Sveitarstjórn - eldri fundargerðir
188. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
fimmtudaginn 1. september 2016, kl. 17:00
í Aratungu
Mætt voru:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttur, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttir, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
Oddviti lagði til dagskrárbreytingu, að bætist við einn nýr dagskrárliður 9. Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir til staðfestingar:
- Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
- Endurskoðun Aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015 ? 2026:
- Staða húsnæðismála leikskólans Álfaborgar, ásamt bréfi frá Foreldrafélagi leikskólans Álfaborgar.
- Viðaukasamningur um landgræðslu í Tunguheiði.
- Beiðni um umsögn um þingmál 674; frumvarp til laga um Umhverfisstofnun.
- Lögreglusamþykkt. Umræða varð um lögreglusamþykkt fyrir Bláskógabyggð í ljósi mjög vaxandi áninga utan skipulagðra svæða fyrir tjöld, vagna, húsbíla eða annan sambærilegan búnað sem fólk gistir í. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar er sammála um að nauðsynlegt sé að koma þessum málum í betra horf. Heppilegast væri að sveitarfélög innan lögregluumdæmis Suðurlands myndu sameinast um að gera sameiginlega lögreglusamþykkt sem myndi bregðast við þessum vanda og færa í viðunandi horf. Samræmdar aðgerðir við upplýsingagjöf, stýringu og eftirfylgni sem eru vænlegastar til árangurs. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar er samþykk því að farið verði í þessa vinnu sem allra fyrst. Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram fyrir hönd Bláskógabyggðar.
- Erindi til kynningar:
- Stjórnunar- og verndaráætlun Gullfoss 2016 -2025.