Sveitarstjórn - eldri fundargerðir

39. fundur 01. febrúar 2005 kl. 15:01 - 15:01
  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þriðjudaginn 1. febrúar 2005, kl. 13:30,
í Fjallasal, Aratungu.       Mætt voru: Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson, Snæbjörn Sigurðsson, Sigurlaug Angantýsdóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Kjartan Lárusson, Margrét Baldursdóttir og Ragnar Sær Ragnarsson sem ritaði fundargerð.    
  1. Þriggja ára fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2006 - 2008, síðari umræða.  Áætlunin var kynnt og staðfest.
  2. Atvinnuuppbygging í Bláskógabyggð.   Sveitarstjórn samþykkir að koma til móts uppbyggingu atvinnurekstrar á árinu 2005.  Samþykkt að gatnagerðar-gjöld verði lækkuð (tímabundin afsláttur)  til þeirra sem byggja nýtt húsnæði á iðnaðar - eða hesthúsasvæðum sveitarfélagsins.   Átakið verði  kynnt útávið sem vænlegur kostur til atvinnuuppbyggingar.  Ljóst er að fjölmargir hafa flutt/eða búa í sveitarfélaginu vegna samspils byggðar við ósnortna náttúru.  Til að koma til móts við þá aðila og aðra sem sýna uppbyggingu í sveitarfélaginu áhuga er samþykkt að lækka núverandi gjaldskrá um 50% til þeirra sem hefja framkvæmdir á árinu 2005 og ljúka þeim eigi síðar  en           1. desember 2006.
  3. Gjábakkavegur.  Lagt fram svar sveitarstjórnar vegna kæru þriggja aðila á úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar (365) Laugarvatn ? Þingvallasveit, Bláskógabyggð.   Kynnt.
  4. Lánasjóður sveitarfélaga.   Í samræmi við fjárhagsáætlun 2005 hefur verið leitað eftir tilboðum í lán fyrir sveitarfélagið á árinu 2005.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 40.000.000. ? með allt að 4.15% föstum vöxtum og verðtryggt til 15 ára.   Lánið mun hafa tryggingu í tekjum sveitarfélagsins vegna lántökunnar sbr. 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Lántakan er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun sveitarstjórnar 2005 og er vegna nýbyggingar skóla.  Samþykkt.
  1. Útboð vegna skólabygginga á Laugarvatni.  Bjóðendur og verðtilboð kynnt.  Samþykkt að byggingarnefnd gangi til samninga við lægstbjóðendur á grundvelli útboðsgagna.  
  2. Fundargerð skipulagsnefndar frá 27. janúar 2005.  Kynnt og staðfest.   
  3. Lindin Laugarvatni.   Rætt um sölu eignarinnar og stöðu þess máls.       Bókun T -lista.  Þann 1. júní samþykkti sveitarstjórn kauptilboð Ríkarðs Oddssonar í Lindina á Laugarvatni.  Baldur Öxdal átti forkaupsrétt að eigninni og ákvað að nýta sér hann.  Ekki hefur verið gengið frá kaupsamningi við Baldur þrátt fyrir samþykki sveitarstjórnar frá 1. júní 2004.  T-listinn skorar á meirihlutann að standa við eigin samþykktir svo komist verði hjá hugsanlegum skaðabótakröfum forkaupsréttarhafa
Bókun Þ-listans: Vegna fyrirvara í kauptilboði er málið til meðferðar hjá Ólafi Björnssyni lögmanni sveitarfélagsins. Beðið er eftir áliti hans.  
  1. Kaup á húsnæði KB-banka, Laugarvatni.  Sveitarfélagið hefur komist að samkomulagi við eigendur húsnæðis KB-banka á Laugarvatni um kaup á húsnæði bankans.  Ljóst er að veruleg þörf er á auknu húsrými fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúa á Laugarvatni en þar hafa skapast þrjú ný störf, öll á síðustu árum.  Þá er nauðsynlegt að tryggja áfram gott aðgengi að heilsugæsluþjónustu á Laugarvatni og eru kaupin m.a. gerð með þetta í huga.  Kaupverð er kr. 4.000.000.- og er það fjármagnað með hagstæðu láni frá KB- banka til 12 ára.  Lántakan bókast sem breyting á fjárhagsáætlun ársins 2005.
        Næsti fundur sveitarstjórnar verður miðvikudaginn 9. mars 2005, kl. 13:30.     Fundi slitið kl. 17:00
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?