Sveitarstjórn - eldri fundargerðir

170. fundur 09. apríl 2015 kl. 16:41 - 16:41
  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
þriðjudaginn 7. apríl 2015, kl. 15:00 í Aratungu     Mætt voru: Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.  
  1. Ráðning í tvær stöður skólastjóra hjá Bláskógabyggð.
  1.1.    Ráðning skólastjóra við grunnskólann í Reykholti. Staða skólastjóra við grunnskólann í Reykholti var auglýst laus til umsóknar í Fréttablaðinu, Dagskránni, Sunnlenska og á heimasíðu Bláskógabyggðar.  Umsóknarfrestur var til og með 27. mars 2015. Alls bárust 8 umsóknir um stöðu skólastjóra grunnskólans í Reykholti.  Vinnuhópur hefur yfirfarið innkomnar umsóknir og tekið tvo umsækjendur í viðtöl. Vinnuhópur gerir tillögu um að Kristín Hreinsdóttir verði ráðin sem skólastjóri grunnskólans í Reykholti. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu og felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi og senda bréf til annarra umsækjenda um ráðningu í stöðuna.   1.2.    Ráðning skólastjóra í samrekinn leik- og grunnskóla á Laugarvatni. Staða skólastjóra við samrekinn leik- og grunnskóla á Laugarvatni var auglýst laus til umsóknar í Fréttablaðinu, Dagskránni, Sunnlenska og á heimasíðu Bláskógabyggðar.  Umsóknarfrestur var til og með 27. mars 2015. Alls bárust 13 umsóknir um stöðu skólastjóra á Laugarvatni.  Vinnuhópur hefur yfirfarið innkomnar umsóknir og tekið þrjá umsækjendur í viðtöl. Vinnuhópur gerir tillögu um að Elfa Birkisdóttir verði ráðin sem skólastjóri samrekins leik- og grunnskóla á Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu og felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi og senda bréf til annarra umsækjenda um ráðningu í stöðuna.   Fundi slitið kl. 16:30.
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?