Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
1.Fundargerð skipulagsnefndar
2501025
307. fundur haldinn 18.08.2025, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 til 8.
2.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar
2501002
67. fundur haldinn 14.08.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
3.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
2501026
232. fundur haldinn 14.08.2025, mál nr 49 og 50 eru sérstakir liðir á dagskrá þessa fundar, sjá nr. 20 og 21
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)
2501015
624. fundur haldinn 27.06.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5.Fundargerðir stjórnar Umhverfis- og tæknsviðs uppsveita bs (UTU)
2501010
124. fundur haldinn 01.07.2025
125. fundur haldinn 14.07.2025
125. fundur haldinn 14.07.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
6.Skipulag skólastarfs Bláskógaskóla 2025-2026
2507002
Fyrirkomulag stjórnunar leik- og grunnskóladeilda Bláskógaskóla veturinn 2025-2026
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála.
Guðrún Rakel Svandísardóttir mun gegna stöðu skólastjóra grunnskóladeildar Bláskógaskóla veturinn 2025-2026, en Guðrún var ráðin til starfa sem aðstoðarskólastjóri við skólann í júní sl.
Lieselot M. Simoen, leikskólastjóri Álfaborgar, mun gegna stöðu leikskólastjóra leikskóladeildar Bláskógaskóla skólaárið 2025-2026, samhliða því að gegna stöðu leikskólastjóra Álfaborgar. Jafnframt er stjórnunarhlutfall aðstoðarleikskólastjóra Álfaborgar aukið tímabundið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tímabundnar breytingar á störfum viðkomandi starfsmanna fyrir skólaárið 2025-2026. Jafnframt heimilar sveitarstjórn sveitarstjóra og skólastjórnendum leik- og grunnskóladeildar Bláskógaskóla að semja við starfsmenn um að taka að sér einstaka stjórnunarverkefni, eftir því sem þörf verður á.
Staða skólastjóra Bláskógaskóla verður auglýst á vormánuðum 2026.
Guðrún Rakel Svandísardóttir mun gegna stöðu skólastjóra grunnskóladeildar Bláskógaskóla veturinn 2025-2026, en Guðrún var ráðin til starfa sem aðstoðarskólastjóri við skólann í júní sl.
Lieselot M. Simoen, leikskólastjóri Álfaborgar, mun gegna stöðu leikskólastjóra leikskóladeildar Bláskógaskóla skólaárið 2025-2026, samhliða því að gegna stöðu leikskólastjóra Álfaborgar. Jafnframt er stjórnunarhlutfall aðstoðarleikskólastjóra Álfaborgar aukið tímabundið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tímabundnar breytingar á störfum viðkomandi starfsmanna fyrir skólaárið 2025-2026. Jafnframt heimilar sveitarstjórn sveitarstjóra og skólastjórnendum leik- og grunnskóladeildar Bláskógaskóla að semja við starfsmenn um að taka að sér einstaka stjórnunarverkefni, eftir því sem þörf verður á.
Staða skólastjóra Bláskógaskóla verður auglýst á vormánuðum 2026.
7.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
2508006
Beiðni um að nemandi með lögheimili utan Bláskógabyggðar fái að stunda nám í Reykholtsskóla skólaárið 2025-2026.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða. Um greiðslur fari samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga. Um viðbótarkostnað verði samið sérstaklega.
8.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
2508007
Beiðni um að nemandi með lögheimili í Bláskógabyggð fái að stunda nám utan sveitarfélagsins skólaárið 2025-2026.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða. Um greiðslur fari samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga. Um viðbótarkostnað verði samið sérstaklega.
9.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
2508016
Beiðni um að nemandi með lögheimili utan Bláskógabyggðar fái að stunda nám við Reykholtsskóla skólaárið 2025-2026.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða. Um greiðslur fari samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga. Um viðbótarkostnað verði samið sérstaklega.
10.Lóðir fyrir hesthús við Laugarvatn
2508017
Tillaga um að auglýstar verði til úthlutunar sex lóðir fyrir hesthús innan deiliskipulagðs svæðis við Laugarvatn, með fyrirvara um að gatnagerð verði lokið sumarið 2026.
Sveitarstjórn samþykkir með sex atkvæðum að auglýsa til úthlutunar sex lóðir innan svæðis sem er deiliskipulagt fyrir hesthús við Laugarvatn. Lóðirnar verði auglýstar með fyrirvara um það að þær verði byggingarhæfar að lokinni gatnagerð og lagningu veitulagna sumarið 2026. Jón F. Snæbjörnsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Jón F. Snæbjörnsson lagði fram eftirfarandi bókun: Á meðan enn er óvissa með framtíð þess svæðis þar sem áður var hjólhýsabyggð þá sit ég hjá við afgreiðslu á þessu máli, þar sem það svæði gæti nýst betur sem svæði fyrir hesthúsalóðir.
Jón F. Snæbjörnsson lagði fram eftirfarandi bókun: Á meðan enn er óvissa með framtíð þess svæðis þar sem áður var hjólhýsabyggð þá sit ég hjá við afgreiðslu á þessu máli, þar sem það svæði gæti nýst betur sem svæði fyrir hesthúsalóðir.
11.Gatnagerðargjald Fontana Hverabraut 1
2505045
Beiðni Fontana ehf, dags. 08.08.2025, þar sem óskað er eftir að greiðslu gatnagerðargjalda verði skipt í þrennt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða, með vísan til 3. mgr. 7. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í þéttbýli í Bláskógabyggð að greiðslunni verði skipt í þrennt og að gjalddagar verði 1. september, 1. desember og 1. mars n.k.
12.Styrkumsókn vegna leigu á Aratungu
2508009
Styrkumsókn Lionsklúbbsins Geysis, dags. 06.08.2025, vegna leigu á Aratungu vegna fjáröflunarsamkoma.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja klúbbinn um 137.000 kr, eða sem svarar leigu á Aratungu vegna fjáröflunarviðburða á vegum klúbbsins. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
13.Styrkumsókn vegna áfangaheimilis
2508011
Umsókn um styrk til Þúfunnar, áfangaheimilis, dags. 29.07.2025.
Erindið var lagt fram. Sótt er um rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 300.000,- sem dreifist yfir þrjú ár, kr. 100.000,- árlega.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.
14.Íbúðin Torfholt 6b, Laugarvatni
2503057
Kaupsamningur um fasteignina Torfholt 6AB, Laugarvatni, fastanúmer 220 6349.
Kaupsamningur um fasteignina Torfholt 6AB, Laugarvatni, fastanúmer 220 6349, var lagður fram. Sveitarstjórn staðfestir samninginn samhljóða, þar á meðal heimild til handa kaupendum til að veðsetja fasteignina fyrir láni frá Landsbanka Íslands að fjárhæð kr. 6.000.000, og felur Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, kt. 251070-3189, að undirrita hann.
15.Hverabraut 16-18, Laugarvatni, sala
2306019
Tilboð í Hverabraut 16 til 18, Laugarvatni
Fasteignin Hverabraut 16-18 á Laugarvatni hefur verið auglýst til sölu og tvö tilboð borist. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði Lognfossa ehf. Sveitarstjórn lýsir yfir vilja til að endurskoða skipulag svæðisins með hliðsjón af hagsmunum sveitarfélagsins og kaupanda og í samræmi við umræður á fundi með fulltrúum tilboðsgjafa sem haldinn var 18. ágúst sl.
16.Áningarborð á Kili
2508018
Beiðni Eyþórs Árnasonar, dags. 16.08.2025, um heimild til að koma fyrir áningarborði á Kili í minningu Reynistaðarbræðra
Erindið var lagt fram. Þar er óskað eftir að koma fyrir áningarborði á Kili, nánar tiltekið við afleggjarann við Beinhól, í minningu Reynistaðarbræðra. Gefendur borðsins eru feðgarnir Eyþór Árnason og Árni Bjarnason. Á borðinu verður skilti þar sem fram kemur að Árni Bjarnason, frændi Reynistaðarbræðra, hafi smíðað það í minningu þeirra bræðra og félaga þeirra sem týndu lífi á Kili 1780.
Sveitarstjórn þakkar feðgunum fyrir framtakið og samþykkir samhljóða að heimila þeim að koma borðinu fyrir á umræddum stað.
Sveitarstjórn þakkar feðgunum fyrir framtakið og samþykkir samhljóða að heimila þeim að koma borðinu fyrir á umræddum stað.
17.Lóðarumsókn Bæjarholt 12, Laugarási
2508020
Umsókn Henri Enniste um lóðina Bæjarholt 12, Laugarási.
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
18.Snjómokstur í þéttbýli 2025-2028
2507003
Tilboð í snjómokstur, áður á dagskrá á 391. fundi.
Tilboð lægstbjóðenda hafa verið yfirfarin og uppfylla lægstbjóðendur kröfur sem gerðar voru til hæfis í útboðsgögnum.
Sveitarstjórn samþykkir því samhljóða að taka tilboði HR smíði í snjómokstur Reykholti og tilboði Félagsbúsins Hrosshaga í snjómokstur á Laugarvatni og í Laugarási.
Sveitarstjórn samþykkir því samhljóða að taka tilboði HR smíði í snjómokstur Reykholti og tilboði Félagsbúsins Hrosshaga í snjómokstur á Laugarvatni og í Laugarási.
19.Gróðurhús við Vígðulaug
2508021
Beiðni Jón Forna Snæbjörnssonar, dags. 18.08.2025, um umræður um gróðurhúsið við Vígðulaug.
Jón Forni fylgdi erindinu úr hlaði. Umræða varð um samning sveitarfélagsins við ríkið um afnot af húsinu.
20.Rekstrarleyfisumsókn Vagnabraut 2 F2504423
2508003
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 14.08.2025, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfisumsókn í fl. II (D) Gistiskáli, rýmisnúmer 08 0101 gistihús, á viðskipta- og þjónustulóðinni Vagnabraut 2 (F250 4423) í Bláskógabyggð.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir að veita jákvæða umsögn um erindið, enda samræmist það skilmálum skipulags á svæðinu.
21.Rekstrarleyfisumsókn Efsti-Dalur 2G F2524143
2508005
beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18.07.2025 þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfisumsókn í fl. II (B) Stærra gistiheimili, rýmisnúmer 01 0101 gistihús, á viðskipta- og þjónustulóðinni Efsti-Dalur 2G (F252 4143) í Bláskógabyggð. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir að veita jákvæða umsögn um erindið, enda samræmist það skilmálum skipulags á svæðinu.
22.Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands
2506041
Fundargerð aðalfundar sem haldinn var 04.07.2025 ásamt ársreikningi
Lagt fram til kynningar.
23.Starf byggðaþróunarfulltrúa
2309006
Tilkynning um að byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu hafi sagt upp störfum.
Fyrir liggur að Lína Björg Tryggvadóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá SASS og hefur hún því sagt upp starfi sínu sem byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu. Sveitarstjórn þakkar Línu fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar.
24.Sinfó í sundi samfélagsviðburður
2503001
Viðburðurinn Sinfó í sundi, erindi framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, dags. 14.08.2025.
Lagt fram til kynningar.
25.Umhverfisþing 2025
2508008
Erindi umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 15.08.2025, þar sem boðað er til umhverfisþings sem haldið verður 15. og 16. september 2025.
Lagt fram til kynningar.
26.Matsskyldufyrirspurn Einholtsvegur
2508010
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu vegna endurbóta á Einholtsvegi (358-02),dags. 01.08.2025.
Lagt fram til kynningar.
27.Skaðsemi vindorkuvera
2505004
Erindi Jónu Imsland, dags. 12.07.2025 um skaðsemi vindorkuvera.
Lagt fram til kynningar.
28.Niðurfelling Lindartunguvegar 3643-01 af vegaskrá
2508012
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 08.07.2025, um fyrirhugaða niðurfellingu héraðsvegar, Lindartunguvegar, af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.
29.Rekstrarform Sigurhæða
2508014
Tilkynning Soroptimistaklúbbs Suðurlands, dags. 02.07.2025, þar sem tilkynnt er um breytt rekstrarfyrirkomulag Sigurhæða.
Lagt fram til kynningar.
30.Fræðsla um hinsegin málefni
2508013
Erindi Innviðaráðuneytisins, dags. 04.07.2025, það sem það býður kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga til fræðslufundar um hinsegin málefni
Lagt fram til kynningar.
31.Skráning lögheimilis í frístundabyggð
2508015
Erindi Sambands íslenskrá sveitarfélaga, dags. 01.07.2025, þar sem sveitarfélögum er boðið að taka þátt í vinnustofu um skráningu lögheimilis í frístundabyggð.
Lagt fram til kynningar.
32.Samkomulag um þjónustu við börn með fjölþættan vanda
2506045
Samkomumlag milli ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við börn með fjölþættan vanda.
Lagt fram til kynningar.
33.Innviðaþing
2508019
Erindi Innviðaráðuneytisins, dags. 15.08.2025, þar sem boðað er til innviðaþings 28.08.2025
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:38.
Lögð er fram uppfærð tillaga deiliskipulags frístundabyggðar Heiðarbæjar við Þingvallavatn eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagsins er að hafa til staðar deiliskipulag sem gefur heildarmynd af svæðinu þar sem lóðarmörk, aðgengi og gönguleiðir eru skýrar. Jafnframt að fylgja eftir stefnu Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps um að til skuli vera deiliskipulag fyrir eldri frístundasvæði. Með deiliskipulagsgerðinni er unnið að því að samþætta lóðamörk, auka skilvirkni við umsýslu á lóðum ásamt því að ramma inn svæðið og nýtingu þess í heild og einstaka þætti þess s.s. innviði, náttúruvernd og aðgengi. Hættumat vegna ofanflóða hefur verið unnið fyrir tillöguna auk þess sem fyrir liggur höfnun á undanþágu vegna skilgreiningar byggingarreita frá Þingvallavatni og Grafningsvegi-Efri. Athugasemdir og umsagnir bárust við auglýsingu skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt viðbrögðum og andsvörum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 3, Skyrklettagata 1 L180797; Breytt byggingamagn og fjöldi húsa; Fyrirspurn - 2507061
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til niðurrifs á baðhúsi og stækkun núverandi sumarhúss að Skyrklettagötu 1 L180797.
Í gildandi deiliskipulagi fyrir frístundasvæðið í Laugarási er heimilað byggingarmagn, á lóðum sem eru minni en 3.333 fm, allt að 100 fm. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar synjar framlagðri fyrirspurn.
-liður 4, Fell L167086; Hamarsholt 4; Breytt lóðarmörk; Deiliskipulagsbreyting - 2507021
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Fells L167086 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að lega lóðarinnar Hamarsholt 4 breytist en stærð hennar helst óbreytt. Lóðin er óstofnuð í fasteignaskrá.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt eigendum lóða við Hamarsholt.
-liður 5, Ærhúsbakki L235706; Skilgreining svæðis; Deiliskipulag - 2507018
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til Ærhúsbakka L235706 í Bláskógabyggð. Í tillögunni felst m.a. skilgreining þriggja byggingarreita. Heimilt er að reisa íbúðarhús á byggingarreit nr. 1 og 2 en á byggingarreit nr. 3 er heimilt að byggja við núverandi fjárhús eða reisa útihús s.s. gróðurhús, gripahús, skemmu/vélageymslu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
-liður 6, Tungurimi 27 hreinsistöð (L238278); byggingarleyfi; dælustöð - 2507009
Móttekin var umsókn þann 30.06.2025 um byggingarleyfi fyrir 114,1 m2 dælustöð á lóðinni Tungurimi 27 hreinsistöð L238278 í Bláskógabyggð. Breyting á aðal- og deiliskipulagi fyrir svæðið er í ferli.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu og er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
-liður 7, Lindargata 1 L190545; Lindargata 3 L190546; Sameining lóða - 2508031
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 05.08.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar sameiningu tveggja lóða. Óskað er eftir að sameina Lindargötu 3 L190546 við Lindargötu 1 L190545 sem verður 7.500 fm eftir sameiningu skv. hnitsettri mælingu sem ekki hefur legið fyrir áður. Fyrir liggur jákvæð afgreiðsla sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þ. 21.05.2025 við fyrirspurn um sameiningu lóðanna.
SSveitarstjórn samþykkir sameiningu lóðanna skv. framlagðri merkjalýsingu.
-liður 8, Heiðarbær lóð (L170256); byggingarheimild; sumarhús - viðbygging - 2507044
Móttekin var umsókn þann 10.07.2025 um 25,3 m2 viðbyggingu við sumarhús á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð L170256 í Bláskógabyggð. Lóðarstærð er 4.255 fm. Heildarstærð byggingar eftir stækkun verður 153,4 fm.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Málið verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi landeigna.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.