| 1. |
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 1901038 |
|
105. afgreiðslufundur haldinn 4. september 2019. |
|
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
| 2. |
Fundargerð skipulagsnefndar - 1901037 |
|
183. fundur skipulagsnefndar haldinn 11. september 2019. Afgreiða þarf sérstaklega liði 3 til 6 í fundargerðinni. |
|
-liður 3, Brúarhvammur lóð 1 lnr. 167225 og lóð 2 lnr. 174434. Aukið byggingarmagn og stækkun byggingarreita. Deiliskipulagsbreyting - 1708021
Lögð fram að lokinni auglýsingu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagsbreyting sem nær til lóðanna Brúarhvamms 1 og 2 í Bláskógabyggð. Eigendum jarðarinnar Brúarhvamms L167071 var send hin breytta tillaga til kynningar. Tillagan var auglýst frá 22. maí til 3. júlí s.l. Athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Brúarhvamm 1 L167225 og 2 L174434. Fyrir liggur ný umsögn Vegagerðarinnar dags. 12.8.2019, þar sem Vegagerðin gerir ekki athugasemd við framlagða deiliskipulagsbreytingu og heimilar vegtengingu innan veghelgunarsvæðis Biskupstungnabrautar að lóðum 1 og 2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur ekki undir athugasemdir eigenda Brúarhvamms L167071, þar sem um minniháttar frávik er að ræða frá gildandi deiliskipulagi Brúarhvamms 1 og 2. Í gildandi deiliskipulagi er sameiginlegur aðkomuvegur að Brúarhvammi L167071, Brúarhvammi lóð 1 L167225 og Brúarhvammi lóð 2 L174434 og er það mat sveitarstjórnar að ný aðkoma af aðkomuvegi inn á Brúarhvamm lóð 2, L174434 sé í raun minni háttar breyting og hafi ekki afgerandi áhrif á Brúarhvamm L167071, enda sé aðkoma inn á Brúarhvamm lóð 1 L167225 einnig tekin í gegnum lóð Brúarhvamm lóð 2 L174434. Með afgreiðslu skipulagsnefndar er ekki tekin afstaða til einkaréttarlegs ágreinings um afmörkun lóðanna. Skipulagsfulltrúa er falið að senda tillöguna Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga.
-liður 4, Hrísbraut 2 L218845; Hrísbraut 2a og 2b; Drumboddsstaðir; Skipting lóða og skilmálabreyting; Fyrirspurn - 1909011.
Lögð er fram fyrirspurn Ragnheiðar Sveinsdóttur, dags. 1. september 2019, hvort leyft verði að skipta upp þegar deiliskipulagðri lóð Hrísbraut 2, L218845, á jörðinni Drumboddsstöðum í tvær jafnar lóðir. Upprunalegt deiliskipulag gerir ráð fyrir allt að þremur byggingareitum. Á hvorri lóðinni er gert ráð fyrir einum byggingareit 10m frá lóðamörkum og byggingarmagni allt að 250 m2. Fyrir er á lóðinni eldra hús.
Sveitarstjórn telur að forsenda fyrir skiptingu lóðar sé, að deiliskipulag fyrir svæðið í heild verði tekið til endurskoðunar og þar með talið breytingar og lagfæringar á skilmálum.
-liður 5, Kjarnholt 3 L167129; Ferðaþjónusta, frístundabyggð og íbúðir; Deiliskipulag - 1903026
Lögð er fram í kjölfar auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auglýst tillaga 24.júlí 2019 með athugasemdafrest til 4. sept. 2019, tillaga að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar auk gisti- og ferðaþjónustu. Um er að ræða 20 ha svæði á jörðinni Kjarnholtum í Bláskógabyggð. Gert er ráð fyrir tveimur lóðum undir þjónustu og gistihús, einni lóð undir íbúðarhús, 11 lóðum undir frístundabyggð og 14 lóðum undir smáhýsi. Athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna og mælist til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Varðandi athugasemdir sem bárust, þar sem kemur fram að núverandi útsýni skerðist, verði leyfðar byggingar í næsta nágrenni, þá er það mat sveitarstjórnar að ekki sé tilefni til að taka tillit til þeirra athugasemda þar sem skipulagið er sett upp á lögmætan hátt og eru réttilega byggingarreitir rúmir, en þó innan marka sem lög og reglugerðir ákvarða.
-liður 6, Heiðarbær lóð (L170204); Umsókn um byggingarleyfi, sumarhús - 1909019
Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 04.09.2019 er lögð fram umsókn Björns Kristjánssonar, dags. 01.09.2019, um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 128,3 m2 á sumarhúsalóðinni Heiðarbær lóð (L170204) í Bláskógabyggð. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir lóðina.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á Heiðarbæ L170201, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
| 3. |
Fundargerðir fjallskilanefndar Laugardals - 1909032 |
|
2. fundur fjallskilanefndar Laugardals haldinn 20. ágúst 2019, ásamt fjallskilaseðli. |
|
Sveitarstjórn tekur undir ályktun fjallskilanefndar þess efnis að Vegagerðin sjái til þess að girt verði með veginum neðan Laugarvatns frá Laugarvatni að Apá.
Sveitarstjórn vísar ályktun um gerð hestagerðis við Hlöðuvelli til Ferðafélags Íslands skv. samningi um eignina sem gerður var 2009. |
|
|
|
| 4. |
Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga og byggingarnefndar - 1903009 |
|
10. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 3. september 2019 og 4. fundur byggingarnefndar um Búðarstíg 22, haldinn 3. september 2019. |
|
Fundargerðirnar lagðar fram.
Sveitarstjórn þakkar Lindu Ásdísardóttur fyrir vel unnin störf fyrir Byggðasafnið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. |
|
|
|
| 5. |
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands - 1901018 |
|
248. fundur haldinn 4. september 2019 |
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
| 6. |
Verkfundir vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, 2. áfangi, innanhúsfrágangur og lóð. - 1810005 |
|
10. verkfundur haldinn 17.09.19 |
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
| 7. |
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 1902005 |
|
873. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 30. ágúst s.l. |
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
| 8. |
Fundargerðir stjórnar byggðasamlags UTU - 1902024 |
|
65., 66. og 67. fundur |
|
Fundargerðirnar lagðar fram. |
|
|
|
| 9. |
Fundargerðir oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu - 1904037 |
|
5. fundur haldinn 11. september 2019 |
|
-liður 1, sveitarstjórn samþykkir að veittur verði 500.000 kr styrkur til verkefnis um söguskilti í Laugarási.
-liður 2, sveitarstjórn samþykkir að unnið verði að sameiginlegri atvinnustefnu fyrir Uppsveitir Árnessýslu.
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
| 10. |
Ráðning persónuverndarfulltrúa - 1809018 |
|
Framlenging á samningi við Dattaca Labs ehf um þjónustu persónuverndarfulltrúa. |
|
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja samninginn út desember 2019. |
|
|
|
| 11. |
Styrkbeiðni fyrir umferðarfræðslu - 1909023 |
|
Styrkbeiðni Íþróttasambands lögreglumanna, dags. 12. september 2019, vegna umferðarfræðslu skólabarna. |
|
Sveitarstjórn samþykkir 10.000 kr styrk til verkefnisins. |
|
|
|
| 12. |
Samningur um loftmyndir fyrir svæði UTU - 1909029 |
|
Lagður var fram þjónustusamningur UTU vegna sveitarfélaganna sem standa að skipulagsfulltrúaembættinu við Loftmyndir ehf um viðhald á tölvutækum landfræðilegum gögnum. |
|
Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og þá kostnaðarskiptingu sem kveðið er á um í samningnum. |
|
|
|
| 13. |
Lausar byggingarlóðir í Bláskógabyggð 2019 - 1909022 |
|
Yfirlit yfir lausar lóðir í Bláskógabyggð í september 2019 |
|
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftirtaldar lóðir til umsóknar:
íbúðarlóðir:
Laugarás
Vesturbyggð 7 (einbýlishúsalóð)
Bæjarholt 4, 6, og 10 (einbýlishúsalóðir)
Austurbyggð 9 (einbýlishúsalóð)
Laugarvatn
Háholt 4, 6 og 8 (einbýlishúsalóðir)
Reykholt
Miðholt 7 (einbýlishúsalóð)
Bjarkarbraut 14 og 16 (einbýlishúsalóðir)
Iðnaðarlóðir:
Reykholt
Vegholt 1a, 3, 3a, 4, 5, 5a, 7 og 7a.
Laugarás
Laugarás 10, 12 og 14.
Laugarvatn
Lindarskógur 5b.
Verslunar- og þjónustulóðir:
Reykholt
Skólavegur 6, 8 og 10.
Hesthúsalóðir:
Reykholt
Logaholt 3, 5 og 6.
Garðyrkjulóðir
Laugarás
Ferjuvegur 3 og 5
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum 9. maí s.l. að út árið 2019 verði ákveðnar lóðir boðnar með 50% afslætti af gatnagerðargjöldum.
Hér er listi yfir þær lóðir sem eftir eru með 50% afslætti.
Laugarvatn
Háholt 4, 6 og 8
Reykholt
Bjarkarbraut 14 og 16
Miðholt 7
Laugarás
Vesturbyggð 7 |
|
|
|
| 14. |
Ársreikningur UTU 2018 - 1909030 |
|
Ársreikningur Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs fyrir árið 2018. |
|
Sveitarstjórn samþykkir ársreikninginn fyrir sitt leyti. |
|
|
|
| 15. |
Trúnaðarmál - 1809055 |
|
Trúnaðarmál |
|
Fært í trúnaðarbók. |
|
|
|
| 16. |
Fulltrúi N-lista í starfshóp um deiliskipulag Laugarvatns - 1909019 |
|
Beiðni Jóns Snæbjörnssonar, dags. 4. september 2019, um að N-listinn fái fulltrúa í starfshópi um gerð deiliskipulags á Laugarvatni. |
|
Sveitarstjórn hafnar erindinu og bendir á að haldnir verði íbúafundir á Laugarvatni vegna skipulagsvinnunnar, þar sem öllum sem áhuga hafa gefst kostur á að taka þátt í skipulagsvinnunni. |
|
|
|
| 17. |
Verklagsreglur um afslætti af aðgangseyri í sund og íþróttasal - 1905019 |
|
Viðbót við verklagsreglur sem samþykktar voru á 239. fundi sveitarstjórnar. |
|
Málið kynnt. |
|
|
|
| 18. |
Staða framkvæmda 2019 - 1906012 |
|
|
Gestir |
|
Bjarni D. Daníelsson. - 00:00 |
|
Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri, kom inn á fundinn og fór yfir stöðu helstu framkvæmda skv. fjárhagsáætlun 2019. |
|
|
|
| 19. |
Rekstarleyfisumsókn Austurbyggð 26 (F220 5568) - 1909021 |
|
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 26. júní 2019, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna Austurbyggðar 26, fnr. 220 5568 til sölu gistingar í flokki III, stærra gistiheimili. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir, en þar er ekki gerð athugasemd við að veitt verði leyfi í flokki III. |
|
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn varðandi útgáfu á rekstrarleyfi í flokki III, fyrir Austurbyggð 26, fnr. 220 5568. |
|
|
|
| 20. |
Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs við sameiningu sveitarfélaga - 1909020 |
|
Erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 4. september 2019, um drög að nýjum reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga sem hafa verið lögð fram til kynningar. Frestur til að skila inn umsögnum er til 7. október 2019. |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
| 21. |
Lög um þjóðlendur og afmörkun þeirra - 1909031 |
|
Tilkynning forsætisráðuneytisins um að drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðlendur og afmörkun eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998 sé til umsagnar. Umsagnarfrestur er til og með 26. september 2019. |
|
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skila umsögn um frumvarpsdrögin. |
|
|
|
| 22. |
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2019 - 1909025 |
|
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. september 2019, varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður 3. og 4. október n.k. |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
| 23. |
Málþing um framtíð tónlistarskólanna - 1909028 |
|
Boð á málþing á vegum Samtaka tónlistarskólastjóra um framtíð tónlistarskólanna sem haldið verður í Hörpu 27. september n.k. |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
| 24. |
Ársskýrsla Persónuverndar 2019 - 1909024 |
|
Ársskýrsla Persónuverndar 2019 |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|