Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

394. fundur 17. september 2025 kl. 08:30 - 10:05 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2501025

309. fundur haldinn 10.09.2025, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 5 til 9.
-liður 5, Brúarhvammur L167071; Fjarlægð við á; Fyrirspurn ? 2509006
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Brúarhvamms L167071 í Bláskógabyggð. Samkvæmt deiliskipulagi fyrir svæðið er heimilt að byggja allt að 10 gistihús á byggingarreit 2. Í fyrirspurninni felst hvort heimilt sé að færa byggingarreit 2 nær ánni og þá hversu nálægt.
Sveitarstjórn Bláskógabyggð ahafnar erindinu í samræmi við 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerð 90/2013.
-liður 6, Tungubakki 1 L238041 og 2 L238042; Skilgreining lands; Deiliskipulag ? 2509002
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til Tungubakka 1 L238041 og Tungubakka 2 L238042 í Bláskógabyggð. Í deiliskipulaginu felst að byggingarreitir eru skilgreindir á hvorri lóð þar sem heimilt er að reisa íbúðarhús að hámarki 300 fm. Auk þess er heimilt að reisa bílskúr og gestahús ásamt skemmu/geymslu. Hámarksbyggingarmagn er 500 fm með íbúðarhúsi og hámarksmænishæð er 5,5m. Aðkoma að lóðunum er frá Einholtsvegi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 7, Höfðavegur 1 L236450; Aðkoma um Ferjuveg 7; Fyrirspurn ? 2508087
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Höfðavegar 1 L236450 og Ferjuvegar 7 L167394 í Bláskógabyggð. Fyrirhugað er að reisa smáhýsi við Höfðaveg 1. Í fyrirspurninni felst hvort heimilt sé að aðkeyrsla að Höfðavegi 1 verði í gegnum lóð að Ferjuvegi 7 og að bílastæði tengt smáhýsum verði einnig á lóð Ferjuvegar 7.
Afgreiðslu málsins frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við málsaðila.
-liður 8, Einiholt 1 L167081; Holt; Stofnun lóðar ? 2509001
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 10.07.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 40.015,5 fm landeign, Holt, úr landi Einiholts 1 L167081. Vegtenging er fyrirhuguð við Einholtsveg (358) sem liggur suðaustur af spildunni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggð gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðrar vegtengingar.
Jafnframt er óskað eftir því að merkjalýsingin sé uppfærð þannig að fyrirhuguð vegtenging við Einholtsveg sjáist.
-liður 9, Brekka L167067; Háabrekka; Stofnun lóðar ? 2509016
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 03.09.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 31.304,4 fm landeign, Háabrekka, úr landi Brekku L167067. Aðkoma að lóðinni er frá Laugarvatnsvegi (nr. 37) og þaðan um vegslóða um jörðina.
Sveitarstjórn Bláskógabyggð gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðrar vegtengingar.
Jafnframt er óskað eftir því að merkjalýsingin sé uppfærð þannig að fyrirhuguð vegtenging við Laugarvatnsveg sjáist.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.Fundargerð oddvitanefndar

2501020

11. fundur haldinn 04.09.2025, ásamt minnisblað. Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 1
-liður 1, Rekstrarform Laugaráshéraðs, kt. 620169-5879, oddvitanefnd leggur til við sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna að samþykkt verði að leggja niður stofnunina Laugaráshérað, kt. 620169-5879, og að eignarhluti stofnunarinnar í jörðinni verði færður til sveitarfélaganna. Jafnfram verði Steinunn Erla Kolbeinsdóttir, hdl., fengin til að vinna málið áfram með nefndinni og stefnt verði á að verkefninu verði lokið áramótin 2025-2026.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

3.Fundargerð umhverfisnefndar

2501004

6. fundur umhverfisnefndar, haldinn 17.07.2025
Sveitarstjórn vísar liðum 1 til 4 til framkvæmda- og veitunefndar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2501026

233. fundur haldinn 03.09.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

2501071

343. fundur haldinn 19.08.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

2501069

87. fundur haldinn 20.06.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2501068

983. fundur haldinn 29.08.2025
Fundergerðin var lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga bs

2501017

18. fundur haldinn 09.09.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Sala á Kistuholti 15, Reykholti

2509006

Tilboð í fasteignina Kistuholt 15, Reykholti
Lagt var fram tilboð í íbúðina Kistuholt 15, Reykholti, sem hefur verið auglýst til sölu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera gagntilboð.

10.Styrkumsókn Kvennaathvarfsins fyrir árið 2026

2509007

Beiðni Samtaka um kvennaathvarf, dags. 05.09.2025, um styrk til reksturs starfseminnar árið 2026.
Sótt er um styrk að fjárhæð kr. 200.000 til reksturs starfseminnar. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

11.Styrkbeiðni Stígamóta vegna ársins 2026

2509009

Beiðni Stígamóta, dags. 01.09.2025, um styrk til reksturs starfseminnar árið 2026.
Erindið var lagt fram. Þar er sótt um fjárstuðning og samstarf um rekstur Stígamóta. Einnig fylgir með ársskýrsla fyrir árið 2024.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.

12.Gatnagerð við Fljótsholt

2410025

Samningur um gatnagerð við Fljótsholt, Reykholti.
Lögð voru fram drög að samkomulagi við Gufuhlíð ehf um gatnagerð á skipulögðu íbúðasvæði í Fljótsholti. Samningurinn tekur til þess að landeigandi annist framkvæmdir og kostnað við gatnagerð, gangstéttar og götuljós, svo og frágang umhverfis innan svæðisins. Sveitarfélagið annast veitulagnir og eignast þá hluta landsins sem eru ætlaðir til almannaþarfa, svo sem götur og opin svæði, og byggingarlóðir við sölu byggingarréttar eða úthlutun lóðar og innheimtir lóðarleigu.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

13.Virkjun borholu í Reykholti RH 07

2501063

Tilboð í kaup á dæluhúsi
Lagðar voru fram upplýsingar um tilboð sem bárust í dæluhús fyrir Bláskógaveitu. Tilboðin hafa verið yfirfarin og er lagt til að tilboði BK hönnunar ehf að fjárhæð kr. 12.000.000 verði tekið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði BK hönnunar ehf. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

14.Lóðarumsókn Tungurimi 5, Reykholti

2509011

Umsókn Hallgríms Sverrissonar um lóðima Tungurima 5, Reykholti.
Lóðin Tungurimi 5 hefur verið auglýst laus til úthlutunar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úhluta lóðinni til Hallgríms Sverrissonar.

15.Aðstaða við hverinn á Laugarvatni

2204016

Erindi Fontana, dags. 21.08.2025 vegna aðstöðu til rúgbrauðsbaksturs.
Með bréfi dags. 6. apríl 2022, fóru Gufa ehf og Laugarvatn Fontana ehf þess á leit að lóð Fontana yrði stækkuð til þess að mögulegt væri að stýra aðgengi að hverasvæði við Laugarvatn sem nýtt hefur verið til brauðbaksturs og að ferðamenn færu í skipulagðar ferðir í því skyni. Starfshópur um deiliskipulag Laugarvatns fundaði um þetta atriði og aðrar beiðnir frá Fontana, svo sem um bílastæðamál, og vísaði þeim þætti sem sneri að stækkun lóðar fyrir brauðbakstur til sveitarstjórnar. Erindið var áréttað með bréfi Laugarvatns Fontana ehf, dags. 2. október 2023, þar sem óskað var eftir að leigja til framtíðar það landsvæði sem hefur verið nýtt til brauðferða til þess að auka upplifun gesta, bæta umgengni og tryggja um leið öryggi þeirra sem leið eiga um svæðið, en svæðið yrði enn sem fyrr til notkunar fyrir íbúa á svæðinu sem nýta hverina til baksturs. Tiltekið er í erindinu að borið hafi á sóðaskap og átroðningi ferðamanna í skipulögðum ferðum eða á eigin vegum, sem hafi vanið komur sínar á svæðið til þess að baka brauð eða elda matvæli í hverunum. Í erindi Gufu Laugarvatn Fontana ehf, dags. 6. desember 2023 var farið yfir það að ein af meginforsendum fyrir stækkun húsakynna Fontana við Laugarvatn væri að félagið sjái hag í því að halda áfram að bjóða gestum upp á ferðir að hverasvæðinu en í áformum félagsins er gert ráð fyrir að ný húsakynni verði að hluta til nýtt til að þjónusta þá gesti sem sækja slíkar ferðir. Umgengni um svæðið var lýst og tiltekið að grípa þurfi til aðgerða svo koma megi í veg fyrir varanlegar skemmdir á þessu einstaka svæði og slysahættu. Áréttað er að svæðið yrði enn sem fyrr til notkunar fyrir þá íbúa sem nýta hverasvæðið til baksturs. Á fundi sveitarstjórnar 20. desember 2023 var bókað að eftir skoðun á málinu og umræður sjái sveitarstjórn sér ekki fært að verða við erindinu. Fulltrúar sveitarfélagsins hafa fundað nokkrum sinnum með fulltrúum Fontana um erindi félagsins hvað varðar aðstöðu til brauðbaksturs og að auki hafa fulltrúar Fontana komið á sveitarstjórnarfundi og fylgt erindi sínu eftir. Á fundum hefur verið farið yfir þau sjónarmið sem gilda um auglýsingaskyldu þegar um úthlutun sveitarfélaga á hverskyns takmörkuðum gæðum er að ræða og örðugleika við að tryggja í reynd forgang að svæðinu, yrði samið um slíkt, þá hefur verið rætt um mikilvægi þess að íbúar á Laugarvatni geti haft hefðbundin afnot af svæðinu. Með bréfi Gufu - Laugarvatn Fontana ehf, dags. 21. ágúst 2025, var áréttaður vilji félagsins til að gera leigusamning við Bláskógabyggð um hverasvæðið og tilgreint að félagið sjái því ekkert til fyrirstöðu að sveitarfélagið gangi til samninga við félagið um leigu svæðisins. Félagið sé reiðubúið til að halda áfram uppbyggingu svæðisins og mæta þeim kröfum sem sveitarfélagið kunni að setja fyrir leigu þess, svo sem varðandi notkunarrétt íbúa svæðisins og eftir atvikum ferðamanna, annarra en þeirra sem eru hluti skipulagðra hópferða. Svæðið rúmi ekki þann fjölda ferðamanna sem þar safnist gjarnan fyrir og blandist skipulögðum ferðum á vegum félagsins. Hafi það í för með sér að upplifun gesta félagsins verði verri en ella, auk þess sem þessi mikla umferð um svæðið sé til þess fallin að spilla náttúrugæðum og valda slysum. Félagið hafi lagt vinnu og fjármagn í að markaðssetja hverasvæðið og það sé aðliggjandi lóð félagsins og mikilvægt að félagið geti haft um það að segja hvernig umferð ferðamanna um svæðið sé háttað, m.a. með hliðsjón af stækkunarmöguleikum og áframhaldandi vexti baðstaðarins til framtíðar.
Sveitarstjórn lítur jákvæðum augum á sjálfbæra notkun hverasvæðisins til brauðbaksturs og fagnar þeirri uppbyggingu sem Fontana stendur fyrir á Laugarvatni. Sveitarstjórn telur mikilvægt að íbúar á Laugarvatni geti haft hefðbundin afnot af svæðinu. Sveitarstjórn telur að ef til greina kæmi að úthluta einum aðila rétti til brauðbaksturs á hverasvæðinu í atvinnuskyni þá yrði það ekki gert nema að undangenginni auglýsingu þar sem skilmálar leigu yrði tilgreindir og skýrt afmarkað hvaða réttindi væri um að ræða, enda yrði sveitarfélagið að tryggja að þau réttindi væru til reiðu fyrir leigutaka, hver sem hann yrði. Sveitarstjórn telur að talsverðum vandkvæðum yrði bundið fyrir sveitarfélagið að tryggja það að ferðamenn, á vegum annarra aðila en Fontana, gætu ekki verið á svæðinu, enda kemur ekki til álita að girða það af eða afmarka með öðrum hætti og sveitarfélagið hyggst ekki setja upp neinskonar landvörslu á svæðinu. Sveitarstjórn ítrekar því þá afstöðu sína sem kom fram í bókun hinn 20. desember 2023, þess efnis að sveitarfélagið sjái sér ekki fært að verða við erindinu.

16.Stefna og viðbragðsáætlun Bláskógabyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi

2508039

Stefna og viðbragðsáætlun Bláskógabyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir áætluninni. Sveitarstjórn samþykkir áætlunina samhljóða.

17.Beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn

2509010

Beiðni Jóns Forna Snæbjörnssonar um lausn frá störfum í sveitarstjórn.
Lagt var fram erindi Jóns Forna Snæbjörnssonar, þar sem hann óskar eftir lausn frá aí sveitarstjórn. Jón fylgdi erindinu eftir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Jóni lausn frá störfum í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn þakkar Jóni fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

18.Heimsókn fulltrúa Byggðastofnunar

2508038

Fulltrúar Byggðastofnunar koma inn á fundinn
Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, og Sigríður Elín, forstöðumaður þróunarsviðs stofnunarinnar, komu inn á fundinn og kynntu starfsemi stofnunarinnar.
Lína Björg tryggvadóttir, byggðaþróunarfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

19.Úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs

2509013

Fyrirspurn Önnu Gretu Ólafsdóttur um stöðu úttektar á Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Lögð var fram fyrirspurn Önnu Gretu Ólafsdóttur um stöðu úttektar á Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Skýrsla vegna úttektar liggur ekki fyrir. Sveitarstjórn beinir því til stjórnar SVÁ að mikilvægt sé að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst.

20.Rekstrarleyfisumsókn Tjörn lóð 27 F2351008

2508004

Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 15.08.2025, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn í fl. II (H) Frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður frá Xavier Francis James Winton, fyrir hönd Leasemate ehf, kt. 640725-0360 á sumarbústaðalandinu Tjörn lóð 27 (F235 1008) í Bláskógabyggð. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis þar sem slík starfsemi samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags sveitarfélagsins.

21.Breyting á lögum um heilbrigðiseftirlit ofl

2509014

Tilkynning umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 05.09.2025, um áform um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks og aukinnar skilvirkni með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum.
Sveitarstjóra er falið að skila inn umsögn.

22.Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga 2024

2509008

Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga 2024
Skýrslan var lögð fram til kynningar.

23.Tjón á mannvirkjum á flóðasvæðum

2509012

Erindi Náttúruhamfaratryggingar, dags. 10.09.2025, varðandi tjón á nýjum mannvirkjum á þekktum flóðasvæðum.
Erindið var lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?