Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

391. fundur 17. júlí 2025 kl. 09:00 - 11:00 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Elías Bergmann Jóhannsson Varamaður
    Aðalmaður: Sveinn Ingi Sveinbjörnsson
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

291. fundur haldinn 13.11.2024, liður 6, þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Stækkun á VÞ2, Valhallarstígur Nyrðri 8 úr F í VÞ, vatnsból á VB3; Breyting á aðalskipulagi. Áður frestað á 390. fundi sveitarstjórnar.

Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður, kom inn á fundinn undir 1. og 2. lið.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu, sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 innan Þingvalla. Í breytingunni felst m.a. breytt lega og stækkun VÞ2 vegna áætlana um nýjar þjónustumiðstöðvar innan svæðisins. Skilgreind eru ný vatnsból ásamt vatnsverndarsvæðum auk þess sem skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði með lóð Valhallarstígs Nyrðri 8. Umsagnir bárust við auglýsingu tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Að mati sveitarstjórnar hefur verið brugðist við þeim umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan greinargerðar skipulagsbreytingar gr. 5.4 og í samantekt viðbragða frá skipulagshönnuði. Sveitarstjórn sammþykkir að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Fundargerð skipulagsnefndar

2501025

304. fundur haldinn 13.06.2025, liður 3, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Frá Haki að Leirum; Deiliskipulag 1904036. Áður frestað á 390. fundi.

Einar Á. E. Sæmundsen sat fundinn undir þessum lið.
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi ásamt óverulegri breytingu á núverandi deiliskipulagi sem tekur til þjóðgarðsins á Þingvöllum eftir auglýsingu. Deiliskipulagið felur í sér að skilgreina fyrirkomulag vega, bílastæða, útivistar- og almenningssvæða, göngustíga og gangstétta ásamt mögulegri uppbyggingu svæðisins til framtíðar. Þá verður gerð grein fyrir lóðarmörkum, byggingarreitum, nýtingarhlutfalli og öðrum þeim ákvæðum sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi. Helstu markmið skipulagsins er að tryggja vernd einstakrar náttúru og menningarminja Þingvalla og bæta aðgengi að og um vesturhluta þjóðgarðsins og auka þjónustu við gesti hans. Samhliða vinnu við deiliskipulag er gerð breyting á gildandi deiliskipulagi sem felst í því að sá hluti deiliskipulagsins sem nær til svæðis austan við Þingvallaveg ásamt svæði sem nær til bílastæða á bökkum Hrútagilslækjar vestan Þingvallavegar er felldur úr gildi auk deiliskipulags sem tekur til Valhallar- og þingplans. Niðurfelling þessara hluta skipulagsáætlana svæðisins er gerð samhliða samþykkt þessa deiliskipulags en þeir skilmálar sem við eiga eru nýttir innan nýs deiliskipulags. Skipulagstillagan er lögð fram í formi greinargerðar og yfirlitsuppdráttar auk þess sem lagðir eru fram þrír deiliskipulagsuppdrættir af hverju svæði fyrir sig sem skiptast í suðurhluta, miðhluta og norðurhluta. Umsagnir og athugasemdir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum og viðbrögðum umsækjanda.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu samhliða samþykkt breytingar á aðalskipulagi sem frestað var í sveitarstjórn þann 18.11.24. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða gildistöku aðalskipulagsbreytingar.

3.Fundargerð skipulagsnefndar

2501025

306. fundur haldinn 09.07.2025, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 3 til 7.
-liður 3, Laugarvatn L224243; Ný iðnaðarlóð vegna jarðhita; Deiliskipulagsbreyting - 2506031
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar úr landi L224243 vegna skilgreiningar á nýju iðnaðarsvæði.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til sama svæðis. Tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu.



-liður 4, Útey 2 L167648; Náma E25; Enduropnun til vegagerðar; Framkvæmdarleyfi - 2506102
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Úteyjar 2 L167648 í Bláskógabyggð. Í framkvæmdinni felst opnun námu E25 en fyrirhugað er að nýta ca. 10.000 m3 af efni úr námunni við lagningu vegar á jörðinni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimild er fyrir efnistökunni í aðalskipulagi Bláskógabyggðar þar sem svæðið er skilgreint sem efnistökusvæði E25. Útgáfa framkvæmdaleyfis er háð grenndarkynningu og að leitað verði umsagna viðeigandi umsagnaraðila í takt við 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa er falin útgáfa leyfisins. Sveitarstjórn fer fram á að vandað verði til frágangs námusvæðis.




-liður 5, Laugarvatn L224243; Nýtt iðnaðarsvæði vegna jarðhita; Aðalskipulagsbreyting - 2505072
Lögð er fram skipulagstillaga vegna breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 í þéttbýlinu á Laugarvatni og breytingu á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið á Laugarvatni. Norðvestan við Menntaskólann að Laugarvatni hefur verið borað eftir heitu vatni sem sveitarfélagið hyggst nýta. Í breyttu aðalskipulagi verður sett inn nýtt iðnaðarsvæðið fyrir jarðhitavinnslu og heimiluð nýting hans. Stærð svæðis verður að öllum líkindum allt að 1.500 fm. Umrætt svæði er í dag skilgreint sem samfélagsþjónusta. Í deiliskipulagi fyrir Laugarvatn verður afmörkuð lóð fyrir nýtingu jarðhita og settir skilmálar varðandi hana.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



-liður 6, Böðmóðsstaðir (L167726); byggingarleyfi; sumarhús - breytt notkun í íbúðarhús ásamt viðbyggingu - 2506087
Móttekin var umsókn þann 23.06.2025 um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun sumarhúss í íbúðarhús ásamt 109 fm viðbyggingu við núverandi hús og að auki leyfi fyrir 40 fm aðstöðuhúsi á sumarbústaðalandinu Böðmóðsstaðir L167726 í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun núverandi byggingar verður 182 fm.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.



-liður 7, Umsagnarbeiðni, endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 - 2506090
Lögð er fram umsagnarbeiðni við endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.
Lagt fram til kynningar. Erindið verður tekið fyrir á næsta fundi.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.



4.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2501026

230. fundur haldinn 02.07.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Liður 32 er sérstakt mál á dagskrá þessa fundar, sjá 18. lið.

5.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2501026

231. fundur haldinn 11.07.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknsviðs uppsveita bs (UTU)

2501010

123. fundur haldinn 25.06.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Snjómokstur í þéttbýli 2025-2028

2507003

Tilboð í snjómokstur
Tilboðin voru lögð fram. Kallað hefur verið eftir gögnum um hæfi bjóðenda og rennur frestur út 21. júlí n.k.

8.Útboð sundlaugar í Reykholti

2505017

Tillaga um samning á grundvelli tilboðs í verkið sundlaug í Reykholti, Bláskógabyggð, endurnýjun laugarsvæðis.
Eitt tilboð barst í verkið sundlaug í Reykholti, Bláskógabyggð, endurnýjun laugarsvæðis, á opnunarfundi sem haldinn var hinn 18. júní 2025. Tilboðið hefur verið yfirfarið af verkkaupa og endurskoðað af bjóðendum sem eru Norðanmenn ehf, Rörið ehf og Flúðaverktakar ehf. Endurskoðað tilboð liggur fyrir að fjárhæð kr. 713.387.983. Leiðrétt kostnaðaráætlun nemur kr. 644.569.846.Lagt var til að hinu endurskoðaða tilboði yrði tekið og sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við verktaka. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum, Jón F. Snæbjörnsson sat hjá. Gerð verður breyting á fjárfestingaráætlun ársins 2026 í samræmi við breyttar forsendur.
Jón F. Snæbjörnsson gerði grein fyrir því að hann sæti hjá þar sem hann hafi ekki talið ráðlegt að bjóða verkið út á þessum árstíma, heldur bíða fram á haustið.

9.Viðbygging við íþróttahúsið á Laugarvatni

2501065

Tillaga um samstarf við UMFL um viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Laugarvatni (hæð ofan á útbyggingu/búningsklefa).
Lögð var fram fundargerð frá fundi starfshóps. Farið var yfir stöðu verkefnisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita og sveitarstjóra að gera drög að samningi við Ungmennafélag Laugdæla um verkefnið.
Fylgiskjöl:

10.Sala á Hverabraut 16 til 18, Selfossi

2306019

Tilboð í Hverabraut 16-18 á Laugarvatni
Lagt var fram kauptilboð í Hverabraut 16-18. Sveitarstjórn lýsir yfir áhuga á viðræðum við bjóðendur.

11.Lóðarumsókn Borgarrimi 12, Reykholti

2507005

Umsókn HS húsa ehf um lóðina Borgarrima 12, Reykholti.
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og fjórar umsóknir borist, sjá 11. til 14. lið á dagskrá fundarins. Dregið var á milli umsækjenda og kom lóðin í hlut SA2 ehf.

12.Lóðarumsókn Borgarrimi 12, Reykholti

2507008

Umsókn FORNIR SA ehf um lóðina Borgarrima 12, Reykholti.
Sjá afgreiðslu á 11. lið.

13.Lóðarumsókn Borgarrimi 12, Reykholti

2507009

Umsókn Geysisholts ehf um lóðina Borgarrima 12, Reykholti.
Sjá afgreiðslu á 11. lið.
Fylgiskjöl:

14.Lóðarumsókn Borgarrimi 12, Reykholti

2507010

Umsókn SA2 ehf um lóðina Borgarrima 12, Reykholti.
Sjá afgreiðslu á 11. lið.
Fylgiskjöl:

15.Framkvæmdaleyfisumsókn efnistaka úr malarnámum

2507007

Umsókn Geymslusvæðis ehf, um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr efnistökusvæðum við Kjalveg, E101, E129 og E130, vegna viðhalds Skálpanesvegar.
Lögð er fram umsókn frá Geymslusvæðinu ehf. er varðar efnistöku úr námum E101, E129 og E130 við Kjalveg og Skálpanesveg. Í umsókninni felst heimild til þess að taka 5000 m3 úr námu E101, 10.000 m3 úr námu E129 og 15.000 m3 úr námu E130. Tilgangur framkvæmdarinnar er viðhald og hækkun Skálpanesvegar til að koma í veg fyrir að krapi liggi í veginum sem getur skapað aðstæður til utanvega aksturs á svæðinu. Áður hefur verið veitt heimild til efnistöku allt að 20.000 m3 úr svæði E129 og 5000 m3 úr námu E130.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis vegna efnistökunnar. Mælst er til þess að fyrir útgáfu leyfisins liggi fyrir samþykki Vegagerðarinnar vegna framkvæmdanna þar sem Skálpanesvegur nr. 336 telst vegur á forsvari Vegagerðarinnar. Jafnframt skal leita umsagnar og samþykkis Forsætisráðuneytisins í samræmi vð 7. gr. reglugerðar um meðfer og nýtingu þjóðlenda nr. 630/2023. Skipulagsfulltrúa er falin útgáfa leyfisins. Sveitarstjórn fer fram á að vandað verði til frágangs námusvæðis.

16.Ráðning fjármálastjóra

2507011

Tillaga um ráðningu fjármálastjóra
Sveitarstjóri fór yfir ráðningarferilinn. Staðan var auglýst í lok júní. Fimm umsóknir bárust um starfið og var öllum umsækjendum boðið í viðtal. Viðtöl annaðist Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. Greinargerð sveitarstjóra varðandi ferilinn og hæfni umsækjenda fylgdi gögnum málsins, ásamt umsóknum og gögnum um viðtöl og umsagnir. Sveitarstjórn fór vandlega yfir fyrirliggjandi gögn. Sveitarstjóri fór yfir ráðningarferlið, viðtöl, yfirferð gagna og könnun umsagna og þar með almenna hæfni umsækjenda til að gegna stöðunni. Eftir að hafa metið ítarlega fyrirliggjandi gögn er það niðurstaða sveitarstjórnar að bjóða Björgvin Guðmundssyni starfið. Sveitartjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá ráðningunni.

17.Lántökur Brunavarna Árnessýslu 2025

2507012

Lántökur Brunavarna Árnessýslu vegna byggingar slökkvistöðvar á Flúðum og kaupa á tankbíl.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Brunavarna Árnessýslu hjá Landsbankanum, kt. 471008-0280, í formi lánalínu að höfuðstól allt að kr. 180.000.000-, með lokagjalddaga þann 01.07.2026, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til byggingar slökkvistöðvar á Flúðum í Hrunamannahreppi og kaupa á tankbíl fyrir slökkvistöðina í Þorlákshöfn í Sveitarfélaginu Ölfusi sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu.

Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda félagsins til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.

Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut sinn til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kennitala 251070-3189, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Landsbankann sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

18.Rekstrarleyfisumsókn Reykjavegur 25 F2205386

2507004

Tölvupóstur dags 19.06.2025 frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) Frístundahús frá Anna Gromadzka fyrir hönd MAG GALDUR ehf. kt. 540624 - 0460 á sumarbústaðalandinu Reykjavegur 25 (F220 5386) í Bláskógabyggð.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu leyfisins þar sem starfsemin samræmist ekki skilmálum aðalskipulags.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?