Sveitarstjórn - eldri fundargerðir

176. fundur 21. október 2015 kl. 15:06 - 15:06
 176. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn þriðjudaginn 20. október 2015, kl. 16:00 í Aratungu   Mætt voru: Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.  
  1. Málefni Íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti.
Til fundarins mættu Kristinn L. Aðalbjörnsson, sviðsstjóri, og Kristinn J. Gíslason, ráðgjafi, til að fara yfir hugmyndir um breytingar og lagfæringu á aðstöðu Íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti. Þar er sérstaklega litið til aðgengis- og öryggismála.   Fundarmenn fóru í vettvangsskoðun í Íþróttmiðstöðina í Reykholti og hittu þar starfsmenn til að ræða fyrirliggjandi hugmyndir. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að skipa vinnuhóp til að fara yfir framkomnar hugmyndir og skili tillögum til sveitarstjórnar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2016 - 2019.   Sveitarstjórn samþykkir að eftirtaldir aðilar skipi vinnuhópinn: Helgi Kjartansson Eyrún M. Stefánsdóttir Guðrún S. Magnúsdóttir Sviðsstjóri og sveitarstjóri starfa með vinnuhópnum og jafnframt er heimilt að kalla til ráðgjafa.  
  1. Kosning fulltrúa á aðalfund Bergrisans bs.
          Tillaga gerð um eftirtalda aðila sem aðal- og varamenn á aðalfundi Bergrisans bs: Aðalmenn: Helgi Kjartansson Valgerður Sævarsdóttir Eyrún M. Stefánsdóttir Varamenn: Bryndís Böðvarsdóttir Kolbeinn Sveinbjörnsson Guðrún S. Magnúsdóttir Tillagan samþykkt samhljóða.   Fundi slitið kl. 19:00.  
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?