Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

395. fundur 01. október 2025 kl. 09:00 - 10:50 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Áslaug Alda Þórarinsdóttir Varamaður
    Aðalmaður: Anna Greta Ólafsdóttir
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2501025

310. fundur haldinn 24.09.2025, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 3 til 7.
-liður 3, Efri-Reykir L167080; Skilgreining byggingarreits 1. áfangi; Deiliskipulagsbreyting 2509048
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Efri-Reykja L167080 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að skilgreindur er nýr byggingarreitur fyrir gistiskála sunnan við byggingarreit hótels og baðlóns. Þessi breyting er fyrirhuguð sem 1. áfangi uppbyggingar á svæðinu.
Sveitarstjórn frestar málinu og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum sem sýna heildar umfang verkefnisins.
-liður 4, Litla-Fljót 3 L209360 og Litla-Fljót 4 L225223; Skilmálabreyting aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting 2509043
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Litla-Fljóts 3 og 4 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að byggingaheimildir á svæðinu eru rýmkaðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggð samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
-liður 5, Helludalur 1 og 2 land (L19342R); byggingarheimild; gróðurhús 2507014
Móttekin var umsókn þann 07.07.2025 um byggingarheimild fyrir 92,8 m2 gróðurhús á jörðinni Helludalur 1 og 2 land (L193422) í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggð samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
-liður 6, Helgastaðir 1 L167105; Helgastaðir 2 L167106; Helgastaðir 3 L167107; Staðfesting á landamerkjalínu milli jarðanna 2509044
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 11.09.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar staðfestingu á hnitsettri landamerkjalínu milli jarðanna Helgastaðir 1 L167105, Helgastaðir 2 L167106 og að hluta til Helgastaðir 3 L167107. Um er að ræða landamerkjalínur milli hnitpunkta 1-134 skv. meðfylgjandi merkjalýsingu. Jarðirnar eru að öðru leyti óhnitsettar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggð gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu á hnitsettri landamerkjalínu milli jarðanna Helgastaðir 1 L167105, Helgastaðir 2 L167106 og að hluta til Helgastaðir 3 L167107.
-liður 7, Laugarás; Stöðulmúli og Skógargata; Fjölgun lóða; Deiliskipulagsbreyting 2509055
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til íbúðarbyggðar milli Stöðulmúla og Skógargötu í Laugarási, Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að lóðum er fjölgað úr 4 í 8 ásamt því að gerð er grein fyrir aðkomu að lóðunum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.Fundargerðir framkvæmda- og veitunefndar

2501002

68. fundur haldinn 03.09.2025

69. fundur haldinn 26.09.2025, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2, 7 og 9.
Fundargerð 68. fundar var lögð fram til kynningar.
-liður 2 í fundargerð 69. fundar, 2503037, ljósleiðaravæðing Bláskógaveitu, framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í lagningu ljósleiðara í dæluhús Bláskógaveitu, dæluhús vatnsveitu og hreinsistöðvar fráveitu. Sveitarstjórn samþykkir að ráðist verði í tengingar í þau dæluhús þar sem auðvelt er um vik að koma við tengingum, verkefninu verði að öðru leyti vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
-liður 7 í fundargerð 69. fundar, 2412005, endurnýjun fráveitu á Laugarvatni, tillaga framkvæmda- og veitunefndar um að verkhluta verði bætt við 4. áfanga verksins. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 4.000.000 vegna verkefnisins. Handbært fé lækkar sem því nemur.
-liður 9 í fundargerð 69. fundar, 2509018, afsetning jarðefna í landi Vegatungu, sveitarstjóra er falið að ganga frá samningi við landeigendur.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerð skólanefndar

2501003

44. fundur haldinn 15.09.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar

2501005

Fundur haldinn 09.09.2025, afgreiða þarf sérstaklega 3. og 5. lið.
-liður 3, beiðni atvinnu- og ferðamálanefndar um að sveitarstjórn taki til umræðu hvernig er framtíðarsýnin er kemur að húsnæði og uppbyggingu í Laugarási. Spurt er hvort eitthvað regluverk sé í kringum skammtímaleigu á húsnæði og/eða hvort umræða um það sé á áætlun hjá sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn vísar til deiliskipulags fyrir Laugarás frá árinu 2023, sem unnið var í samráði við íbúa, þar kemur fram áætlun sveitarfélagsins um svæði fyrir íbúðar- og atvinnustarfsemi í Laugarási og framtíðarsýn fyrir þéttbýliskjarnann, þá er í aðalskipulagi sveitarfélagsins mörkuð stefna fyrir sveitarfélagið í heild til framtíðar, sem skapar farveg fyrir aðila sem sjá tækifæri í uppbyggingu. Tímasetning gatnagerðar og uppbyggingar innviða ræðst af eftirspurn eftir lóðum til uppbyggingar. Einnig bendir sveitarstjórn á atvinnustefnu uppsveita, sem samþykkt var 2023. Hvað varðar skammtímaleigu á húsnæði þá eru í aðalskipulagi Bláskógabyggðar reglur sem takmarka mjög rekstrarleyfisskylda starfsemi á íbúðar- og frístundasvæðum í sveitarfélaginu og veitir sveitarstjórn með vísan til þess neikvæðar umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir á hverju ári. Almennar lagareglur um heimagistingu, sem ekki er leyfisskyld, gilda í sveitarfélaginu, þ.e. þar sem heimilt er að leigja húsnæði í allt að 90 daga á ári, eða fyrir að hámarki 2 millj.kr.
-liður 5, beiðni atvinnu- og ferðamálanefndar um að sveitarstjórn taki til umræðu áform eigenda/aðila með Fontana og hvernig hagsmuna íbúa þorpsins sé gætt í þessum breytingum. Sveitarstjórn vísar til deiliskipulags fyrir lóð Fontana og kynningarfundar sem félagið hélt á Laugarvatni sl vor til að kynna stækkun og breytingar á baðstaðnum og húsakynnum, þar sem tekið var á móti ábendingum og gott samtal átti sér stað á milli íbúa og fulltrúa Fontana. Einnig vísar sveitarstjórn til afgreiðslu á 394. fundi á erindi Fontana um afnot af lóð við hverasvæði.
Fundargerðin var að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2501026

234. fundur haldinn 17.09.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

2501071

335. fundur haldinn 09.09.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

2501024

247. fundur haldinn 24.09.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga bs

2501016

214. fundur haldinn 23.09.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

2501015

626. fundur haldinn 06.09.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2501068

984. fundur haldinn 12.09.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs

2501013

87. fundur haldinn 08.09.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

12.Gangstétt og lýsing við Háholt og Torfholt

2509020

Erindi íbúa við Háholt og Torfholt, dags. 27.09.2025, varðandi gönguleiðir og lýsingu.
Erindið var lagt fram. Þar er vísað til þess að gangstéttar vanti í Háholt og Torfholt, svo og götulýsingu. Bent er á að samkvæmt deiliskipulagi eigi að vera merktar gangbrautir ásamt göngustígum. Sveitarstjórn þakkar fyrir ábendingarnar.
Í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins eru eldri götur þar sem vantar að ganga frá gangstéttum og setja gatnalýsingu. Áhersla hefur verið á það síðustu ár að ljúka frágangi gangstétta við eldri götur og bæta gönguleiðir, í áföngum, og hefur sveitarstjórn samþykkt áætlun sem gildir til ársins 2027 og er yfirfarin við fjárhagsáætlunargerð ár hvert. Gert er ráð fyrir að gangstéttir við Háholt verði malbikaðar á næsta ári. Á þessu ári var megináhersla lögð á að bæta gönguleiðir í kringum skóla- og íþróttamannvirki á Laugarvatni og í Reykholti og er nú m.a. að verða til betri tenging frá Hrísholti að Bláskógaskóla og þaðan að íþróttahúsi.
Á næstunni verða sett upp varúðarskilti til að auka öryggi gangandi vegfarenda.

13.Framkvæmdaleyfisumsókn, lagning strengja við Miðfell og Mjóanes

2509025

Umsókn RARIK, dags. 29.09.2025, um framkvæmdaleyfi vegna lagningar jarðstrengja við Miðfell og Mjóanes.
Umsóknin var lögð fram. Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna lagningar jarðstrengs við Miðfell og Mjóanes. Til stendur að fjarlægja loftlínu sem liggur frá sumarhúsasvæði við Miðfell að Mjóanesi og leggja í staðinn jarðstreng og auka þar með afhendingaröryggi raforku.
Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna verksins og felur skipulagsfulltrúa útgáfu þess.

14.Lóðir fyrir hesthús við Laugarvatn

2508017

Heiti á götum fyrir hesthús við Laugarvatn
Sveitarstjórn samþykkir að göturnar fái heitin Fálkamýri og Haukamýri.

15.Lóðarumsókn Herutún 7-9, Laugarvatni

2509027

Umsókn Anthony Karls Flores, dags. 23.09.2025, um lóðina Herutún 7-9, Laugarvatni.
Umsóknin var lögð fram. Lóðin hefur ekki verið auglýst laus til úthlutunar. Úthlutun lóðarinnar er því frestað.

16.Iðnaðarlóðir við Laugarvatn

2509032

Tillaga um að auglýst verði laus til úthlutunar iðnaðarlóðir við Laugarvatn, Kotstún 6 og 8.
Sveitarstjórn samþykkir að iðnaðarlóðir við Kotstún 6 og 8 verði auglýstar lausar til úthlutunar með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar vegna gatnagerðar.

17.Deiliskipulag við Fell

2502008

Bréf Þóru B. Hafsteinsdóttur, dags. 23.09.2025, þar sem gerð er athugasemd varðandi vatnsöflun og frárennslismál á fyrirhuguðu byggingarsvæði í Engjaholti við land Fells.
Bréfið var lagt fram. Þar er þess farið á leit að sveitarstjórn Bláskógabyggðar fari fram á það við Skipulagsstofnun að kallað verði eftir mati á áhrifum framkvæmdarinnar á umhverfið, og þá sérstaklega varðandi vatnsöflun á heitu og köldu vatni sem og frárennsli og öðrum þáttum.
Sveitarstjórn bendir á að lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 gilda um mat á umhverfisáhrifum og er þar í viðauka 1 tiltekið hvort framkvæmdir skuli háðar mati á umhverfisáhrifum eða hvort meta skuli það í hverju tilviku fyrir sig. Er þar fjallað um framkvæmdir vegna fráveitu og vatns- og orkuöflunar. Um málsmeðferð er fjallað í IV. kafla laganna og er það framkvæmdaraðili sem hlutast til um umhverfismat eða beinir matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar. Óheimilt er að gefa út leyfi til framkvæmdar, sem fellur undir lögin, fyrr en álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdar liggur fyrir. Ekki er komið að framkvæmdum á svæðinu og er því ekki runnið upp það tímamark að framkvæmdaraðili fari í vinnu við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar eða beini fyrirspurn um matsskyldu til Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn samþykkir að erindi Þóru verði tekið fyrir þegar farið verður yfir athugasemdir sem borist hafa vegna skipulagsins, þó svo að frestur til að gera athugasemdir sé liðinn.

18.Skipulag skólastarfs Bláskógaskóla 2025-2026

2507002

Tillaga um að deildarstjórar leikskóladeildar Bláskógaskóla á Laugarvatni verði tveir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deildarstjórar leikskóladeildar Bláskógaskóla verði tveir, en einn deildarstjóri hefur sinnt báðum deildum leikskólans í 80% starfshlutfalli. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

19.Nefndir og stjórnir Bláskógabyggðar 2022-2026

2205038

Kjör eins fulltrúa Bláskógabyggðar á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og eins varafulltrúa á aðalfund SASS.
Sveitarstjórn samþykkir að Stephanie Langridge verði fulltrúi á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og sem varafulltrúi á aðalfund SASS.

20.Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.

2205044

Erindi Byggðastofnunar, dags. 26.09.2025, varðandi boð um samráð vegna endurskoðunar byggðaáætlunar.
Lagt fram til kynningar.

21.Þingsályktunartillaga um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040, 85. mál.

2509022

Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 26.09.2025, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu.

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 10. október nk.
Lagt fram til kynningar.

22.Frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaráætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, 105. mál

2509023

Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 25.09.2025, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamál (stefnumörkun), 105. mál

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 9. október nk.
Lagt fram til kynningar.

23.Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár

2403011

Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 24.09.2025, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025-2029, 102. mál



Frestur til að senda inn umsögn er til og með 8. október nk.
Lagt fram til kynningar.

24.Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (endurskoðun sveitarstjórnarlaga).

2505027

Erindi innviðaráðuneytisins, dags. 23.09.2025, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 180/2025 - Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.

Umsagnarfrestur er til og með 13.10.2025.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra er falið að skila umsögn um frumvarpið.

25.Stefnumótun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

2509029

Erindi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, dags. 16.09.2025, þar sem fram kemur að stofnunin vinnur að mótun nýrrar stefnu sem mun gilda frá árinu 2026 til ársins 2030.

Sveitarfélögum á starfssvæði stofnunarinnar býðst að leggja fram ábendingar og hugmyndir sem nýtast við stefnumótunina.
Lagt fram til kynningar.

26.Breyting á lögum um heilbrigðiseftirlit ofl

2509014

Umsögn Bláskógabyggðar í máli nr, S-160/2025, breytingar á heilbrigðiseftirliti o.fl.
Umsögn Bláskógabyggðar var lögð fram til kynningar.

27.Rekstarleyfisumsókn Laugarás Lagoon 220 5539

2509037

Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 29.09.2025, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Laugarás Lagoon ehf, Holtagötu 1, Laugarási, vegna reksturs veitingastaðar í flokki II - A veitingahús.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfisumsóknina.

28.Forvarnardagurinn 2025

2509021

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.09.2026, þar sem tilkynnt er að þann 1. október 2025 verður Forvarnardagurinn haldinn í grunnskólum landsins.
Lagt fram til kynningar.

29.Úrskurður í kærumáli vegna Skógarbergs 1

2509024

Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 25.09.2025, í máli nr. 79/2025, þar sem kærð var synjun byggingarfulltrúa Bláskógabyggðar á umsókn um leyfi til að breyta samþykktum aðaluppdráttum vegna hluta hússins að Skógarbergi á lóð nr. 1 í Bláskógbyggð.
Úrskurðurinn var lagður fram. Þar kemur fram að niðurstaða kærunefndarinnar var sú að hafna kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúa um leyfi til að breyta samþykktum aðaluppdráttum vegna hluta hússins að Skógarbergi á lóð nr 1.

30.Jafnlaunavottun viðhaldsúttekt 2025

2509019

Skýrsla BSI, dags. 25.09.2025, vegna jafnlaunaúttektar. Skýrsla um rýni stjórnenda og fundargerð rýnifundar, dags. 23.09.2025.
Gögnin voru lögð fram til kynningar. Niðurstaða launagreiningar var sú að óútskýrður launamunur reyndist enginn, frávik voru 4% konum í vil og fylgni var 96,6%.

31.Ársreikningur og ársskýrsla Björgunvarsveitarinnar Ingunnar 2025

2509026

Ársreikningur og ársskýrsla Björgunarsveitarinnar Ingunnar 2025
Lagt fram til kynningar.

32.Öryggisbrestur hjá Wise

2412021

Tilkynning Persónuverndar, dags. 24.09.2025, um að Persónuvernd muni ekki aðhafast að sinni í fyrirliggjandi máli vegna tilkynningar Bláskógabyggðar frá í desember 2024 um öryggisbrest hjá Wise og að málinu sé lokað í málaskrá stofnunarinnar.
Tilkynningin var lögð fram til kynningar.

33.Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands 2025

2509028

Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, sem haldinn var 29. ágúst 2025, varðandi framkvæmdarleyfi til skógræktar.
Ályktunin var lögð fram til kynningar.

34.Vöktun Þingvallavatns, samstarf

2501067

Verkefna- og kostnaðaráætlun við vöktun efna og lífríkis í Þingvallavatni árið 2025, dags. 22.09.2025.
Áætlunin var lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við áætlunina, enda er hún í samræmi við samning aðila um vöktun Þingvallavatns.

35.Orlofshús í þéttbýli - rannsókn

2509030

Tilkynning Háskólans á Bifröst, dags. 12.09.2025, um birtingu greinar frá Rannsóknasetri í byggða- og sveitarstjórnarmálum í bókinni Rannsóknir í viðskiptafræði V. Hún bar titilinn: Orlofshús í þéttbýli. Höfundar voru Vífill Karlsson, Bjarki Þór Grönfeldt og Stefán Kalmansson.
Lagt fram til kynningar.

36.Aðalfundur Bergrisans bs 2025

2509031

Boð á aðalfund Bergrisans bs, sem haldinn verður 9. október 2025.
Lagt fram til kynningar.

37.Ársreikningur og ársskýrsla Félags eldri borgara Biskupstungum 2024

2509034

Ársreikningur og ársskýrsla Félags eldri borgara Biskupstungum 2024
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?