017

Tilboð í verkið sundlaug í Reykholti, endurnýjun laugarsvæðis. Fundargerð opnunarfundar
Fundargerð opnunarfundar var lögð fram.

17.Samþykkt um hundahald

2505015

Samþykkt um hundahald, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir samþykktina samhljóða.

18.Afskriftir 2025

2506049

Tillaga um afskriftir krafna
Afgreiðslu frestað.

19.Skil á lóð Borgarrimi 12, Reykholti

2504005

Beiðni Friðheimahjáleigu ehf um heimild til að skila lóðinni Borgarrima 12, Reykholti.
Lagt var fram erindi Friðheimahjáleigu ehf þar sem óskað er eftir heimild til að skila lóðinni Borgarrima 12, Reykholti.
Sveitarstjórn samþykkir erindiðog felur sveitarstjóra að auglýsa lóðina að nýju.

20.Uppgjör vegna lóðarinnar Einbúa (Einiholt 1) við Laugarvatn

2304005

Beiðni Ganghjóls ehf, dags. um heimild til að fá útgefinn lóðarleigusamning þó svo að gatnagerðargjöld séu ekki að fullu greidd.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi vegna gatnagerðargjalda.

21.Afturköllun lóðarúthlutunar vegna Háholts 8, Laugarvatni

2109016

Erindi Einars Odds Sigurðssonar, lögmanns, vegna uppgjörs í framhaldi af afturköllun lóðarúthlutunar.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindinu.

22.Bæjarholt 12, gatnagerðargjöld

2506050

Erindi, dags. 04.06.2025 varðandi gatnagerðargjöd af lóðinni Bæjarholti 12, Laugarási.
Erindið var lagt fram. Þar er þess farið á leit að gatnagerðargjöld af lóðinni verði lækkuð þar sem fyrir liggi að byggingarkostnaður verði meiri en almennt má gera ráð fyrir vegna aðstæðna á lóðinni, sem er í talsverðri brekku sem hallar niður frá götunni. Lóðin er auglýst laus til umsóknar og eru gatnagerðargjöld skv. gjaldskrá rúmlega 7 millj.kr.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

23.Umsókn um styrk til leikskólakennaranáms 2025-2026

2506051

Umsókn Þórhildar Lilju Þórarinsdóttur, dags. 21.05.2026, um styrk til leikskólakennaranáms í leikskólum Bláskógabyggðar skólaárið 2025-2026.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða, enda fellur það að reglum um stuðning við nema í leikskólakennarafræðum frá því í janúar 2024. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

24.Samkomulag vegna Tungnarétta

2506038

Drög að breytingu á samningi vegna lands undir Tungnaréttir
Drög að samkomulagi voru lögð fram. Þar er gert ráð fyrir breytingu á ákvæði um endurskoðun leigusamningsins. Sveitarstjórn samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.

25.Samningur við björgunarsveit Biskupstugna 2025-2027

2506053

Drög að samningi við björgunarsveit Biskupstungna (endurnýjun)
Lagður var fram samningur við björgunarsveit Biskupstungna fyrir árin 2025-2027. Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita hann. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

26.Samningur við björgunarsveitina Ingunni 2025-2027

2506052

Drög að samningi við björgunarsveitina Ingunni (endurnýjun)
Lagður var fram samningur við björgunarsveitina Ingunni fyrir árin 2025-2027. Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita hann. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

27.Tækifærisleyfi vegna tælenskrar menningarhátíðar í Miðhúsaskógi

2506044

Beiðni sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 27.06.2025, um umsögn um tækifærisleyfisumsókn vegna tælenskrar menningarhátíðar.
Erindið var lagt fram. Þar er óskað umsagnar um umsókn um tækifærisleyfi vegna tælenskrar menningarhátíðar sem haldin verður í Miðhúsaskógi 11. og 12. júlí n.k.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.

28.Sinfó í sundi samfélagsviðburður

2503001

Erindi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, dags. 23.06.2025, vegna beinnar útsendingar í sundlaugum landsins frá sjónvarpstónleikunum Klassíkinni okkar Söngur lífsins! landsins 29. ágúst 2025.
Lagt fram til kynningar.

29.Samkomulag um þjónustu við börn með fjölþættan vanda

2506045

Bréf mennta- og barnamálaráðuneytisins, móttekið 27. júní 2025, þar sem kynnt er samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um þjónustu við börn með fjölþættan vanda.
Lagt fram til kynningar.

30.Stefna um líffræðilega fjölbreytni

2506046

Tilkynning umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 26.06.2025, um að drög að stefnu um líffræðilega fjölbreytni eru aðgengileg á samráðsgátt stjórnvalda og að umsagnarfrestur er til 20. ágúst n.k.
Lagt fram til kynningar.

31.Gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands

2506047

Tilkynning Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 13.06.2025, um að drög að endurskoðaðri gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands séu til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.

32.Styrktarsjóður fyrir sveitarfélög í þágu farsældar barna

2506048

Kyning mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 04.06.2025, á styrktarsjóði fyrir sveitarfélög í þágu farsældar barna.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?