Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

396. fundur 15. október 2025 kl. 09:00 - 10:45 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Elías Bergmann Jóhannsson Varamaður
    Aðalmaður: Guðni Sighvatsson
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Stephanie E. M. Langridge Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2501025

311. fundur haldinn 08.10.2025, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 5 til 9.
-liður 5, Syðri-Reykir lóð L167456; Frístundasvæði; Deiliskipulag - 2509080
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundalóða innan frístundasvæðis F45 í landi Syðri-Reykja í Bláskógabyggð. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindar eru fimm lóðir og byggingarreitur á öllum lóðum nema einni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnar erindinu þar sem að það samræmist ekki stefnumörkun aðalskipulags Bláskógabyggðar er varðar stærðir lóða.



-liður 6, Vað 1 L208388; Sameina frístundalóðir og aukið byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting - 2509085
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Vaðs í landi Brúar í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að tvær frístundalóðir, Vað 1 L208388 og Vað 3 L208390, eru sameinaðar í eina og byggingamagn er aukið.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnar erindinu þar sem að það samræmist ekki stefnumörkun frístundabyggðar samkvæmt aðalskipulagi Bláskógabyggðar.



-liður 7, Varmagerði L167143; Skipting jarðar; Fyrirspurn - 2509075
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Varmagerðis L167143 í Bláskógabyggð. Í fyrirspurninni felst hvort heimilt sé að skipta lóðinni í tvennt þannig að hún fái tvö fastanúmer.
Sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu málsins.



-liður 8, Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Deiliskipulag - 2408104
Lögð er fram uppfærð tillaga deiliskipulags eftir auglýsingu og umfjöllun skipulagsnefndar, sem tekur til lands Fells L177478 (Engjaholt) sem er um 16,3 ha að stærð. Samkvæmt fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015 -2027, dagsett 23. ágúst 2024, eru um 13.9 ha svæðisins skilgreint sem verslun og þjónusta, merkt VÞ45 og um 2.4 ha sem frístundabyggð merkt F110. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að landinu verði skipt upp í fjórar lóðir. Á reit 1 er gert ráð fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu að stærðinni 25 fm-40 fm. Heildarbyggingarmagn lítilla gistihúsa til útleigu verður að hámarki 3.500 fm og í þeim geta verið allt að 200 gestir. Í tengslum við útleiguhúsin er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsum að hámarki 2.000 fm. Auk þess er á reitnum gert ráð fyrir heimild fyrir hóteli ásamt veitingarekstri og þjónustuhúsi. Heildarbyggingarmagn hótels og byggingum því tengdu eru 8.500 fm. Heildarbyggingarmagn á byggingarreitnum er að hámarki 14.000 fm. Á lóð merkt 6 er gert ráð fyrir 12 starfsmannabústöðum. Gert er ráð fyrir að húsin geti verið allt að 200 fm hvert. Heildarbyggingarmagn verður að hámarki 4.000 fm. Lóðir merktar 2 og 4 verði frístundalóðir. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim og uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum og athugasemdum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



-liður 9, Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting - 2404070
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Fells L177478. Um er að ræða alls um 16,3 ha sem tillagan tekur til. 11,3 ha svæði sunnan Biskupstungnabrautar sem verður skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði og 5 ha norðan Biskupstungnabrautar sem skiptist í 2,6 ha verslunar- og þjónustusvæði og 2,4 ha frístundasvæði. Innan breytingarinnar er gerð ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu hótels og bygginga því tengdu alls um 8.500 fm fyrir allt að 200 gesti. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu. Heildarbyggingarmagn slíkra húsa geti verið allt að 3.500 fm fyrir allt að 200 gesti. Í tengslum við útleiguhúsin er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsum að hámarki 2.000 fm. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir allt að 12 íbúðar-, útleigu- og starfsmannahúsum á svæðinu norðan Biskupstungnabrautar. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim og uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum og athugasemdum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin er að öðru leyti lögð fram til kynningar.

2.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

2501026

235. fundur haldinn 01.10.2025. Liður 20 er sérstakt mál á dagskrá þessa fundar, sjá lið nr. 29
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga bs

2501017

19. fundur haldinn 25.09.2029
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

2501024

248. fundur haldinn 01.10.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

2501071

336. fundur haldinn 26.09.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga bs

2501018

Fundur haldinn 29.09.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

2501011

Fundur haldinn 24.09.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8.Gjaldskrá gatnagerðargjalda

2510001

Tillaga að breyttri gjaldskrá gatnagerðargjalda, fyrri umræða
Samþykkt var að vísa tillögunni til síðari umræðu.

9.Reglur leikskóla Bláskógabyggðar

2311003

Reglur leikskóla Bláskógabyggðar
Reglurnar hafa verið teknar fyrir af skólanefnd og lagt til við sveitarstjórn að þær verði samþykktar. Sveitarstjórn staðfestir reglurnar.

10.Sala á Kistuholti 15, Reykholti

2509006

Kaupsamningur um eignina Kistuholt 15, Reykholti.
Kaupsamningur um fasteignina Kistuholt 15, Reykholti, fastanúmer 220 5471, var lagður fram. Sveitarstjórn staðfestir samninginn samhljóða, þar á meðal heimild til handa kaupendum til að veðsetja fasteignina fyrir láni frá Landsbanka Íslands að fjárhæð kr. 43.775.000, og felur Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, kt. 251070-3189, að undirrita hann.

11.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2510005

Beiðni, dags. 10.10.2025, um að barn með lögheimili utan Bláskógabyggðar fái að stunda nám við Reykholtsskóla skólaárið 2025-2026.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða. Um greiðslur fari skv. viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga, auk þess sem samið verði um aðrar greiðslur.

12.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2510009

Beiðni, dags. 08.10.2026, um að nemandi með lögheimili í Bláskógabyggð fái að stunda nám í öðru sveitarfélagi skólaárið 2025-2026.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

13.Samningur um trúnaðarlæknaþjónustu

2510006

Tilboð Vinnuverndar ehf, dags. 03.09.2025, í þjónustu trúnaðarlæknis.
Tilboðið var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboðinu.

14.Byggingarframkvæmdir á Hverabraut 14, Laugarvatni

2405029

Beiðni DB10 ehf, dags. 06.10.2025, um frest til að hefja byggingarframkvæmdir á lóðinni að Hverabraut 14, Laugarvatni.
Oddvita og sveitarstjóra er falið að ræða við lóðarhafa.

15.Byggingarframkvæmdir á Hverabraut 4, Laugarvatni

2405028

Beiðni DB10 ehf, dags. 06.10.2025, um frest til að hefja byggingarframkvæmdir á lóðinni Hverabraut 4 á Laugarvatni.
Oddvita og sveitarstjóra er falið að ræða við lóðarhafa.

16.Færsluhirðing

2510012

Tilboð í færsluhirðingu hjá Bláskógabyggð.
Tilboð í færsluhirðingu voru lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði Landsbanka Íslands (Verifone).

17.50 ára afmæli kvennafrídagsins

2510013

Erindi Kvenréttindafélags Íslands, dags. 06.10.2025 vegna 50 ára afmælis Kvennafrídagsins 1975.
Erindið var lagt fram.

18.Styrkumsókn Mímis, nemendafélags ML vegna söngkeppni

2510020

Beiðni Mímis, nemendafélags ML, dags. 29.09.2025, um styrk vegna söngkeppninnar Blítt og létt.
Styrkbeiðnin var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja félagið sem nemur húsaleigu íþróttahússins á Laugarvatni.

19.Ráðning byggðaþróunarfulltrúa 2025

2508026

Ráðning byggðaþróunarfulltrúa 2025-2027
Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að Rakel Theodórsdóttir hefði verið ráðin í stöðu byggðaþróunarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu. Sveitarstjórn býður Rakel velkomna til starfa.

20.Málstefna Bláskógabyggðar

2510022

Málstefna Bláskógabyggðar
Málstefna fyrir Bláskógabyggð var lögð fram. Málstefna er unnin á grundvelli 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr 138/2011 og í samræmi við lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011.
Sveitarstjórn samþykkir málstefnuna samhljóða.

21.Lóðarumsókn Brekkuholt 9, Reykholti

2510023

Umsókn SB19 ehf um lóðina Brekkuholt 9, Reykholti.
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og tvær umsóknir borist, sjá 22. lið á dagskrá fundarins. Dregið var á milli umsækjenda og kom lóðin í hlut Norðanmanna ehf.

22.Lóðarumsókn Brekkuholt 9, Reykholti

2510024

Umsókn Norðanmanna ehf um lóðina Brekkuholt 9, Reykholti
Sjá afgreiðslu undir 21. lið.

23.Farsældarráð á Suðurlandi

2510025

Erindi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 12.10.2025, þar sem kynnt er stofnun svæðisbundins farsældarráðs fyrir Suðurland.
Lögð var fram samstarfsyfirlýsing um svæðisbundinn samráðsvettvang, farsældarráð. Sveitarstjórn samþykkir samstarfsyfirlýsinguna samhljóða fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita hana.

24.Brennustæði á Laugarvatni

2510026

Tillaga Björgunarsveitarinnar Ingunnar, dags. 12.10.2025, um staðsetningu á nýju brennustæði og aðstöðu fyrir flugeldasýningar.
Erindið var lagt fram. Þar er gerð tillaga að því að brennustæði fyrir áramótabrennur verði staðsett neðan við Traustatún og þess óskað að sveitarfélagið sjái um að keyra möl á svæðið til að nota sem undirlag.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu um staðsetningu brennustæðis og að malarlag verði sett þar sem brennan verður.

25.Lántökur 2025

2501038

Tillaga um heimild til lánveitinga milli A- og B-hluta.
Sveitarstjórn samþykkir að þar sem ekki hefur verið ráðist í lántökur í samræmi við fjárhagsáætlun láni A-hluti sveitarsjóðs Bláskógaveitu fjármuni vegna fjárfestinga veitunnar á árinu. Lántökur eru áætlaðar síðar á árinu 2025.

26.Fjárhagsáætlun 2026 og 2027-2029

2510002

Forsendur fjárhagsáætlunar 2026, til umræðu
Björgvin Guðmundsson, fjármálastjóri, kom inn á fundinn og fór yfir undirbúning fjárhagsáætlunarvinnu og helstu forsendur.

27.Leyfi frá sveitarstjórnarstörfum

2510027

Beiðni Guðna Sighvatssonar um leyfi frá sveitarstjórnarstörfum til áramóta 2025-2026.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða beiðni Guðna Sighvatssonar um leyfi frá störfum innan sveitarstjórnar út árið 2025.

28.Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps

2510008

Beiðni af Skipulagsgáttinni, dags. 09.10.2025, um umsögn um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps (hjólastígar).
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn fagnar framtakinu og gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

29.Rekstarleyfisumsókn Hrísbraut 4 (L218847)

2510019

Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18.09.2025 þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) Frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður frá Hildi S. Pétursdóttur, á sumarbústaðalandinu Hrísbraut 4a (F234 5960) í Bláskógabyggð.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis að Hrísbraut 4a þar sem slík starfsemi samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags sveitarfélagsins.

30.Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (endurskoðun sveitarstjórnarlaga).

2505027

Umsögn Bláskógabyggðar um frumvarp til sveitarstjórnarlaga
Umsögn Bláskógabyggðar var lögð fram.

31.Biðtími eftir NPA þjónustu

2510007

Erindi Öryrkjabandalags Íslands, dags. 09.10.2025, þar sem fjallað er um biðtíma eftir NPA þjónustu.
Erindið var lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

32.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2025

2510010

Boð á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, sem haldinn verður 24.10.2025
Fundarboðið var lagt fram til kynningar.

33.Staðgreiðsluáætlun 2026

2510011

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 06.10.2025, þar sem kynnt er staðgreiðsluáætlun ársins 2026.
Lagt fram til kynningar.

34.Almannavarnaráðstefna 2026

2510014

Erindi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, dags. 06.10.2025, þar sem kynnt er ráðstefna almannavarnadeildarinnar sem haldin verður 16.10.2025
Lagt fram til kynningar.

35.Ársreikningur UMFL 2024

2510015

Ársreikningur UMFL vegna ársins 2024
Lagt fram til kynningar.

36.Niðurfelling Brúsastaðavegar 3835-01 af vegaskrá

2510016

Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 03.10.2025, um fyrirhugaða niðurfellingu Brúsastaðavegar af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.

37.Niðurfelling Rauðskógarvegar 3638-01 af vegaskrá

2510017

Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. um fyrirhugaða niðurfellingu Rauðskógarvegar af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.

38.Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2025

2510018

Erindi Innviðaráðuneytisins, dags. 02.10.2025, vegna minningardags um fórnarlömb umferðarslysa.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?