Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

398. fundur 19. nóvember 2025 kl. 09:00 - 12:30 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Áslaug Alda Þórarinsdóttir Varamaður
    Aðalmaður: Guðni Sighvatsson
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Stephanie E. M. Langridge Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2501025

313. fundur haldinn 12.11.2025, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 5-9.
-liður 5, Efri-Reykir L167080; Skilgreining byggingarreits 1. áfangi; Deiliskipulagsbreyting 2509048
Lögð er fram á ný tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Efri-Reykja L167080 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að skilgreindur er nýr byggingarreitur fyrir gistiskála sunnan við byggingarreit hótels og baðlóns. Þessi breyting er fyrirhuguð sem 1. áfangi uppbyggingar á svæðinu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
-liður 6, Hverabraut 1B L239460; Lagning á háspennustrengjum; Framkvæmdarleyfi 2510061
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Hverabrautar 1B L239460 á Laugarvatni, Bláskógabyggð. Í framkvæmdinni felst lagning tveggja háspennustrengja frá háspennu-stofnstreng við Lindarbraut á Laugarvatni að nýrri rofastöð sem staðsett verður á Hverabraut 1B. Framkvæmdin er hluti af styrkingu og rekstraröryggisaukningu rafdreifikerfis svæðisins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falin útgáfa leyfisins.
-liður 7, Eikarlundur 3 (L170384); byggingarheimild; sumarhús og geymslu 2510048
Móttekin var umsókn þann 20.10.2025 um byggingarheimild fyrir 100 m2 sumarhúsi og 30 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Eikarlundur 3 (L170384) í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að grenndrakynna erindið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr skipulagslaga 123/2010 og ef ekki berast athugasemdir þá verði erindið samþykkt og vísað til byggingarfulltrúa.
-liður 8, Skálabrekka lóð L170779 og Skálabrekka D,d,d1 L1707086; Móakot, Fjörukot, Hálsakot og Hlíðarkot; Stofnun lóða 2510068
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 27.10.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Í merkjalýsingu kemur fram er um að ræða tvö upprunalönd, Skálabrekka lóð L170779 og Skálabrekka D,d,d1 L170786. Lóðin L170786 verður felld inn í L170779 en eftir sameininguna verður skipt út fjórum nýjum landeignum úr eftirstandandi lóð L170779. Eftir breytingu mun standa eftir hluti upprunalandsins L170779 ásamt fjórum nýjum fasteignum þ.e. Fjörukot, Hálsakot, Hlíðarkot og Móakot.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu málsins.
-liður 9, Syðri-Reykir lóð L167456; Frístundasvæði; Deiliskipulag 2509080
Lögð er fram á ný tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundalóða innan frístundasvæðis F45 í landi Syðri-Reykja í Bláskógabyggð. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindar eru fimm lóðir og byggingarreitur á öllum lóðum nema einni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

2501026

237. fundur haldinn 05.11.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

3.Ársþing SASS

2508033

Fundargerð ársþings SASS, 23. til 24. október, ásamt ályktunum ársþings.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar, ásamt ályktunum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir ályktanir ársþings.

4.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

2510010

Aðalfundur haldinn 24.10.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Aðalfundur Tónlistarskóla Árnesinga

2511040

Aðalfundur haldinn 14.10.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Aðalfundur Brunavarna Árnessýslu

2511039

Aðalfundur haldinn 14.10.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga bs

2501014

35. fundur, haustfundur, haldinn 14.10.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

2501071

338. fundur haldinn 22.10.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

2501024

249. fundur haldinn 04.11.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

2501015

629. fundur haldinn 22.10.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2501068

988. fundur haldinn 31.10.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Suðurlands

13.Verkefni byggðaþróunarfulltrúa

2511016

Rakel Theodórsdóttir, byggðaþróunarfulltrúi, kemur inn á fundinn kl 9:00.
Rakel kom inn á fundinn og kynnti sig og verkefni sem unnið er að á vettvangi byggðaþróunarfulltrúa.

14.Fjárhagsáætlun 2026 og 2027-2029

2510002

Fjárhagsáætlun leik- og grunnskóla, stjórnendur koma inn á fundinn.
Guðrún Rakel Svandísardóttir, skólastjóri, kom inn á fundinn kl 9:30. Farið var yfir fjárhagsáætlun Bláskógaskóla.
Lára Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri, kom inn á fundinn kl. 10:20. Farið var yfir fjárhagsáætlun Reykholtsskóla.
Lieselot M. Simoen, leikskólastjóri, kom inn á fundinn kl. 11:00. Farið var yfir fjárhagsáætlun leikskólans Álfaborgar og leikskóladeildar Bláskógaskóla.
Björgvin Guðmundsson, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

15.CanAM Iceland Hill Rally 2026

2510043

Erindi keppnisstjóra, dags. 16.10.2025, varðandi akstursleið.
Erindið var lagt fram. Þar er óskað eftir samþykki fyrir keppnisleið sem áætlað er að ekin verði 6. til 8. ágúst n.k. Sveitarstjórn samþykkir að boða til fundar með þeim aðilum sem að málinu koma.

16.Stofnsamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs

2302026

Breytingar á stofnsamningi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, síðari umræða
Sveitarstjórn staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.

17.Samþykktir Listasafns Árnesinga

2511044

Samþykktir Listasafns Árnesinga, fyrri umræða.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktunum til síðari umræðu.

18.Samþykktir Héraðsskjalasafns Árnesinga

2511043

Samþykktir Héraðsskjalasafns Árnesinga, fyrri umræða.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktunum til síðari umræðu.

19.Samþykktir Byggðasafns Árnesinga

2511041

Samþykktir Byggðasafns Árnesinga, fyrri umræða.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktunum til síðari umræðu.

20.Umsókn Sigurhæða um rekstrarstyrk

2511046

Umsókn Sigurhæða, dags. 12.11.2025, um rekstrarstyrk vegna ársins 2026.
Umsóknin var lögð fram. Sótt er um fjárframlag að fjárhæð kr. 730.169. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja Sigurhæðir um 500.000 kr vegna ársins 2026. Gert verður ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun.

21.Ærslabelgur á Laugarvatni

2511047

Beiðni Kvenfélags Laugdæla, dags. 11.11.2025, um samstarf um uppsetningu ærslabelgs á Laugarvatni.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn þakkar kvenfélaginu fyrir framtakið og fjárframlag til verkefnisins. Sveitarstjórn samþykkir að sami háttur verði hafður á og vegna ærslabelgs sem settur var upp í Reykholti, þ.e. að sveitarfélagið greiði jarðvinnu og að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáæltun næsta árs. Hvað staðsetningu varðar verður farið í samráðsferli.

22.Aðstaða Hestamannafélagsins Jökuls

2511052

Erindi Hestamannafélagsins Jökuls, dags. 12.11.2025, varðandi aðstöðu félagsins, auk beiðni um samtal um lóðir fyrir hesthús.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að funda með forsvarsmönnum Jökuls.

23.Málefni heilsugæslu

2511048

Erindi Bjarna Þorkelssonar, dags. 10.11.2025, um málsmeðferð við flutning heilsugæslu að Flúðum og nafngift heilsugæslunnar.
Erindi Bjarna var lagt fram. Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og vísar til bókunar sinnar á 363. fundi hinn 3. júlí 2024, þess efnis að sveitarstjórn Bláskógabyggðar taldi verulega ágalla hafa verið á ferlinu öllu. Eftirfarandi var bókað á 363. fundi: "Sveitarstjórn telur að eina leiðin til að byggja upp traust milli aðila og traust íbúa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að gera úttekt á ferlinu og því hvort faglega hafi verið staðið að málum. Sveitarstjórn beinir því til HSU og viðkomandi ráðuneyta að ráðist verði í slíka úttekt".
Fylgiskjöl:

24.Lóðarumsókn Kotstún 6 Laugarvatni

2511057

Umsókn Sigsgaard verktaka ehf um lóðina Kotstún 6, Laugarvatni.
Stefanía Hákonardóttir vék af fundi. Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og fimm umsóknir borist. Dregið var á milli umsækjenda og kom lóðin í hlut Sigsgaard ehf.

25.Lóðarumsókn Kotstún 6 Laugarvatni

2511050

Umsókn Melavíkur ehf um lóðina Kotstún 6, Laugarvatni.
Sjá afgreiðslu á 24. lið.
Fylgiskjöl:

26.Lóðarumsókn Kotstún 6 Laugarvatni

2511058

Umsókn Vélmennis ehf um lóðina Kotstún 6, Laugarvatni
Sjá afgreiðslu á 24. lið.

27.Lóðarumsókn Kotstún 6 Laugarvatni

2511056

Umsókn Véldurgs ehf um lóðina Kotstún 6, Laugarvatni
Sjá afgreiðslu á 24. lið.

28.Lóðarumsókn Kotstún 6 Laugarvatni

2511053

Umsókn Sveitadurgs ehf um lóðina Kotstún 6, Laugarvatni
Sjá afgreiðslu á 24. lið.

29.Lóðarumsókn Kotstún 8 Laugarvatni

2511051

Umsókn Melavíkur ehf um lóðina Kotstún 8, Laugarvatni.
Stefanía Hákonardóttir vék af fundi. Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og fimm umsóknir borist. Dregið var á milli umsækjenda og kom lóðin í hlut Sveitadurgs ehf.
Fylgiskjöl:

30.Lóðarumsókn Kotstún 8 Laugarvatni

2511059

Umsókn Vélmennis ehf um lóðina Kotstún 8, Laugarvatni
Sjá afgreiðslu á 29. lið.

31.Lóðarumsókn Kotstún 8 Laugarvatni

2511055

Umsókn Véldurgs ehf um lóðina Kotstún 8, Laugarvatni
Sjá afgreiðslu á 29. lið.

32.Lóðarumsókn Kotstún 8 Laugarvatni

2511054

Umsókn Sveitadurgs ehf um lóðina Kotstún 8, Laugarvatni
Sjá afgreiðslu á 29. lið.

33.Lóðarumsókn Kotstún 8 Laugarvatni

2511060

Umsókn Sigsgaard verktaka ehf um lóðina Kotstún 8, Laugarvatni.
Sjá afgreiðslu á 29. lið.

34.Aðalskipulag Hrunamannahrepps

2510034

Beiðni Hrunamannahrepps um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi, Jaðar 1 L166785; Landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting - 2509047, nr. 1463/2025: Lýsing (Breyting á aðalskipulagi)

Kynningartími er frá 30.10.2025 til 21.11.2025. Áður frestað á 397. fundi.
Með hliðsjón af því að Gullfoss er friðlýstur og vegna vinnu við verkefnið Vörður, merkisstaðir Íslands, telur Bláskógabyggð nauðsynlegt að fram fari víðtækt samráð við þá aðila sem koma að friðlýsingum og náttúruvernd og stefnumörkun fyrir áfangastaðinn Gullfoss.

35.Inneiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda, 175. mál

2511038

Erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 14.11.2025, þar sem óskað er umsagnar um 175. mál - Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda.



Frestur til að senda inn umsögn er til og með 28. nóvember nk.
Erindið var lagt fram.

36.Aðalskipulagsbreytingar Kjósarhrepps 2024

2406036

Erindi af Skipulagsgáttinni, beiðni um umsögn um aðalskipulag Kjósarhrepps.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til skipulagsnefndar.

37.Þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða 101. mál

2503012

Erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 13.11.2025, þar sem sent er til umsagnar 237. mál. Breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.



Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

38.Verndar og orkunýtingaráætlun og raforkulög, 229. mál.

2511045

Erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 13.11.2025, þar sem sent er til umsagnar 229. mál Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.



Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?