Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

397. fundur 05. nóvember 2025 kl. 09:00 - 12:00 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Áslaug Alda Þórarinsdóttir Varamaður
    Aðalmaður: Guðni Sighvatsson
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Stephanie E. M. Langridge Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2501025

312. fundur haldinn 22.10.2025, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 8.
-liður 3, Heiðarbær lóð (L170256); byggingarheimild; sumarhús - viðbygging - 2507044
Móttekin var umsókn þann 10.07.2025 um 25,3 fm viðbyggingu við sumarhús á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð L170256 í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 153,4 fm. Grenndarkynningu er lokið. Athugasemd barst.
Á grundvelli framlagðra athugasemda sem bárust frá Framkvæmdasýslu Ríkisins samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að umsókn um byggingarheimild verði synjað í framlagðri mynd.



-liður 4, Eyvindartunga (L167632); byggingarheimild; gestahús - 2510014
Stephanie Langridge vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Móttekin var umsókn þann 07.10.2025 um byggingarheimild fyrir 43 fm gestahúsi á jörðinni Eyvindartunga L167632 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki verði gerð krafa um grenndarkynningu vegna málsins þar sem um svo óveruleg frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.



-liður 5, Miðhús L167415; Miðlunartankur; Deiliskipulagsbreyting - 2402067
Erindi sett að nýju fyrir fund. Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til deiliskipulags orlofshúsasvæðis VR í Miðhúsaskógi eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst ný staðsetning byggingarreitar fyrir miðlunartank. Athugasemdir bárust við kynningu breytingarinnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Afgreiðslu máls var frestað þann 24.4.2024.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að afgreiðslu skipulagsins er varðar miðlunartakinn verði synjað. Að mati sveitarstjórnar er ljóst að lóðarhafi aðliggjandi lóðar verður fyrir verulegri skerðingu á hagsmunum sínum er varðar miðlunartank sem er skilgreindur í framlagðri breytingu á deiliskipulagi.



-liður 6, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Stækkun á VÞ2, Valhallarstígur Nyrðri 8 úr F í VÞ, vatnsból á VB3; Breyting á aðalskipulagi - 2309040
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu, sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 innan Þingvalla. Í breytingunni felst m.a. breytt lega og stækkun VÞ2 vegna áætlana um nýjar þjónustumiðstöðvar innan svæðisins. Skilgreind eru ný vatnsból ásamt vatnsverndarsvæðum auk þess sem skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði með lóð Valhallarstígs Nyrðri 8. Umsagnir bárust við auglýsingu tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Tillagan var áður samþykkt í sveitarstjórn eftir auglýsingu þann 17.07.2025, en áður frestað hinn 18.11.2024. Þar sem meira en ár er liðið frá því að athugasemdafresti við tillöguna lauk er hún tekin fyrir að nýju.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Þingvalla verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.



-liður 7, Reykholt; Stækkun iðnaðarsvæði I24; Aðalskipulagsbreyting - 2503016
Lögð er fram, eftir auglýsingu, skipulagstillaga sem tekur til breytingar á aðalskipulagi innan þéttbýlisins í Reykholti. Í breyttu aðalskipulagi er iðnaðarsvæðið I24 stækkað yfir svæði fyrir jarðhitavinnslu og heimiluð nýting jarðhita, svæðið er afmarkað sem fláki á skipulagsuppdrætti í stað punkts. Íbúðarbyggð ÍB1 og opið svæði OP5 minnka samsvarandi. Stærð skipulagssvæðis er um 1,2 ha. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



-liður 8, Úthlíð 2 L167181; Afmörkun lóðar Vörðás 6; Deiliskipulagsbreyting - 2510044
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Úthlíðar 2 L167181 í Bláskógabyggð. Breytingin felst í afmörkun nýrrar 3.442,8 fm lóðar sem fær staðfangið Vörðás 6. Aðkoma að lóðinni er frá Laugarvatnsvegi (nr. 37) og þaðan um aðkomuveg sem liggur um frístundabyggðina.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar

2501002

70. fundur haldinn 20.10.2025, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1, 6 og 8.
-liður 1, 2503035 virkjun borholu á Laugarvatni, sveitarstjórn samþykkir að ráðist veðri í verðkönnun vegna hönnunar. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
-liður 6, 2510029 myndavélakerfi við mannvirki sveitarfélagsins, sveitarstjórn samþykkir að gert verði ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun næsta árs.
-liður 8, 2510030 Skólavegur viðhald, sveitarstjórn samþykkir að gert verði ráð fyrir verkefninu í viðauka við fjárhagsáætlun, sjá lið 45 á dagskrá fundarins.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerð skólanefndar

2501003

45. fundur haldinn 13.10.2025
Fundargerðin var lögð fram.

4.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2501068

987. fundur haldinn 21.10.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð Hagsmunafélags Laugaráss

2505058

Fundur haldinn 16.10.2025
Sveitarstjóra er falið að svara fyrirspurnum félagsins.

6.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs

2501013

88. fundur haldinn 06.10.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

2501071

337. fundur haldinn 07.10.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

2501026

236. fundur haldinn 15.10.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

2501011

Fundur haldinn 13.10.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2501068

986. fundur haldinn 10.10.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

2501015

627. fundur haldinn 26.09.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknsviðs uppsveita bs (UTU)

2501010

128. fundur haldinn 24.09.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

13.Aðalfundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings 2025

2510038

Aðalfundur haldinn 15.10.2025, ásamt skýrslu stjórnar
Fundargerðin var lögð fram til kynningar ásamt skýrslu stjórnar.

14.Aðalfundur Bergrisans bs 2025

2509031

Aðalfundur haldinn 09.10.2025, ásamt skýrslu stjórnar og fjárhagsáætlun
Fundargerðin var lögð fram til kynningar ásamt skýrslur stjórnar og fjárhagsáætlun.

15.Gjaldskrá gatnagerðargjalda

2510001

Gjaldskrá gatnagerðargjalda, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda (samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Bláskógabyggð).

16.Samningur við UMFB 2025-2027

2510032

Samningur Bláskógabyggðar og UMFB 2025-2027
Lagður var fram samstarfssamningur Bláskógabyggðar og UMFB fyrir árin 2025-2027. Samningurinn tekur til eflingar íþrótta- og æskulýðsstarfs í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

17.Samningur við UMFL 2025-2027

2510031

Samningur Bláskógabyggðar við UMFL 2025-2027
Lagður var fram samstarfssamningur Bláskógabyggðar og UMFL fyrir árin 2025-2027. Samningurinn tekur til eflingar íþrótta- og æskulýðsstarfs í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

18.Húsnæðisáætlun 2026

2510033

Húsnæðisáætlun fyrir árið 2026
Húsnæðisáætlun fyrir árið 2026 var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir húsnæðisáætlunina.

19.Tækifærisleyfi Eyvindartungu

2510035

Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 29.10.2025 um umsögn um tækifærisleyfisumsókn Eyvindartungu ehf vegna skóladansleiks ML í Eyvindartungu.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.

20.Rit um réttir á Íslandi

2510036

Beiðni Önnu Fjólu Gísladóttur og Gísla B. Björnssonar, dags. 29.10.2025, um fjárstuðning við útgáfu rits um réttir á Íslandi.
Erindið var lagt fram þar er óskað eftir fjárstuðningi og ábendingum um aðila sem geta aðstoðað við söfnun heimilda. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um 100.000 kr. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

21.Lýðræðisleg þátttaka innflytjenda

2510037

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.01.2025, þar sem kynnt er verkefni um lýðræðisþátttöku innflytjenda og sveitarfélögum boðin þátttaka.
Erindið var lagt fram. Þar er boðið upp á vinnustofur þar sem fram fer fræðsla um stjórnmál á Íslandi með áherslu á sveitarstjórnarmál og réttindi innflytjenda til að bjóða sig fram og kjósa. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna að því.

22.Stofnsamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs

2302026

Breytingar á stofnsamningi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, fyrri umræða
Sveitarstjórn samþykkir að vísa breytingunum til síðari umræðu.

23.Lóðarumsókn Herutún 1, Laugarvatni

2510039

Beiðni Helgu Kristínar Sæbjörnsdóttur og Bjarna D. Daníelssonar, dags. 27.10.2025, um að lóðin Herutún 1 verði tekin til úthlutunar.
Lóðin er ekki laus til úthlutnar og er ekki byggingarhæf. Sveitarstjórn vísar málinu til framkvæmda- og veitunefndar.

24.Umsókn um lóðir fyrir hleðslustöðvar

2511017

Umsókn Orku náttúrunnar ohf, dags. 22.10.2025, um lóðir fyrir hleðslustöðvar í Reykholti og á Laugarvatni.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur oddvita og sveitarstjóra að vinna málið áfram.

25.Íbúðin að Torfholt 6a

2511019

Tillaga um að íbúðin Torfholt 6a á Laugarvatni verði seld.
Sveitarstjórn samþykkir með sex atkvæðum að auglýsa íbúðina að Torfholti 6a til sölu. Stephanie Langridge greiddi atkvæði gegn tillögunni. Hún óskaði eftir að bókað yrði að hún vildi tryggja framboð af íbúðarhúsnæði fyrir tekjulága og að íbúðir verði ekki í reynd nýttar sem sumarhús.

26.Styrkumsókn vegna leikhúsferðar

2510040

Styrkumsókn Magneu Gunnarsdóttur, tónlistarkennara, vegna fyrirhugaðrar ferðar tónlistarnemenda á leikritið Línu Langsokk.
Erindið var lagt fram. Þar er óskað eftir styrk vegna leikhúsferðar tónlistarnemenda. Sveitarstjórn þakkar gott erindi, en sér sér ekki fært að verða við erindinu.

27.Tónleikar í Aratungu, styrkbeiðni

2510042

Erindi Maríu Sólar Ingólfsdóttur, dags. 20.10.2025, varðandi hugmynd að tónleikahaldi í Aratungu vorið 2026, beiðni um stuðning í formi ókeypis afnota af Aratungu.
Erindið var lagt fram. Þar kemur fram að frítt verði á tónleikana fyrir börn að 16 ára aldri. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

28.Heildarsamningur sveitarfélaga við STEF

2510041

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21.10.2025 varðandi afstöðu sveitarfélaga til þess að gerður verði heildarsamningur við STEF.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur jákvætt í að gerð verði drög að heildarsamningi við STEF, þ.e. rammasamningur um greiðslur leyfisgjalda fyrir leyfi til flutnings tónlistar hjá sveitarfélögum landsins og stofnunum þeirra.

29.Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Efstidalur 2)

2511001

Styrkumsókn Efstadalsfélagsins vegna veghalds í sumarhúsabyggð, sótt er um styrk vegna framkvæmdakostnaðar sem nemur 2.751.922 kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

30.Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Sandskeið)

2511002

Umsókn Félags sumarhúsaeigenda við Sandskeið um styrk vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmdakostnaðar sem nemur 1.412.452 kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

31.Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Miðhúsaskógur)

2511003

Umsókn VR um styrk vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmdakostnaðar sem nemur kr. 11.525.686.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

32.Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Eyjavegur Haukadal)

2511004

Styrkumsókn Eyjunnar, félags sumarhúsaeigenda, vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmdakostnaðar sem nemur kr. 5.786.993.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

33.Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Miðfell)

2511005

Styrkumsókn Frístundabyggðarinnar Bakkabúa vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmdakostnaðar sem nemur kr. 600.000 (áætlun).
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð allt að kr. 300.000 með vísan til b-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum, enda verði lagðir fram reikningar fyrir framkvæmdum. Ef framkvæmdir frestast til ársins 2026 er umsækjanda bent á að sækja um að nýju á næsta ári. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

34.Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Fell)

2511006

Styrkumsókn Fells, frístundabyggðar vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmdakostnaðar sem nemur kr. 3.540.940.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

35.Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Suðurbraut í Þingvallasveit)

2511007

Styrkumsókn Félags sumarhúsaeigenda við Suðurbraut vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmdakostnaðar sem nemur kr. 973.488.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

36.Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Skálabrekka)

2511008

Styrkumsókn Sumarhúsafélagsins Skálabrekku vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmdakostnaðar sem nemur kr. 3.868.952.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

37.Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Stekkjarlundur)

2511009

Stykrumsókn Félags sumarbúsaðaeigenda Stekkjarlundi vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmdakostnaðar sem nemur kr. 2.272.136.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

38.Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Austurey 1)

2511010

Styrkumsókn Félags sumarhúsaeigenda í landi Austureyjar 1 vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmdakostnaðar sem nemur kr. 1.540.000.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

39.Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Holtsvherfi í landi Reykjavalla)

2511011

Styrkumsókn Félags sumarhúsaeigenda í Holtshverfi vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmdakostnaðar sem nemur kr. 2.110.000.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

40.Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Setberg í landi Grafar)

2511012

Styrkumsókn FF Setbergs, félags í frístundabyggð vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmdakostnaðar sem nemur kr. 461.976.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 230.988 með vísan til b-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

41.Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Brekka)

2511013

Styrkumsókn Félags sumarhúsaeigenda í landi Brekku vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmdakostnaðar sem nemur kr. 1.003.284.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

42.Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Stekkárreitir)

2511014

Styrkumsókn Stekkárreita, sumarbústaðafélags, vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmdakostnaðar sem nemur kr. 2.061.853.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

43.Útsvarshlutfall 2026

2511015

Tillaga um útsvarshlutfall fyrir árið 2026
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að útsvarshlutfall fyrir árið 2026 verði 14,97%.

44.Fjárhagsáætlun 2026 og 2027-2029

2510002

Fjárhagsáætlun 2026 og 2027-2029, fyrri umræða.
Björgvin Guðmundsson, fjármálastjóri, kom inn á fundinn og kynnti fyrstu drög að fjárhagsáætlun ársins 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu.

45.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025

2505037

Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
Lagður var fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2025. Björgvin Guðmundsson fjármálastjóri gerði grein fyrir efni viðaukans. áhrif á rekstrarniðurstöðu eru þau að rekstrarafgangur hækkar um 84,3 millj.kr og handbært fé lækkar um 53,7 millj.kr. Sveitarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

46.Prókúra fyrir Bláskógabyggð

2508027

Prókúra fyrir Bláskógabyggð
Sveitarstjórn samþykkir að veita Þorbjörgu Sigurvinsdóttur, kt. 240691-2729, gjaldkera, prókúru vegna bankareikninga sveitarfélagsins fyrir Bláskógabyggð, kt. 510602-4120, Bláskógaveitu, kt. 630580-0139, og Bláskógaljós ehf, kt. 430519-0340. Sveitarstjórn býður Þorbjörgu velkomna til starfa.

47.Fundir sveitarstjórnar

2511024

Fundartímar í nóvember og desember 2025
Sveitarstjórn samþykkir að halda aukafund fimmtudaginn 20. nóvember n.k. kl 13.
Reglulegur fundur 3. desember fellur niður og í staðinn verður fundur 10. desember kl 12.

48.Aðalskipulag Hrunamannahrepps

2510034

Beiðni Hrunamannahrepps um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi, Jaðar 1 L166785; Landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting - 2509047, nr. 1463/2025: Lýsing (Breyting á aðalskipulagi)

Kynningartími er frá 30.10.2025 til 21.11.2025.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

49.Skráning lögheimilis í frístundabyggð

2508015

Minnisblað um niðurstöður vinnustofu um skráningu lögheimilis í frístundabyggð.
Lagt var fram minnisblað með niðurstöðum frá vinnustofu sveitarfélaga með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldin var 18.09.2025.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir verulegum áhyggjum af þeirri þróun sem er að verða varðandi skráningu einstaklinga með „ótilgreint heimilisfang“, einkum í tengslum við búsetu í frístundahúsum sem ekki eru ætluð til fastrar búsetu.
Þróunin veldur óvissu í stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga, grefur undan jafnræði allra íbúa og lýðræðislegum ferlum og hefur áhrif á skipulagsvald sveitarfélaga.
Sveitarstjórn tekur heils hugar undir niðurstöður og aðgerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), sem hafa hvatt stjórnvöld til að endurskoða lög um lögheimili og aðsetur nr. 80/2018, með það að markmiði að:
-tryggja samræmi milli laga um lögheimili og skipulagslaga,
-koma í veg fyrir að skráningu „án tilgreinds heimilisfangs“ sé beitt til að sniðganga skipulagsákvæði,
-skýra ábyrgð og hlutverk Þjóðskrár Íslands í slíkum skráningum,
-og tryggja sveitarfélögum fullt forræði í skipulagsmálum, í samræmi við 78. gr. stjórnarskrár.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur dómsmálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og innviðaráðherra til að beita sér fyrir þessari endurskoðun í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

50.Almenningssamgöngur leiðakerfi í uppsveitum

2408021

Kynning Vegagerðarinnar á breytingum á leiðakerfi almenningssamgangna á Suðurlandi.
Kynningin var lögð fram.

51.Styrkumsókn vegna eflingar samstarfs og nýsköpunar í íslenskunámi

2510044

Umsókn Bláskógabyggðar um styrk til að efla samstarf og nýsköpun til íslenskunáms innflytjenda - málþráður, íslenska í skólasamfélaginu.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn fagnar framtakinu.

52.Könnunin Sveitarfélag ársins 2025

2503044

Niðurstöður könnunarinnar Sveitarfélag ársins 2025
Kynntar voru niðurstöður útnefningar á Sveitarfélögum ársins 2025. Bláskógabyggð varð þar í fyrsta sæti. Útnefningin er á grunni niðurstaðna viðhorfskönnunar félagsfólks 10 bæjarstarfsmannafélaga hjá sveitarfélögum á þeirra félagssvæðum og var könnunin gerð í samstarfi við Gallup. Veitt er viðurkenning fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga. Þetta er fjórða árið í röð sem slík könnun er gerð og hefur Bláskógabyggð fengið viðurkenningu á hverju ári. Sveitarstjórn þakkar starfsfólki fyrir þátttöku í könnuninni og óskar því til hamingju með viðurkenninguna.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?