Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

393. fundur 03. september 2025 kl. 09:00 - 10:35 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Grímur Kristinsson Varamaður
    Aðalmaður: Guðni Sighvatsson
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2501025

306. fundur haldinn 10.07.2025, liður 7, áður á dagskrá á 391. fundi, umsagnarbeiðni, endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 - 2506090
Umsagnarbeiðni, endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 - 2506090
Lögð er fram umsagnarbeiðni við endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að fara þurfi yfir sveitarfélagamörk gagnvart Bláskógabyggð og óskar eftir samráði milli sveitarfélaganna þar um.

2.Fundargerð skipulagsnefndar

2501025

308. fundur haldinn 27.08.2025, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1-6.
-liður 1, Skálabrekka Vestri L229116; Lindarbrekkugata, Unnargata og Guðrúnargata; Lega, stærð og fjöldi lóða; Deiliskipulagsbreyting ? 2504067
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundabyggðar í Skálabrekku-Vestri. Breytingar eru m.a. gerðar á legu og stærð lóða á svæðinu auk þess sem þeim er fjölgað úr 21 í 23. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 2, Laugarvatn L224243; Nýtt iðnaðarsvæði vegna jarðhita; Aðalskipulagsbreyting 2505072
Lögð er fram skipulagstillaga, eftir kynningu, vegna breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 í þéttbýlinu á Laugarvatni. Norðvestan við Menntaskólann að Laugarvatni hefur verið borað eftir heitu vatni sem sveitarfélagið hyggst nýta. Í breyttu aðalskipulagi verður sett inn nýtt iðnaðarsvæðið fyrir jarðhitavinnslu og heimiluð nýting hans. Stærð svæðis er 0,2 ha. Umrætt svæði er í dag skilgreint sem samfélagsþjónusta. Umsagnir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna jarðhitavinnslu á Laugarvatni í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

-liður 3, Hlauptunga (L229945); byggingarheimild; salernishús 2508066
Móttekin var umsókn þann 20.08.2025 um byggingarheimild fyrir 14,7 fm salernishúsi á landinu Hlauptunga L229945 í Bláskógabyggð. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu og málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 4, Brún lóð (L167224); byggingarheimild; aðstöðuhús 2508068
Móttekin var umsókn þann 15.08.2025 um byggingarheimild fyrir 405,7 m2 aðstöðuhúsi á jörðinni Brún lóð L167224 í Bláskógabyggð. Ekki er deiliskipulag fyrir svæðið.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að útgáfu byggingarleyfis verði synjað í núverandi mynd. Að mati sveitarstjórnar er svo umfangsmikil uppbygging og rekstur háð gerð deiliskipulags sem tekur til byggingarheimilda á viðkomandi lóð. Að mati sveitarstjórnar gilda ekki heimildir er varðar uppbyggingu á bújörðum innan lóðarinnar og þótt svo að hún sé skráð sem jörð í byggð í fasteignarskrá þar sem hún er eingöngu skráð 3.300 fm. Heimild fyrir viðlíka uppbyggingu á svo lítilli lóð er að mati sveitarstjórnar jafnframt háð skilgreiningu á verslunar- og þjónustureit innan lóðarinnar.

-liður 5, Hrosshagi lóð 1 (Hrosshagi 3A) L220785; Hrosshagi lóð (1B) L197564 Stækkun lóðar og breytt heiti lóða 2508070
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 18.06.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stækkun lóðar. Óskað er eftir stækkun lóðarinnar Hrosshagi lóð 1 L220785 úr 2.400 fm í 13.523 fm. Stækkunin sem nemur 11.123 fm kemur úr landi Hrosshaga lóð L197564.
Jafnframt er óskað eftir að Hrosshagi lóð 1 fái staðfangið Hrosshagi 3A, Hrosshagi lóð fái staðfangið Hrosshagi 1B og Hrosshagi lóð B L197565 fái staðfangið Hrosshagi 1A.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi merkjalýsingu né breytt staðföng. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu.

-liður 6, Laugarvatnshellar L232447; Borhola; Framkvæmdarleyfi; 2508041
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Laugarvatnshella L232447 í Bláskógabyggð. Í framkvæmdinni felst borun fyrir köldu vatni á þjónustusvæðinu við Laugarvatnshella.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu og samþykkir sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa útgáfu leyfisins.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

2501015

625. fundur haldinn 14.08.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

2501071

334. fundur haldinn 19.08.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknsviðs uppsveita bs

2501010

126. fundur haldinn 14.08.2025

127. fundur haldinn 22.08.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

2501024

246. fundur haldinn 12.08.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð fjallskilanefndar Laugardals

2509002

Fundur haldinn 19.08.2025, ásamt fjallskilaseðli og reikningi
Fundargerðin var lögð fram til kynningar, ásamt innsendum gögnum. Sveitarstjórn þakkar ábendingu hvað varðar girðingarmál og samþykkir að farið verði yfir girðingar fyrir næsta vor.

8.Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna

2509001

Fundur haldinn 18.08.2025, ásamt fjallskilaseðli og uppgjöri
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Prókúra fyrir Bláskógabyggð

2508027

breytingar á prókúru fyrir Bláskógabyggð
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita Björgvin Guðmundssyni, kt. 291270-3369, fjármálastjóra, prókúru vegna bankareikninga sveitarfélagsins fyrir Bláskógabyggð, kt. 510602-4120, Bláskógaveitu, kt. 630580-0139, og Bláskógaljós ehf, kt. 430519-0340.
Björgvin Guðmundsson kom inn á fundinn undir þessum lið. Sveitarstjórn býður hann velkominn til starfa.

10.Gróðurhús við Vígðulaug

2508021

Erindi Barboru Fialová, dags. 26.08.2025, varðandi gróðurhús við Vígðulaug.
Erindið var lagt fram. Þar er boðað til fundar hinn 4. september. Fulltrúar sveitarfélagsins munu sækja fundinn.

11.Uppsögn verksamnings um trúnaðarlæknaþjónustu

2508035

Tilkynning Vinnuverndar ehf, dags. 29.08.2025 um uppsögn verksamnings um þjónustu trúnaðarlæknis
Tilkynningin var lögð fram. Þar kemur fram að verksamningi um þjónustu trúnaðarlæknis er sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara miðað við 1. september.

12.Bæjarhátíðin Tvær úr Tungunum

2508036

Erindi UMF. Biskupstungna, dags. 19.08.2025, þar sem félagið lýsir áhuga á að endurvekja bæjarhátíðna Tvær úr Tungunum sumarið 2026 og óskar eftir fjárstuðningi í því skyni.
Erindið var lagt fram. Þar er óskað eftir styrk til að halda hátíðina Tvær úr Tungunum sumarið 2026. Sveitarstjórn þakkar erindið og tekur vel í að styrkja verkefnið. Málinu er vísað inn í fjárhagsáætlunarvinnuna og oddvita og sveitarstjóra, ásamt menningarmálanefnd, er falið að funda með forsvarsmönnum.

13.Stefna og viðbragðsáætlun Bláskógabyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi

2508039

Tillaga að stefnu og viðbragðsáætlun Bláskógabyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi
Drög voru lögð fram. Afgreiðslu er frestað til næsta fundar.

14.Heimsókn fulltrúa Byggðastofnunar

2508038

Fulltrúar Byggðastofnunar koma inn á fund sveitarstjórnar
Heimsókn fulltrúa Byggðastofnunar verður 17. september n.k.

15.Rekstrarleyfisumsókn Einholt 1 F2348239

2508034

Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 29.07.2025, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna umsóknar LGK ehf um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-b stærra gistiheimili vegna Goldencirclecabins, Einholti 1.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið, með þeim fyrirvara að jákvæð umsögn berist frá byggingarfulltrúa.

16.Ársþing SASS 2025

2508033

Boð á ársþing SASS sem haldið verður 23. til 24. október nk. Skráning í milliþinganefndir.
Gögnin voru lögð fram til kynningar.

17.Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands 2024

2508037

Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrir árið 2024
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?