- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
þriðjudaginn 27. janúar 2004, kl 13:30
í Fjallasal Aratungu.
Mætt voru:
Sveinn A. Sæland oddviti, Margeir Ingólfsson, Drífa Kristjánsdóttir, Kjartan Lárusson, Snæbjörn Sigurðsson, Margrét Baldursdóttir, Sigurlaug Angantýsdóttir og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
- Upplýsingar frá Hagstofu um breytt lögheimili sveitarstjórnarmanns, Bjarna Þorkelssonar, sem hefur flutt úr sveitarfélaginu. Afhent kjörbréf fyrir 1. varamann Margréti Baldursdóttur sem aðalmanns í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Oddviti bauð Margréti velkomna til starfa.
- Fundargerðir byggðaráðs frá 6. og 20. janúar 2004. Kynntar og staðfestar.
- Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2004, síðari umræða. Bókun vegna fjárhagsáætlunar:Heildartekjur samstæðu Bláskógabyggðar þ.e. sveitarsjóðs og félaga á vegum sveitarfélagsins eru áætlaðar kr. 426.566.000.- Rekstrargjöld ásamt afskriftum eru kr. 383.437.000 - Til afborgunar langtímaskulda fara kr. 32.123.000.- Gert er ráð fyrir að fjárfestingar verði kr. 6.100.000. auk kr. 11.026.000.- til framkvæmda á vegum eignasjóðs. Þá er gert ráð fyrir endurfjármögnun óhagstæðra og styttri lána að fjárhæð kr. 43.000.000. Heildarskuldir sveitarfélagsins eru kr. 370.000.- á íbúa og hafa lækkað um tæplega kr. 100.000.- á tveimur árum eða 21%. Fjárhagsáætlunin ber með sér aðhald sem ætlunin er að sýna í rekstri á árinu 2004. Helstu áhersluatriði við gerð fjárhagsáætlunar er öflugt skólastarf. Til þess málaflokks er varið kr. 196.011.000.- en sveitarfélagið er með nemendur í tveimur grunnskólum, Ljósafossskóla, og Grunnskóla Bláskógabyggðar. Þá rekur sveitarfélagið Leikskólann Álfaborg, Reykholti og Leikskólann Lind á Laugarvatni. Í drögum að greinargerð sem fylgir fjárhagsáætlun eru tíunduð helstu markmið sveitarstjórnar og skýringar á fjárhagsáætlun. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir aukinni ábyrgð á stjórnendur sveitarfélagsins við forgangsröðun fjármuna sem þeim er úthlutað. Sveitarstjórn þakkar byggðaráði og sveitarstjóra fyrir ítarlega vinnu sem unnin hefur verið við gerð fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða og undirrituð.
- Þriggja ára fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2005-2007, fyrri umræða. Kynnt og vísað til síðari umræðu í mars.
- Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi kynnti skipulagsmál:
- a) Spennistöð við sumarhús í landi Snorrastaða.
Sveitarstjórn úrskurðar ekki um lögmæti framkvæmda sem eru ekki háðar byggingar-eða framkvæmdaleyfi. Á deiliskipulagsuppdráttum og allra síst þeim sem komnir eru til ára sinna er yfirleitt ekki staðsettar spennustöðvar en framkvæmdin á sér þá stoð í skipulagi að hún er staðsett í vegkanti og tillit tekið til aðkomu að nærliggjandi lóðum. Til að taka af allan vafa um það hvort umrædd framkvæmd heyri undir 27.grein skipulags-og byggingarlaga (framkvæmdaleyfi), eða 36.gr. og þá hvort hún megi ekki teljast til þeirra liða sem undanþegin eru byggingaleyfi skv. 1. mgr. felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að skjóta málinu fyrir sína hönd til úrskurðarnefndar skipulags-og byggingarmála og hún beðin um að skera úr um vafann.
- b) Deiliskipulag Úthlíð, sunnan og vestan sundlaugar, Kóngsvegur 12-24 og Birkistígur 1-2. Skipulagsfulltrúa heimilað að auglýsa skipulagið.
- c) Beiðni um kaup á ISV50 kortagrunn vegna skipulagsmála í sveitarfélaginu.Heildarverð kr. 210 þúsund fyrir Bláskógabyggð. Kynnt og samþykkt.
- d) Reykjavellir, aðalskipulagsbreyting. Samþykkt að heimila auglýsingu aðalskipulagsbreytingar. Landeigandi mun greiða fyrir auglýsinguna.
- e) Reykjavellir, Goðatún - deiliskipulag. Samþykkt með þeim fyrirvara að ef athugasemdir berast skal málið tekið fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar. Auglýsingu er lokið en athugasemdafrestur rennur út miðvikudaginn 28.janúar 2004.
- f) Skiptagjörð á landi Iðu 2, Biskupstungum. Samþykkt. Einnig samþykkt að sveitarfélagið afsali sé forkaupsrétti vegna landsvæðisins.
- Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar 34. gr.Breytingarnar felast í því að fræðslunefnd, atvinnu- og samgöngumálanefnd, æskulýðs- og menningarmálanefnd og veitustjórn verði þriggja manna í stað fimm áður. Skipuð er sameiginleg skipulagsnefnd fyrir uppsveitir Árnessýslu. Sveitarstjórn fer áfram með lokaákvörðun í skipulagsmálum. Þá falla út 16., 21. , 22., og 23. liður, 34. greinar. Bókasöfnum sveitarfélagsins og ábyrgð á fræðsluskyldu barna við Ljósafossskóla er vísað til fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
T- listinn gerir það að tillögu sinni að fjallskilanefnd Biskupstungna verði fækkað í þrjá nefndarmenn þar sem allar nefndir Bláskógabyggðar séu nú orðnar þriggja manna, enda er ekkert sem gerir fjallskilanefnd Biskupstungna frábrugðna öðrum undirnefndum sveitarstjórnar. Tillagan felld með 5 atkvæðum gegn tveim.
Eftir breytingar er 34. gr. eftirfarandi:
IV. KAFLI
Nefndir, ráð og stjórnir.
- gr.
Sveitarstjórn kýs fulltrúa í eftirtaldar nefndir, ráð, stjórnir og embætti:
- Til eins árs. Á fundi í júní ár hvert:
- Yfirkjörstjórn: Þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara. Kjörstjórn fer með alþingiskosningar skv. 10.gr. laga nr. 80/1987 um kosningar til Alþingis. Kjörstjórn fer jafnframt með kosningar til sveitarstjórnar samkv. 14. gr. laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórnar.
Undirkjörstjórnir: a: Fyrir þingvallasveit. Þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara.
b: Fyrir Laugardal. Þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara.
c: Fyrir Biskupstungur. Þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara.
- Oddvitakjör: Oddvita og varaoddvita skv. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
- Byggðarráð: Þrír sveitarstjórnarmenn sem aðalmenn og jafnmargir til vara skv.
- gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998
- Aðalfundur SASS: Þrír fulltrúar og þrír til vara.
- Til fjögurra ára. Á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum:
- Skoðunarmenn: Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
- Húsnæðisnefnd: Þrír aðalmenn og þrír til vara skv. 6. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál.
- Fræðslunefnd: Þrír aðalmenn og þrír til vara. Fræðslunefnd fer með málefni grunnskóla skv. 13. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla og leikskóla skv. 9. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994.
- Atvinnu- og
samgöngumálanefnd: Þrír aðalmenn og þrír til vara. Undir nefndina heyra atvinnu- samgöngu- og ferðamál. Auk þess að styrkja þær atvinnugreinar sem fyrir eru, er henni ætlað að stuðla að nýsköpun og fjölbreytni í atvinnu- og ferðamálum Bláskógabyggðar og vinna að bættum samöngum í sveitarfélaginu.
- Umhverfisnefnd: Þrír aðalmenn og þrír til vara. Auk þess að vinna að fegrun umhverfis, er nefndinni ætlað að vinna að náttúruvernd s.s. varðveislu náttúruminja og annarra menningarlegra verðmæta í Bláskógabyggð.
- Fjallskilanefnd: a: Þingvallasveitar. Þrír aðalmenn og þrír til vara.
b: Laugardals. Þrír aðalmenn og þrír til vara.
c: Biskupstungna. Fimm aðalmenn og fimm til vara.
Fjallskilanefnd fer með fjallskilamál skv. lögum um afréttamálefni nr. 6/1986 og fjallskilasamþykkt fyrir Árnessýslu nr. 472/1991.
- Rekstrarnefnd: Þrír fulltrúar og þrír til vara. Rekstrarnefnd hefur á hendi umsjón með rekstri og viðhaldi Aratungu og Íþróttamiðstöðvar Biskupstungna.
- Skipulagsnefnd: Sameiginleg skipulagsnefnd fyrir uppsveitir Árnessýslu. Einn fulltrúi og einn til vara. Sveitarstjórn fer með lokaákvörðun í skipulagsmálum.
- Forðagæslumenn: Forðagæslumenn kosnir samkvæmt lögum og reglugerðum um forðagæslu og eftirlit búfjár.
- Æskulýðs- og
menningarmálanefnd: Þrír aðalmenn og þrír til vara. Nefndinni er ætlað að fara með æskulýðs- og menningarmál. Skal nefndin starfa í nánum tengslum við hin frjálsu félög í sveitarfélaginu og stuðla þannig að samþættingu æskulýðs- tómstunda- og menningarstarfs meðal íbúa Bláskógabyggðar.
- Nefnd um samþykktir
fyrir Bláskógabyggð: Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin semur og endurskoðar reglulega samþykktir fyrir Bláskógabyggð og gerir tillögur að erindisbréfum fyrir nefndir, ráð og stjórnir á vegum sveitarfélagsins.
- Veitustjórn: Þrír aðalmenn og þrír til vara. Veitustjórn fer með stjórn þeirra veitna sem Bláskógabyggð rekur.
- Fulltrúa á: Aðalfund Samb. Ísl. Sveitarfélaga- einn fulltrúa og einn til vara.
- Fulltrúa í: Héraðsnefnd- einn fulltrúa og einn til vara.
- Fulltrúa í: Stjórn Landgræðslufélags Biskupstungna- einn fulltrúa og einn til vara.
- Fulltrúa í: Þjónustuhóp aldraðra - einn fulltrúa sbr 7. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra. Samkvæmt erindisbréfi félagsmálanefndar skal formaður nefndarinnar vera fulltrúi sveitarfélaganna, sem að henni standa, í þjónustuhópi aldraðra og fer nefndin að öðru leiti með málefni aldraðra.
- Fulltrúa í: Bygginganefnd - tvo fulltrúa og tvo til vara.
- Fulltrúa í: Félagsmálanefnd - einn fulltrúa og einn til vara.
- Fulltrúa í: Almannavarnarnefnd - einn fulltrúa og einn til vara.
Bygginga- skipulags og félagsmálanefndir eru samstarfsnefndir sveitarfélaga uppsveita Árnessýslu.
Síðari umræða. Samþykkt með 5 atkvæðum en tveir sátu hjá.
Bókun T-lista.
Það er sérkennilegt að á þessum tímamótum, þegar upplausn er í röðum Þ-listans og innanbúðarvandi virðist mikill, þá kýs Þ-listinn að breyta fjölda þeirra nefndarmanna sem skipa nefndir sveitarstjórnar. Svo virðist sem þessi gjörningur hafi átt að vera mótleikur meirihlutans við því, að valdahlutföll breyttust í sveitarstjórninni.
Nú er staðan enn breytt, þar sem Bjarni Þorkelsson hefur sagt skilið við samherja sína í Þ-listanum og flutt lögheimili sitt úr sveitarfélaginu.
T-listinn áréttar að nú hefur Þ-listinn breytt um stefnu í kosningum sínum til nefnda. T-listinn hvatti til þess, í byrjun kjörtímabilsins, að nefndir sveitarstjórnar yrðu þriggja manna, svo að virkni nefndanna yrði sem mest. Þ-listinn bókaði önnur sjónarmið en hefur nú tekið upp stefnu T-listans. T-listinn fagnar því, en undrast tímasetninguna.
- Kosning í nefndir. Endurkosið í nefndir í samræmi við breyttar samþykktir sveitarfélagsins. Eftirtaldir aðilar eru kjörnir:
- Veitustjórn
Knútur Ármann formaður
Tómas Tryggvason
Kjartan Lárusson
Varamenn
Snæbjörn Sigurðsson
Svavar Sveinsson
Theodór Vilmundarson
- Húsnæðisnefnd
Margrét Baldursdóttir formaður
Þórdís Pálmadóttir
Hilmar Ragnarsson
Varamenn
Snæbjörn Sigurðsson
Anna S. Björnsdóttir
Þorsteinn Þórarinsson
- Umhverfisnefnd
Sigurður St. Helgason formaður
Anna S. Björnsdóttir
Kristján Kristjánsson
Varamenn
Gunnar Þórisson
Jóhann B. Óskarsson
Halldór Kristjánsson
- Rekstrarnefnd Aratungu og Íþróttamiðstöðvar
Sveinn A. Sæland formaður
Margrét Baldursdóttir
Drífa Kristjánsdóttir
Varamenn
Sigurlaug Angantýsdóttir
Snæbjörn Sigurðsson
Hilmar Ragnarsson
Auk þeirra sitja í nefndinni fulltrúar Ungmenna- og Kvenfélags Biskupstungna sem valdir eru af viðkomandi félögum sem eru eigendur Aratungu að hluta.
- Nefnd um samþykktir fyrir Bláskógabyggð
Margrét Baldursdóttir formaður
Sveinn A. Sæland
Kjartan Lárusson
Varamenn
Margeir Ingólfsson
Sigurlaug Angantýsdóttir
Drífa Kristjánsdóttir
- Yfirkjörstjórn
Pétur Skarphéðinsson formaður
Hilmar Einarsson
Helgi Guðbjörnsson
Varamenn
Guðrún Sveinsdóttir
Böðvar Ingi Ingimundarson
Sveinbjörn Einarsson
- Undirkjörstjórnir fyrir:
- a) Þingvallasveit
Ragnar Jónsson formaður
Jóhann Jónsson
Steinunn Guðmundsdóttir
Varamenn
Gunnar Þórisson
Rósa Jónsdóttir
Guðrún S. Kristinsdóttir
- b) Laugardal
Árni Guðmundsson formaður
Halldóra Guðmundsdóttir
Elsa Pétursdóttir
Varamenn
Páll Pálmason
Helga Jónsdóttir
Margrét Þórarinsdóttir
- c) Biskupstungur
Gústaf Sæland formaður
Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir
Óskar Guðmundsson
Varamenn:
Elínborg Sigurðardóttir
Bjarni Kristinsson
Helgi Árnason
- Skoðunarmenn ársreikninga
Þorfinnur Þórarinsson
Elsa Pétursdóttir
Varamenn
Hreinn Ragnarsson
Sverrir Gunnarsson
- Fjallskilanefndir:
- a) Laugardals
Sigurður Jónsson formaður
Jón Þór Ragnarsson
Friðgeir Stefánsson
Varamenn.
Snæbjörn Þorkelsson
Jón Þormar Pálsson
Gróa Grímsdóttir.
- b) Biskupstungna
Eiríkur Jónsson formaður
Kjartan Sveinsson
Róbert Róbertsson
Magnús Kristinsson
Ólafur Einarsson
Varamenn:
Guðmundur Sigurðsson
Magnús Heimir Jóhannesson
Sigríður Jónsdóttir
Sigríður J. Guðmundsdóttir
Eyvindur Magnús Jónasson.
- c) Þingvallasveitar
Gunnar Þórisson formaður
Ragnar Jónsson
Halldór Kristjánsson
Jóhann Jónsson
Sveinbjörn Einarsson
Ólöf Björg Einarsdóttir
- Fræðslunefnd
Sigurlaug Angantýsdóttir formaður
Hjördís Ásgeirsdóttir
Erlingur Jóhannsson
Varamenn:
Aðalheiður Helgadóttir
Margeir Ingólfsson
Drífa Kristjánsdóttir.
Bókun T- lista: T-listinn lýsir undrun sinni á vantrausti því sem Þ-listinn sýnir Guðmundi Sæmundssyni, formanni fræðslunefndar með því að setja hann af sem formann nefndarinnar. Spurt er hvað valdi vantrausti á Guðmundi nú?
- Æskulýðs- og menningarmálanefnd.
Bjarni Daníel Daníelsson formaður
Guðný Rósa Magnúsdóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir
Varamenn:
Gunnar Þórisson
Geirþrúður Sighvatsdóttir
Helga Jónsdóttir
- Atvinnu- og samgöngunefnd.
Brynjar Sigurðsson formaður
Gunnar Þórisson
Sigríður Bragadóttir
Varamenn:
Sævar Bjarnhéðinsson
Sölvi Arnarson
Kristján Kristjánsson
Fulltrúar í nefndir og stjórnir:
Héraðsnefnd
Margeir Ingólfsson
Varamaður
Snæbjörn Sigurðsson
Bygginganefnd uppsveita
Jens Pétur Jóhannsson
Böðvar Ingi Ingimundarson
Varamenn
Tómas Tryggvason
Loftur S. Magnússon
T - listinn óskar eftir fulltrúa í byggingarnefnd. Því var hafnað.
Bókun T - lista: Á fundi sveitarstjórnar þann 16. desember s.l. gaf meirihlutinn loforð um að T-listinn fengi kjörinn fulltrúa í byggingarnefnd. Með kjöri sínu í dag er ekki staðið við þau orð.
Bókun Þ-lista: Þ- listinn hafnar því að á síðast fundi hafi T-listinn fengið loforð um fulltrúa í byggingarnefnd uppsveita. Eins og valdahlutföll voru á þeim fundi þá hafði þáverandi minnihluti rétt á einum fulltrúa en nú þegar að kosið er þá hafa valdahlutföll breyst á ný og þá Þ-listinn á áfram rétt á báðum fulltrúunum samkvæmt sveitarstjórnarlögum.
Félagsmálanefnd uppsveita
Hólmfríður Ingólfsdóttir
Varamaður
Fanney Gestsdóttir
Almannavarnarnefnd
Hilmar Einarsson
Varamaður
Magnús Skúlason
Á aðalfund Sambands íslenskra sveitarfélaga
Sveinn A. Sæland
Varamaður
Snæbjörn Sigurðsson
Stjórn Landgræðslufélags Biskupstungna
Margeir Ingólfsson
Varamaður
Sveinn A. Sæland
Bókun Þ-lista :
Þ- listinn vill benda á að þrátt fyrir tímabundna breytingu á valdahlutfalli í sveitarstjórn bar honum ekki skylda til að láta kjósa í nefndir sbr. sveitarstjórnarlög.
Þrátt fyrir þetta var meirihlutinn tilbúinn að endurkjósa í allar nefndir hjá sveitarfélaginu, að breyttum samþykktum sveitarfélagsins, þó vissulega hefði verið einfaldast að hafna þessari tillögu á grundvelli sveitarstjórnarlaganna. Það er rétt að þegar ákveðið var í upphafi hvernig skipað skildi í 15 nefndir í upphafi kjörtímabils var ákveðið að 5 þeirra yrðu fimm manna, allar aðrar yrðu þriggja manna. Rökin voru þau að í nýju víðfeðmu sveitarfélagi væri nauðsynlegt að raddir heyrðust sem víðast að í ákveðnum málaflokkum. Á þessum tæplega tveimur árum hefur það sýnt sig að þörfin fyrir þetta er ekki eins mikil og ætlað var. Nefndarfólk er upp til hópa tilbúið að hafa hagsmuni alls svæðisins að leiðarljósi og hefur haft býsna góða yfirsýn yfir sína málaflokka.
Í okkar huga er mikilvægast að nefndir séu einfaldar og skilvirkar og er það í fullu samræmi við stefnuskrá Þ-listans þar sem segir ?Stjórnsýslan verði einföld og nefndir eins skilvirkar og kostur er?.
- Tillaga T-lista: Sveitarstjórn samþykkir að vinna að heildarstefnumótun og framtíðarsýn um hvernig við viljum sjá sveitarfélagið þróast.
Greinargerð T - lista : Þessi tillaga er sett fram til að unnið verði að framtíðarsýn Bláskógabyggðar og mörkuð stefna til lengri tíma til að eyða allri óvissu um hvert sveitarfélagið stefni. Einkum er mikilvægt að hafa stefnu varðandi atvinnumál, ferðaþjónustu, fræðslumál, sameiningarmál og veitumál. Öll félög hafa einhverja stefnu til að vinna eftir og það er jafn nauðsynlegt fyrir Bláskógabyggð og önnur sveitafélög. Við getum annað hvort kosið þriggja manna nefnd eða vísað þessari tillögu til byggðarráðs.
Tillagan var felld með fimm atkvæðum gegn tveimur
Bókun Þ-lista: Þ-listinn vill benda á að mikil stefnumótunarvinna hefur nú þegar farið fram á vegum sveitarfélagsins og kemur þar fram ákveðin framtíðarsýn. Dæmi um þessa vinnu er aðalskipulag Laugardals- og Biskupstungnahrepps 2000-2012 auk þess sem verið er að vinna aðalskipulag fyrir Þingvallasveit. Í aðalskipulaginu kemur fram stefnumótun í mjög mörgum málaflokkum, sjá greinagerðir með aðalskipulaginu. Töluverð vinna hefur verið lögð í stefnumótun í ferðaþjónustu og hefur verið gefin út skýrslan ?Gæði og Gestrisni? sem er stefnumótun í ferðamálum í uppsveitum Árnessýslu 2004-2008. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri skilaði í nóvember 2002 skýrslu um fyrirkomulag skólamála í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi. Þó svo ekki hafi verið farið eftir tillögum nefndarinnar þá nýtist skýrslan mjög vel. Einnig er rétt að benda á skólanámskrá Grunnskóla Bláskógabyggðar en þar er komið inn á stefnu skólans. Síðan er rétt að minnast á greinagerð sem fylgir með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins en þar koma vel fram þau markmið og framtíðarsýn sem áætlunin byggir á. Að lokum er síðan rétt að benda á stefnuskrá Þ-listans ef eitthvað er óljóst eftir þessa upptalningu.
- Erindi frá Menntamálaráðuneytinu vegna leigu Hollvinasamtaka Gufubaðs- og smíðahúss að landsvæði og húsnæði að Laugarvatni. Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að svara því.
- Heimasíða Bláskógabyggðar. T-listinn leggur til að allar fundargerðir nefnda verði settar inn á heimasíðu Bláskógabyggðar. Samþykkt og sveitarstjóra falið að ræða við formenn nefnda.
- Merki sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að auglýst verði eftir hugmyndum um merki sveitarfélagsins. Verðlaunafé samþykkt kr. 50.000.- Sveitarstjóra falið að útbúa skilmála og auglýsingu. Fært sem breyting á fjárhagsáætlun.
- Tillaga um merkingar við innkomu í sveitarfélagið: T-listinn leggur til, að kynnt verði við allar innkomur í Bláskógabyggð, nafn sveitarfélagsins. Einnig verði gestir sveitarfélagsins og íbúar þess boðnir velkomnir. Jafnframt haldi eldri merkingar sér, en þeim verði breytt þannig að endirinn hreppur verði breytt í sveit eða dal þar sem það á við. Þannig verði ferðamenn minntir á að þeir eru t.d. í Þingvallasveit, Laugardal eða Biskupstungum og að sameiginlegt sveitarfélag þeirra heitir Bláskógabyggð. Samþykkt að fresta til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2005 vegna þeirrar umræðu sem nú er um frekari sameiningar sveitarfélaga.
- Héraðsskólahúsið á Laugarvatni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur menntamálaráðherra, frú Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur f.h. ríkisstjórnarinnar að tryggja Húsfriðunarnefnd fjármagn til viðhalds og endurnýjunar á húsnæði Héraðsskólans á Laugarvatni.
Greinargerð:
Héraðsskólahúsið var friðlýst á síðasta ári og er mikilvægt að hefja viðgerð á því. Vel færi á að þeirri viðgerð yrði lokið árið 2008, en þá eru liðin 80 ár frá stofnun Héraðsskólans. Talið er að viðgerðirnar verði kostnaðarsamar og því er mikilvægt að veita í þær fjármagni sem fyrst svo hægt verði að hefjast handa þar sem húsið liggur undir skemmdum. Sveitarstjórn lýsir yfir áhuga á því að koma að hugmyndavinnu að framtíðarnýtingu hússins.
- Kosning stjórnarmanns í Minningarsjóð Biskupstungna og einn til vara.
Lagt er til að Margrét Baldursdóttir verði aðalmaður og Sveinn A. Sæland til vara.
- Tjald-og hjólhýsasvæðið á Laugarvatni. Fyrirspurn frá T-lista.
Á fundi með íbúum Bláskógabyggðar þann 13. janúar s.l. kom fram í máli Snæbjörns Sigurðssonar að verið væri að vinna að málum Tjald-og hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni. Spurt er hvað hefur verið unnið í málinu og hvaða ákvarðanir liggi fyrir hjá meirihlutanum um leigu eða sölu á svæðinu? Fram kom í svari sveitarstjóra að samningi um Tjald - og hjólhýsasvæði hefur verið sagt upp og viðræður eru í gangi um breytt fyrirkomulag.
- Snjómokstur. Fyrirspurn frá T-lista.
Þrátt fyrir að fyrir liggi í sveitarstjórn að ekki skuli mokaður snjór nema þar sem skólabílar aka, þá var mokað að mörgum bæjum laugardaginn 17. og sunnudaginn 18. janúar 2004. Spurt er hvaða reglur gildi um snjómokstur.. Hver sér um snjómokstur þegar fram fara opinberar samkomur eins og kirkjusókn eða aðrar hefðbundnar samkomur?
Fram kom í svari oddvita að forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar sér um framkvæmd snjómoksturs og er meginregla að farið sé eftir samþykkt sveitarstjórnar um snjómokstur frá 1. október 2002. Það var ákvörðun oddvita að moka aukalega 17. janúar s.l.. Reynt er að koma til móts við óskir um snjómokstur við opinberar samkomur s.s. vegna kirkjusóknar.
- Lóðaúthlutun á Laugarvatni. Fyrirspurn frá T-lista. Er ekki nóg framboð á lóðum að Laugarvatni undir par eða raðhús? Fram kom í svari oddvita að verið er að vinna að skipulagsmálum varðandi parhúsalóðir á Laugarvatni. Eftirspurn eftir lóðum í sveitarfélaginu hefur verið umfram framboð.
- Lýsing á Gullfoss.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur í umhverfismálum við aðkomu að Gullfossi og frágangi göngustíga að fossinum. Öryggi vegfarenda hefur aukist til muna og er það gott þar sem ferðamanna-straumur að fossinum eykst stöðugt frá ári til árs.
Með lengingu ferðamannatímabilsins og þeirri staðreynd að ferðamenn sækja orðið Ísland ekki síður að vetri til en sumri er ljóst að þeir heimsækja áfram hefðbundna ferðamannastaði. Ferðfólk kemur orðið að Gullfossi á öllum árstímum og á öllum tímum dags. Í skammdeginu styttist sá tími verulega þar sem gestum gefst tækifæri til að njóta náttúruundursins. Þar sem hér er um stórfenglegt náttúrufyrirbæri að ræða er ástæða til að huga að því hvort ferðamenn nytu ásýndar fossins meir og lengur ef hann yrði flóðlýstur. Á umliðnum árum hafa sífellt komið fram fleiri hugmyndir um lýsingu á Gullfossi.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að lýsingin verði að jafnaði starfrækt 6 mánuði ársins eða frá 1. október fram til 1. apríl ár hvert og engin lýsing þess utan. Lýsingin yrði tengd skynjara þannig að ljós kvikni síðla dags/kvöld og sé aðeins fram að miðnætti. Mikilvægt er að ljóskastarar verði huldir svo ljósgjafinn sjáist ekki, heldur aðeins ljósgeislinn sem varpar birtu á fossinn og flúðir hans.
Það er ósk sveitarstjórnar Bláskógabyggðar að Umhverfisráðherra og stofnanir sem undir ráðuneyti umhverfismála heyra vinni að jákvæðri umfjöllun um þetta mál þannig að hægt verði að koma lýsingunni fyrir á árinu. Sveitarfélagið er reiðubúið að leita eftir fjármögnun verkefnisins hjá einkaaðilum. Þá mun sveitarfélagið í samvinnu við ráðuneytið og stofnanir þess ábyrgjast að sú aðgerð sem felst í að koma ljóskösturum fyrir mun ekki valda neinu sýnilegu umróti enda er ekki um varanlega breytingu á umhverfi að ræða og hægt að fjarlægja lýsinguna aftur ef svo ber undir.
Fundi slitið kl. 20:10