Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
1.Fundargerð skipulagsnefndar
2501025
316. fundur haldinn 19.12.2025, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2 til 5.
2.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
2501026
240. fundur haldinn 17.12.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
3.Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknsviðs uppsveita bs (UTU)
2501010
132. fundur haldinn 11.12.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs
2501013
90. fundur haldinn 01.12.2025, ásamt reglum Bergrisans um NPA
Fundargerðin var lögð fram til kynningar ásamt reglum um NPA.
5.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2501068
990. fundur haldinn 05.12.2025
991. fundur haldinn 12.12.2025
991. fundur haldinn 12.12.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
6.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
2501071
341. fundur haldinn 10.12.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
7.Gjaldskrá Aratungu og Bergholts 2026
2512020
Gjaldskrá Aratungu og Bergholts 2026
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána.
8.Reglur um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts
2512021
Reglur um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts
Sveitarstjórn staðfestir reglurnar.
9.Farsældarráð á Suðurlandi
2510025
Skipan fulltrúa í farsældarráð Suðurlands. Einn aðalfulltrúi og annar til vara.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Karl Hallgrímsson sem aðalmann í farsældarráð og Ragnheiði Hilmarsdóttur sem varamann.
10.Styrkbeiðni vegna Eldaskálans á Laugarvatni
2601012
Styrkbeiðni Lands og skógar, dags. 15.12.2025, vegna viðhalds Eldaskálans á Laugarvatni.
Styrkbeiðnin var lögð fram. Þar er óskað eftir styrk til að standa straum af áætluðum kostnaði eða hluta hans, þannig að hægt verði að ljúka endurbótunum á bálskýlinu á Laugarvatni með þeim gæðum sem nauðsynleg eru til þessa að skýlið þjóni þörfum notenda þess og tryggi endingu og meiri varanleika en hefur verið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um 500.000 kr. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. Áfram verði tryggt að skólar sveitarfélagsins geti nýtt aðstöðuna í skýlinu.
11.Nýsköpunarstefna fyrir Suðurland
2601014
Beiðni Háskólafélags Suðurlands, dags. 10.12.2025, um tilnefningu fulltrúa til þess að taka þátt í mótun nýsköpunarstefnu fyrir Suðurland.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Önnu Gretu Ólafsdóttur sem fulltrúa.
12.Hrísholt 3a, Laugarvatni, sala
2601015
Tillaga um að íbúðin að Hrísholti 3a verði seld.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að íbúðin að Hrísholti 3a, Laugarvatni, verði auglýst til sölu.
13.Hverabraut 16-18, Laugarvatni, sala
2306019
Drög að kaupsamningi vegna Hverabrautar 16-18.
Lagður er fram kaupsamningur milli Bláskógabyggðar og Lognfossa ehf vegna sölu á Hverabraut 16-18, Laugarvatni, F250-3154, samningurinn er í samræmi við áður samþykkt kauptilboð aðila. Kaupverð er kr. 215.000.000. Afhending eignarinnar fer fram 05.01.2026. Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, kt. 251070-3189, að undirrita samninginn.
14.Rekstrarleyfisumsókn Græntóftagata 4 L178418
2512005
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 24.11.2025, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) Frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður frá Maríu K. Þrastardóttur á sumarbústaðalandinu Græntóftagata 4 (F234 6434) í Bláskógabyggð. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Áður frestað á 400. fundi.
Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis, enda samræmist það ekki stefnu aðalskipulags sveitarfélagsins.
15.Rekstrarleyfisumsókn fyrir Sandskeið G-gata 5 2209305
2601011
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 11.12.2025 fþar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður frá Söru Barðdal Þórisdóttur fyrir hönd Sjálfið ehf., kt. 630720 - 1170 á sumarbústaðalandinu Sandskeið G-gata 5 (F220 9305) í Bláskógabyggð.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis, enda samræmist það ekki skilmálum aðalskipulags.
16.Nýtingarleyfi fyrir borholu RH-07
2502031
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 02.01.2026, þar sem óskað er umsagnar um fyrirspurn um matsskyldu vegna nýtingar jarðhita í Reykholti (RH-07).
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að nýting á jarðhita úr borholu RH-07 í Reykholti, þar sem heildarmagn jarðhitavatns sem nýtt verður í Reykholti mun verða 60-65 L/s, sé ekki háð umhverfismati.
17.Bil milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla
2406035
Tilkynning Jafnréttisstofu, dags. 09.12.2025, um niðurstöður skýrslu um tímabilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar barna.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn vísar skýrslunni til kynningar í skólanefnd.
18.Niðurfelling Brúsastaðavegar 3835-01 af vegaskrá
2510016
Ákvörðun Vegagerðarinnar, dags. 30.12.2025, um niðurfellingu héraðsvegar.
Tilkynning um niðurfellingu Brúsastaðar í Þingvallasveit af vegaskrá var lögð fram. Sveitarstjórn beinir því til Vegagerðarinnar að fundin verði ásættanleg lausn hvað varðar heimreiðar að bæjum sem reglulega eru tepptar fyrir umferð af rútum og bílum sem lagt er á viðkomandi vegum vegna norðurljósaskoðunarferða. Óásættanlegt er umferð íbúa og viðbragðsaðila sé teppt vegna slíkrar nýtingar heimreiða.
19.Niðurfelling Skálholtsstaðarvegar 3540-01 af vegaskrá
2512008
Ákvörðun Vegagerðarinnar, dags. 29.12.2025, um niðurfellingu héraðsvegar.
Ákvörðunin var lögð fram til kynningar.
20.Niðurfelling Hlíðartúnsvegar 3646-01 af vegaskrá.
2512007
Ákvörðun Vegagerðarinnar, dags. 29.12.2025, um niðurfellingu héraðsvegar.
Ákvörðunin var lögð fram til kynningar.
21.Niðurfelling Heiðarvegar 2 3618-01 af vegaskrá
2512012
Ákvörðun Vegagerðarinnar, dags. 29.12.2025, um niðurfellingu héraðsvegar.
Ákvörðun var lögð fram til kynningar.
22.Niðurfelling Rauðskógarvegar 3638-01 af vegaskrá
2510017
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 23.12.2025, um að fallið sé frá niðurfellingu héraðsvegar.
Tilkynningin var lögð fram til kynningar.
23.Aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda vegna áhrifa loftslagsbreytinga
2601006
Boð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 22.12.2025, á málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum.
Lagt fram til kynningar.
24.Samfélagsleg áföll, velferð og vá
2601007
Boð Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 22.12.2025, á fund um verkefnið Velferð og vá, sem varðar hlutdeild félagsþjónustu sveitarfélaga í skipulagi almannavarna.
Lagt fram til kynningar.
25.Málþingi um stefnu í málefnum fatlaðs fólks til framtíðar.
2601008
Boð Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.12.2025, á málþing um stefnu í málefnum fatlaðs fólks til framtíðar.
Lagt fram til kynningar.
26.Viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélaga eftir stærð þeirra, metin í fjölda íbúa
2601009
Rannsókn um viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélaga eftir stærð þeirra, metin í fjölda íbúa, kynning dags. 18.12.2025, frá Háskólanum á Bifröst.
Lagt fram til kynningar.
27.Athugun Samkeppniseftirlitsins vegna útboða á sorphirðu
2601010
Erindi Samkeppniseftirlitsins, dags. 17.12.2025, varðandi framkvæmd sveitarfélaga á útboðum sorphirðu.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra er falið að svara erindinu.
28.Aukaaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands 2026
2601013
Boð á aukaaðalfund Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn verður 16.01.2026.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:55.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulag sem tekur til hluta frístundabyggðarinnar F21 Stórholt þ.e. lóðir við götuna Seljaland. Í deiliskipulaginu felst m.a. að skilmálar fyrir svæðið eru endurskoðaðir og breyttir til samræmis við stefnu í aðalskipulagi og það sem tíðkast í frístundabyggð í dag. Eldra deiliskipulag fellur úr gildi með gildistöku nýs deiliskipulags.
Sveitarstjórn fagnar því að verið sé að hnitsetja lóðir og vinna nýtt deiliskipulagi fyrir hluta frístundabyggðarinnar F21 Stórholt, þ.e. lóðir við götuna Seljaland sem unnið var 1992. Samkomulag liggur fyrir um lóðamörk í samræmi við eldra deiliskipulag og mannvirki og byggingareitir taka mið af eldra deiliskipulagi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur skipulagsfulltrúa að óska eftir undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, annars vegar gr. 5.3.2.5, lið d og hins vegar gr. 5.3.2.14, í samræmi við þá tillögu deiliskipulags sem fram er lögð.
Sveitarstjórn Bláskógarbyggðar samþykkir deiliskipulagið með fyrirvara um undanþágu frá skipulagsreglugerð og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggja fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
-liður 3. Neðra-Berg L235223; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting 2511052
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Neðra-Bergs L235223 í landi Bergsstaða Bláskógabyggð. Í breytingunni felst m.a. að heimilt verði að reisa frístundahús, aukahús allt að 40 m2 og geymslu allt að 15 m2 innan hvers byggingarreits. Hámarks nýtingarhlutfall lóðar er 0,03 og teljast allar þessar byggingar með í heildarbyggingarmagni lóðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um staðfestingu á fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu þess efnis. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
-liður 4. Spóastaðir L167168; Skurðir til aukningar á ræktunarlandi; Framkvæmdarleyfi 2512054
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Spóastaða L167168 í Bláskógabyggð. Óskað er eftir því að grafa skurði fyrir aukið ræktunarland á jörðinni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa útgáfu leyfisins.
-liður 5. Efri-Ártunga L237796; Breytt afmörkun Efri-Ártungu 2 og 4 og fjölgun lóða; Deiliskipulagsbreyting 2512045
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Ártungu í Bláskógabyggð. Breytingin nær til Ártungu 2, 4 og 6 ásamt Efri-Ártungu. Tilgangur deiliskipulagsbreytingarinnar er að breyta afmörkun Ártungu 2 L226435 og Ártungu 4 L193553, stofna þrjár nýjar lóðir úr landi Efri-Ártungu L237796 og bæta við hnitaskrá. Nýju lóðirnar úr Efri-Ártungu fá staðföngin Efri-Ártunga 1, 2 og 3. Aðkoma að lóðunum er um núverandi veg, Kristínarbraut. Heildarfjöldi lóða skipulagssvæðisins fer úr 3 í 6. Nýir byggingarreitir eru á Efri-Ártungu 1 og 2, með hámarks byggingarmagni 200 m á reit.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.