Sveitarstjórn - eldri fundargerðir

283. fundur 04. júní 2021 kl. 10:17 - 10:17
283. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, fimmtudaginn 3. júní 2021, kl. 15:15. Fundinn sátu: Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir. Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. 1. Fundargerð skipulagsnefndar - 2101007 218. fundur skipulagsnefndar haldinn 26. maí 2021. Afgreiða þarf mál nr. 2 til 11. -liður 2, Lækjarhvammur 11 L167928; Viðbygging; Fyrirspurn - 2103105 Lagður er fram ítarlegri rökstuðningur umsækjanda vegna umsóknar um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við sumarhús að Lækjarhvammi 11. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar synjar umsókn um undanþágu vegna fjarlægðar frá Grafará. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að sótt verði um framkvæmdir innan lóðarinnar sem fara fjær Grafará miðað við núverandi staðsetningu húss. -liður 3, Stekkur 1 L168122 og 3 L221596; Stækkun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting - 2105068 Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi lóðar Stekkjar 1 og 3. Í breytingunni felst stækkun byggingarreita á lóðunum í samræmi við uppdrátt. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að skoða málið frekar gagnvart fjarlægð frá Stekká. -liður 4, Heiðarbær lóð L170211; Mön; Framkvæmdaleyfi - 2105022 Lögð er fram umsókn frá Erni Brynjólfssyni er varðar gerð jarðvegsmanar á lóð Heiðarbæjar L170211 á milli nágranna sbr. myndir og fylgiskjöl. Fyrirhugað aðflutt magn jarðefnis er allt að 60 rúmmetrar. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og felur skipulagsfulltrúa að annast útgáfu leyfisins. -liður 5, Brúarhvammur; Uppbygging hótels og gistihýsa; Umsagnarbeiðni - 2105024 Lögð er fram beiðni Skipulagsstofnunar vegna umsagnar er varðar hvort og á hvaða forsendum viðkomandi framkvæmd, sem tekur til uppbyggingar á hóteli og gistihýsum skuli háð mati á umhverfisáhrifnum. Í umsögn skal koma fram, eftir því sem við á, hvort Bláskógabyggð telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Auk þess skal koma fram innan umsagnarinnar, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila. Sveitarstjórn telur að innan fyrirspurnar um matsskyldu sé á fullnægjandi hátt gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Sveitarstjórn telur að uppbygging á grundvelli framlagðra gagna sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdir á grundvelli fyrirspurnar eru eftir atvikum háðar útgáfu bygginga- og/eða framkvæmdaleyfis af hálfu sveitarfélagsins. -liður 6, Syðri-Reykir 1 L167162; Syðri-Reykir 1A; Stofnun lóðar - 2105073 Lögð er fram umsókn Ingibjargar Sigurjónsdóttur, dags. 18. maí 2021, um stofnun lóðar úr jörðinni Syðri-Reykir 1 L167162. Um er að ræða 1.002,92 fm lóð utan um þegar byggt íbúðarhús. Óskað er eftir að lóðin fái staðfangið Syðri-Reykir 1A. Fyrir liggur samþykki eiganda Syðri-Reykjar 4 á hnitsettri afmörkun lóðarinnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar né heitið skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga og samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um uppfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa. -liður 7, Kvistabær L191706 (Lyngbraut 1); Stækkun byggingarreits og útfelling lóðar 3; Deiliskipulagsbreyting - 2105075 Lögð er fram umsókn frá Kvistbæ ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi í Reykholti. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og niðurfelling á lóð. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. -liður 8, Valhallars. Nyrðri 9 (L170805) umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - viðbygging - 2105050 Fyrir liggur umsókn Sigurðar Halldórssonar fyrir hönd Hallbjörns Karlssonar og Þorbjargar H. Vigfúsdóttur, móttekin 11.05.2021, um byggingarleyfi til að byggja við 29,9 m2 sumarbústað og setja niður hreinsimannvirki í stað rotþróar á sumarbústaðalandinu Valhallars. Nyrðri 9 L170805 í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 101,7 m2. Sveitarstjórn samþykkir að leitað verði umsagnar Þingvallanefndar fyrir afgreiðslu málsins. Afgreiðslu málsins frestað. -liður 9, Spennistöðvalóðir í Reykholti, Sólbraut 1A og Skólavegur 1 og 11; Deiliskipulagsbreyting - 2105078 Lögð er fram umsókn frá RARIK er varðar breytingu á deiliskipulagi að Reykholti. Í breytingunni felst skilgreining lóða fyrir spennistöðvar innan deiliskipulagsins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. -liður 10, Vílsenslundur L189550; Aukið byggingarmagn; Aukahús; Deiliskipulagsbreyting - 2103014 Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Vílsenslundar L189550 í Bláskógabyggð. í breytinguni felst lagfæring á lóðarmörkum í takt við þinglýst gögn og aukning á byggingarheimild vegna aukahúsa á lóð. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. -liður 11, Hverfisgata 2 (L186578); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - 2105009 Fyrir liggur umsókn Eiríks V. Pálssonar fyrir hönd Einars M. Sölvasonar og Hafdísar S. Árnadóttur, móttekin 04.05.2021, um byggingarleyfi til að byggja 106 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hverfisgata 2 L186578 í Bláskógabyggð. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Fundargerðin var að öðru leyti lögð fram til kynningar. 2. Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar - 2101004 18. fundur haldinn 27. maí 2021 -liður 1, sameiginleg vatnsveita sveitarfélaga, 1909062, sveitarstjórn samþykkir að vinna áfram að verkefninu með því sveitarfélagi eða sveitarfélögum sem hafa áhuga á samstarfi. -liður 2, gatnahönnun Traustatún og Kotstún, 2105023, sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Eflu í gatnahönnun Kotstúns og Traustatúns. Fundargerðin var staðfest. 3. Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings - 2101009 50. fundur haldinn 26 .maí 2021. Afgreiða þarf sérstaklega: Tillögu að reglum um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis ásamt greinargerð og erindisbréfi fyrir fagteymi/úthlutunarteymi (þrjú viðhengi) Tillögur að reglum um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur ásamt greinargerð og umsóknarblaði um þjónustuna (tvö viðhengi) -liður 3, tillaga að reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um félagslegt leiguhúsnæði ásamt greinargerð. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. -liðu 5, tillaga að reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur ásamt greinargerð. Sveitarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og að þær taki gildi 1. september n.k. -liður 6, drög að endurskoðuðum reglum um akstursþjónustu fatlaðra (áður ferðaþjónustu) ásamt tillögu að gjaldskrá. Lagt fran til kynningar. -liður 7, greinargerð og meðfylgjandi gögn sem send hafa verið Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn þakkar Ragnheiði Hergeirsdóttur fyrir vel unnin störf fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. 4. Fundargerð NOS (nefndar oddvita sveitarfélaga) - 2101010 Fundur haldinn 20. maí 2021 Fundargerðin var lögð fram til kynningar. 5. Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings - 2101009 49. fundur haldinn 18. maí 2021 Fundargerðin var lögð fram til kynningar. 6. Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU - 2101006 86. fundur haldinn 26. maí 2021. Afgreiða þarf sérstaklega gjaldskrá skipulagsfulltrúa. -liður 1, gjaldskrá skipulagsfulltrúa. Drög að gjaldskrá voru kynnt á síðasta sveitarstjórnarfundi. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum (KS, ÓBÞ og AS). 7. Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa - 2101008 143. afgreiðslufundur haldinn 19. maí 2021 Fundargerðin var lögð fram til kynningar. 8. Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga - 2101023 Vorfundur Héraðsnefndar Árnesinga haldinn 18. maí 2021. Afgreiða þarf sérstaklega 12. lið, húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga. -liður 12, húsnæði fyrir Héraðskjalasafn Árnesinga. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti kaup á húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga að Austurvegi 60-60b, Selfossi í samræmi við tilboð Akurhóla ehf. Árleg hlutdeild Bláskógabyggðar til 13 ára vegna afborgana af láni vegna kaupanna er kr. 2.240.600. Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar. 9. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2101025 898. fundur haldinn 28. maí 2021 Fundargerðin var lögð fram til kynningar. 10. Breytingar á jarðalögum - 2102007 Erindi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 28. maí 2021, vegna breyting á jarðalögum sem taka gildi 1. júlí 2021. Erindið var lagt fram til kynningar. 11. Staða verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags - 2104006 Tillaga um breytta starfslýsingu og starfshlutfall. Lögð var fram uppfærð starfslýsing með breyttum hlutfallstölum milli sveitarfélaganna Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, þar sem Grímsnes- og Grafningshreppur hefur ákveðið að taka ekki lengur þátt í samstarfinu. Sveitarstjórn samþykkir starfslýsinguna og breytta hlutfallsskiptingu, sem felur í sér að hlutdeild Bláskógabyggðar verður 37,5%. Sveitarstjóra er falið að auglýsa starfið laust til umsóknar að höfðu samráði við sveitarstjóra hinna sveitarfélaganna. 12. Lóðarumsókn Brekkuholt 11 - 2105028 Umsókn Selásbygginga ehf um lóðina Brekkuholt 11, Reykholti Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og barst ein umsókn. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Selásbygginga ehf. 13. Svæðisskipulag Suðurhálendis - 1909054 Erindi framkvæmdastjóra SASS, dags. 26. maí 2021, þar sem óskað er eftir að skipulagslýsing vegna svæðisskipulags Suðurhálendis verði tekin til afgreiðslu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur farið yfir lýsingu skipulagsáforma fyrir Svæðisskipulag Suðurhálendis 2020-2032 sem samþykkt var á fundi Svæðisskipulagsnefndar þann 25. maí sl. Sveitarstjórn Bláskogabyggðar samþykkir lýsinguna til kynningar í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grein 3.2.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. 14. Styrkbeiðni vegna 17. júní - 2105032 Styrkbeiðni 17. júní nefndar, dags. 25. maí 2021, óskað er eftir styrk vegna hátíðarhalda og fríum afnotum af Aratungu. Sveitarstjórn samþykkir að 17. júní nefnd hafi frí afnot af Aratungu vegna hátíðarhalda og að veittur verði styrkur til hátíðarhaldanna skv. fjárhagsáætlun. Kostnaður rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar. 15. Styrkbeiðni Kvenfélags Biskupstungna vegna leigu - 2105033 Styrkbeiðni, dags. 25. maí 2021, vegna leigu á Aratungu vegna funda og námskeiða Sveitarstjórn samþykkir að veita Kvenfélagið Biskupstungna frí afnot af húsnæðinu vegna þeirra viðburða sem tilgreindir eru í erindinu. Kostnaður rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar. 16. Styrkbeiðni UMFÍ vegna landsmótsblaðs - 2106003 Styrkbeiðni UMFÍ,dags. 1. júní 2021, vegna útgáfu landsmótsblaðs vegna landsmóts UMFÍ um verslunarmannahelgina 2021. Sveitarstjórn hafnar erindinu. 17. Beiðni um vilyrði fyrir lóð við Einbúa, Krikinn þjóðmenningarsetur - 1810008 Beiðni Þórarins T. Þórarinssonar, dags. 31. maí 2021, um framlengingu á vilyrði um lóðina Einbúa til eins árs. Sveitarstjórn samþykkir að framlengja gildistíma vilyrðis til eins árs. 18. Þjónustusamningur um persónuvernd - 2106005 Samningur við Héraðsskjalasafn Árnesinga um þjónustu vegna persónuverndarmála. Lagður var fram samningur við Héraðsskjalasafn Árnesinga um þjónustu vegna persónuverndarmála, þ.m.t. vegna persónuverndarfulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir samninginn. 19. Landgræðsluáætlun 2021-2031 - 2105015 Landgræðsluáætlun - áður á dagskrá 282. fundar Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, oddvita, Guðrúnu S. Magnúsdóttur og Axel Sæland, sveitarstjórnarmönnum, að gera umsögn um áætlunina. 20. Lagning ljósleiðara að Fellsenda og Stíflisdal - 2106008 Tillaga um lagningu ljósleiðara að Fellsenda og Stíflisdal í Þingvallasveit Lögð var fram samantekt verkefnastjóra um lagningu ljósleiðara að Stíflisdal og Fellsenda, dags í júní 2022. Sveitarstjórn samþykkir að ráðast í lagningu ljósleiðara að Fellsenda og Stíflisdal. Sveitarstjóra er falið að gera ráð fyrir kostnaði við verkið í viðauka við fjárhagsáætlun og að leita samninga við verktaka, í samráði við verkefnastjóra. 21. Lagning ljósleiðara í þéttbýli í Bláskógabyggð - 2009002 Staða mála vegna lagningar ljósleiðara í þéttbýli í Bláskógabyggð Farið var yfir stöðu mála í framhaldi af viðræðum við Mílu. Niðurstöðu er að vænta á næstunni varðandi það hvaða áfanga Míla hyggst ráðast í. 22. Úthlutun lóða á Laugarvatni - 2103032 Tillaga um að auglýsa lóð við Herutún 1 (skv. nýju skipulagi). Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar. 23. Þingsályktunartillaga um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða, 720. mál. - 2106002 Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 19. maí 2021, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraðra, 720. mál. Umsagnarfrestur er til 2. júní nk. Lagt fram til kynningar. 24. Ársskýrsla og ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands - 2105030 Ársreikningur og ársskýrsla HES 2020 Lagt fram til kynningar. 25. Hlauptunga, vegstæði og bílaplan - 2006035 Niðurstaða Skipulagsstofnunar, dags. 21. maí 2021, um umhverfismat Lagt fram til kynningar. Niðurstaða málsins er að ekki sé þörf á að ráðast í umhverfismat. 26. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði 2015-2020 ályktun - 2106007 Ályktun Félags atvinnurekenda, dags. 1. júní 2021, um fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á árunum 2015-2020. Lagt fram til kynningar. Fundi slitið kl. 17:15. Helgi Kjartansson                 Valgerður Sævarsdóttir Óttar Bragi Þráinsson          Kolbeinn Sveinbjörnsson Guðrún S. Magnúsdóttir     Róbert Aron Pálmason Axel Sæland                           Ásta Stefánsdóttir
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?