Sveitarstjórn - eldri fundargerðir

317. fundur 11. nóvember 2022 kl. 10:29 - 10:29
 317. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, miðvikudaginn 9. nóvember 2022, kl. 14:00.     Fundinn sátu: Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Áslaug Alda Þórarinsdóttir, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.     Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.    
1.   Fundargerð skipulagsnefndar - 2201007
248. fundur haldinn 1.11.2022. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 12.
-liður 3, Reykholt; Bjarkarbraut 14 L190016 og Bjarkarbraut 16 L190017; Breytt lóðamörk; Deiliskipulagsbreyting - 2210029 Lögð er fram umsókn frá Sveinbirni Agli Björnssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi Reykholts. Í breytingunni felst breytt lega lóðarmarka á milli lóða Bjarkarbrautar 14 og 16. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. -liður 4, Bergsstaðir lóð A3 (Kelduendi) L219953; Birkiberg L234553; Stækkun byggingarreits og aðkoma færð; Deiliskipulagsbreyting - 2210043 Lögð er fram umsókn frá Jónínu Guðrúnu Einarsdóttur er varðar breytingu á deiliskipulagi á lóðum Bergstaða lóð A3 og Birkibergi. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits auk þess sem aðkoma er færð. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. -liður 5, Víkurholt 2 (L190967); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður - 2210025 Fyrir liggur umsókn Bergs Þ. Arthúrssonar og Guðrúnar K. Gunnarsdóttur, móttekin 10.10.2022, um byggingarheimild fyrir 86 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Víkurholt 2 L190967 í Bláskógabyggð. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Málið verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi landeigna og landeigenda upprunalandsins. -liður 6, Skálabrekka-Eystri L224848; Grjótnes- og Hellunesgata, landbúnaðarlóðir; Deiliskipulag - 2210051 Lögð er fram umsókn frá Vilborgu Halldórsdóttur er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til landbúnaðarlóða í landi Skálabrekku-Eystri. Í deiliskipulaginu er gert er ráð fyrir 17 landbúnaðarlóðum á um 75 ha svæði. Stærðir lóða eru frá 30.488 fm til 45.733 fm. Innan lóða er gert ráð fyrir heimild til að reisa tvö íbúðarhús ásamt aukahúsi á lóð innan nýtingarhlutfalls 0,03. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við heimildir deiliskipulagsins sem m.a. taka til þess að heimilt sé að byggja tvö íbúðarhús innan hvers reits. Að mati nefndarinnar býður slíkt upp á vandamál til framtíðar varðandi uppskiptingu lóða vegna eignarhalds á íbúðarhúsum innan þeirra. Sveitarstjórn telur að sama skapi mikilvægt að settir séu fram skýrir skilmálar innan deiliskipulags sem taka til hugsanlegrar ruslsöfnunar og geymslu á lausafjármunum innan lóða. Jafnframt telur sveitarstjórn ekki æskilegt að á svæðinu sem heimilt að stunda atvinnurekstur eins og t.d. rekstur verkstæðis sem sérstaklega er tiltekið um í skilmálum deiliskipulagstillögunnar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málinu verði frestað og að skipulagsfulltrúa verði falið að annast samskipti við umsækjanda um breytingar á skilmálum deiliskipulagsins. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að sett sé fram skýr stefnumörkun um hvers konar uppbyggingu sveitarfélagið sér fyrir sér til framtíðar innan svæðisins. -liður 7, Bjarkarbraut 11 L194933; Stækkun bygg.reits; Dsk.breyting - 2210059 Lögð er fram umsókn frá Arnhildi Pálmadóttur er varðar breytingu á deiliskipulagi Reykholts er varðar Bjarkarbraut 11. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagðar breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. -liður 8, Einiholt 1 land 1 L217088; Úr landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting - 2110061 Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Einiholts 1 land 1 L217088 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess eftir auglýsingu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010. -liður 9, Skálabrekka L170163; Malarnáma E3; Framkvæmdarleyfi - 2208033 Lögð er fram umsókn frá Heiðarási ehf er varðar framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr malarnámu skilgreind E3 á aðalskipulagi Bláskógabyggðar eftir grenndarkynningu. Samkvæmt upplýsingum frá umsækjanda hefur verið tekið um 4.700 m3 af efni úr námunni. Umsótt efnistaka er áætluð alls um 33.000 m3. 16.000 m3 vegna vegagerðar innan jarðar Skálabrekku L170163 og 12.000 vegna annarra framkvæmda á 6 ára tímabili. Gert er ráð fyrir því að samhliða verði sótt um starfsleyfi fyrir námunni. Umsækjandi bendir jafnframt á að náman er ranglega staðsett á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Athugasemd barst við grenndarkynningu málsins og er málið því tekið fyrir aftur eftir kynningu. Sveitarstjórn getur ekki tekið afstöðu til heimilda til efnistöku eiganda aðliggjandi jarðar í takt við framlagðrar athugasemdar vegna framkvæmdaleyfis. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis eftir grenndarkynningu og felur skipulagsfulltrúa útgáfu leyfisins. -liður 10, Hraunstígur 1 L170333; Breytt lega lóðar og hnitsetning - 2210035 Lögð er fram umsókn Sverris Tómassonar er varðar stækkun lóðar Hraunstígar 1 L170333. Lóðin er í dag skráð 2.000 fm en verður 4.734 fm eftir breytingu skv. meðfylgjandi lóðablaði. Stækkunin kemur úr landi Kárastaða L170159. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir erindið með fyrirvara um uppfærð gögn. -liður 11, Bergsstaðir L167202; Stækkun frístundareits F84; Aðalskipulagsbreyting - 2108051 Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bergsstaða í Bláskógabyggð eftir auglýsingu. Innan tillögunnar er gert ráð fyrir breyttri afmörkun frístundasvæðis. Annars vegar er um að ræða stækkun, samtals um rúma 6 ha, í landi Bergstaða L167202 og hins vegar er um að ræða breytta landnotkun frístundasvæðis í landi Bergstaða 167201, sem verður landbúnaðarland að breytingu lokinni. Umsagnir sem bárust vegna málsins eru lagðar fram við afgreiðslu þess. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. -liður 12, Bergsstaðir L167201; Úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2108054 Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bergsstaða í Bláskógabyggð eftir auglýsingu. Innan tillögunnar er gert ráð fyrir breyttri afmörkun frístundasvæðis. Annars vegar er um að ræða stækkun, samtals um rúma 6 ha, í landi Bergstaða L167202 og hins vegar er um að ræða breytta landnotkun frístundasvæðis í landi Bergstaða 167201, sem verður landbúnaðarland að breytingu lokinni.Umsagnir sem bárust vegna málsins eru lagðar fram við afgreiðslu þess. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
 
2.   Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar - 2201002
31. fundur haldinn 26.10.2022. Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 1.
-liður 1, útboð vegna byggingar húss fyrir UTU við Hverabraut, 2209023. Þrjú tilboð bárust í verkið. Lægstbjóðandi eru Selásbyggingar ehf. Sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs er falið að kalla eftir gögnum frá bjóðanda í samræmi við útboðsgögn. Fundargerðin var staðfest.
 
3.   Fundargerð skólanefndar - 2201003
26. fundur haldinn 31.10.2022
Fundargerðin var staðfest.
 
4.   Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa - 2201008
172. fundur haldinn 19.10.2022 173. fundur haldinn 2.11.2022
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
5.   Fundargerðir framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga - 2201023
3. fundur heldinn 6. september 2022. 4. fundur haldinn 26. september 2022. 5. fundur haldinn 4. október 2022.
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
6.   Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga - 2210042
52. fundur haldinn 21.10.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
7.   Haustfundur Héraðsnefndar Árnesinga - 2209002
Haustfundur haldinn 11.10.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
8.   Fundargerðir stjórnar byggðasamlags UTU - 2201006
Fundur haldinn 12.10.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
9.   Fundargerðir NOS (stjórn skóla- og velferðarþjónustu) - 2201010
Fundur haldinn 20.10.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
10.   Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2201025
914. fundur haldinn 12.10.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
11.   Svæðisskipulag Suðurhálendis - 1909054
20. fundur haldinn 27.09.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
12.   Fundargerðir stjórnar SASS - 2201022
587. fundur haldinn 07.10.2022
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
13.   Fundargerðir seyrustjórnar - 2201012
5. fundur haldinn 20.09.2022 6. fundur haldinn 17.10.2022
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
14.   Fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026 - 2208029
Fjárhagsáætlun 2023 og 3ja ára áætlun. Fundur með stjórnendum leik- og grunnskóla og verkefnastjóra heilsueflandi samfélags.
Inn á fundinn komu Lára Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri Reykholtsskóla, Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni og Gunnar Gunnarsson, verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags. Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun viðkomandi deilda, auk þess sem sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlun leikskólans Álfaborgar.
 
15.   Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs - 2202017
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði fyrir janúar til október 2022
Yfirlitið var lagt fram til kynningar.
 
16.   Lóðarumsókn Skólatún 16-18-20, Laugarvatni - 2211011
Umsókn BF Verks ehf um lóðina Skólatún 16-18-20, Laugarvatni.
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og tvær umsóknir borist, sjá 16. og 17. lið, sem eru afgreiddir saman undir þessum lið. Dregið var á milli umsækjenda og kom lóðin í hlut Melavíkur ehf. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Skólatúni 16-18-20, Laugarvatni, til Melavíkur ehf.
 
17.   Lóðarumsókn Skólatún 16-18-20, Laugarvatni - 2211007
Umsókn Melavíkur ehf um lóðina Skólatún 16-18-20, Laugarvatni.
Sjá afgreiðslu lóðarumsókna undir 16. lið fundarins.
 
18.   Lóðarumsókn Herutún 15-17, Laugarvatni - 2209021
Erindi BF Verks ehf, dags. 20.10.2022, þar sem óskað er eftir að falla frá umsókn um lóðina Herutún 15-17, Laugarvatni, þar sem lóðin er ekki byggingarhæf (sótt er í staðinn um Skólatún 16-18-20, sjá 16. lið).
Sveitarstjórn samþykkir að lóðinni Herutúni 15 til 17 verði skilað.
 
19.   Lóðarumsókn Tungurimi 9, Reykholti - 2211012
Umsókn Lexíu ehf um lóðina Tumgurima 9, Reykholti.
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta Lexíu ehf lóðinni Tungurima 9, Reykholti.
 
20.   Lóðarumsókn Tungurimi 3, Reykholti - 2210012
Beiðni Lexíu ehf um að skila lóðinni Tungurima 3, Reykholti (sótt er í staðinn um Tungurima 9), sjá 20. lið.
Sveitarstjórn samþykkir að lóðinni verði skilað. Sveitarstjóra er falið að auglýsa lóðina lausa til umsóknar að nýju.
 
21.   Lóðir til úthlutunar - 2103032
Tillaga um að lóðir, sem auglýstar hafa verið til úthutunar, verði teknar úr úthlutun. Nánar tiltekið er um að ræða lóðir á Laugarvatni við Herutún 2, 6, 7-9, 11-13 og 15-17 og Traustatún 11 og 13 og Miðholt 7, Reykholti.
Sveitarstjórn samþykkir að afturkalla auglýsingu um að lóðirnar Herutún 2, 6, 7-9, 11-13 og 15-17 og Traustatún 11 og 13 á Laugarvatni og Miðholt 7, Reykholti séu lausar til úthlutunar. Umræddar lóðir við Herutún og Traustatún eru ekki byggingarhæfar þar sem að- og fráveita liggur ekki að þeim og kostnaðarsamt er að tengja einstaka lóðir við veitukerfi, verði sótt um þær. Aðstæður til húsbyggingar á Miðholti 7 eru óheppilegar vegna mikillar dýptar á fastan botn. Nokkuð framboð er af íbúðarhúsalóðum á Laugarvatni þrátt fyrir þessa afturköllun, en lausar lóðir eru við Skólatún 8-10, Traustatún 3, 5, 6, 7, 8, 11, 12, 14 og 16. Í Reykholti er laus lóðin Tungurimi 3 og fyrirhugað er að halda áfram með gatnagerð skv. deiliskipulagi á næsta ári.
 
22.   Þátttaka sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu - 2110013
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.10.2022, varðandi áætluð verkefni og kostnað þeirra í samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu fyrir árið 2023.
Lagður var fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ásamt fylgigögnum, þar sem fjallað er um þátttöku og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs þeirra 2023, stöðu verkefna og markmið um samstarf sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu frá landsþingi sveitarfélaga haust 2022. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að halda áfram þátttöku í verkefninu.
 
23.   Styrkumsókn Sigurhæða vegna ársins 2023 - 2211010
Erindi Sigurhæða, dags. 15.10.2022, þar sem óskað er eftir styrk til starfseminnar vegna ársins 2023.
Styrkbeiðni Sigurhæða, þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi, vegna starfseminnar 2023 var lögð fram. Sótt er um 395.000 kr styrk miðað við að framlag komi einnig í gegnum áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vettvangi SASS, en 575.000 kr styrk verði ekki um framlag Sóknaráætlunar að ræða. Sveitarstjórn samþykkir að veita 395.000 kr. styrk til reksturs Sigurhæð árið 2023. Gert verður ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun.
 
24.   Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Fell) - 2211016
Beiðni Fells, frístundabyggðar, dags. 26.10.2022, um styrk vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmda að fjárhæð kr. 2.338.516.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
25.   Styrkumsókn vegna fyrirhugaðs veghalds í frístundabyggð Urriðalækur í landi Lækjarhvamms) og athugasemdir vegna námu - 2211015
Beiðni Rekstarfélags Urriðalækjar, dags. 07.11.2022, um styrk vegna fyrirhugaðs viðhalds á vegi sunnan Grafarár, auk þess sem óskað er atbeina sveitarfélagsins vegna námu og vegaslóða í kringum námugröft og þungaflutninga á jörð Lækjarhvamms.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í að styrkja umrætt viðhald á vegi í samræmi við reglur sveitarfélagsins þar að lútandi og bendir bréfritara á að senda inn umsókn og gögn þegar framkvæmdir hafa átt sér stað. Bréfritara er bent á að hafa Samband við veghaldara um atriði er varða námu og vegslóða.
 
26.   Heiðursáskrift af Skógræktarritinu 2022 - 2211005
Erindi Skógræktarfélags Íslands, dags. 01.11.2022, þar sem boðin er heiðursáskrift að Skógræktarritinu.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir erindið, sem felur í sér 25.000 kr framlag. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
27.   Dvalarheimili fyrir aldraða, áskorun - 2008005
Erindi 60 plús í Laugardal, dags. 3.11.2022, varðandi dvalarheimili fyrir aldraða.
Áskorun félagsins, þess efnis að húsnæði Háskóla Íslands að Lindarbraut 4 á Laugarvatni verði gert að dvalarheimili fyrir aldraða, var lögð fram.
 
28.   Nýting jarðvarma í uppsveitum Árnessýslu - 2211014
Erindi Baseload Power Iceland, dags. 3.11.2022, varðandi nýtingu jarðvarma í uppsveitum Árnessýslu.
Erindi Ragnars Sæs Ragnarssonar f.h. Baseload Power Iceland var lagt fram. Þar er óskað eftir fundi með fulltrúum Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps á næstu vikum vegna hugmynda um orkuöflun og lagningu hitaveitu. Sveitarstjórn felur oddvita, Jóni F. Snæbjörnssyni og sveitarstjóra að sækja umræddan fund.
 
29.   Lyfjaafgreiðsla í Laugarási - 2209014
Tilkynning Lyfju ehf, dags. 24.10.2022, þess efnis að ákveðið hafi verið að loka útibúi Lyfju í Laugarási.
Tilkynningin var lögð fram. Í henni felst að útibúi Lyfju í Laugarási verði lokað varanlega frá 1. nóvember 2022. Málið hefur haft fárra vikna aðdraganda, en sveitarstjórn Bláskógabyggðar, ásamt oddvitum nágrannasveitarfélaganna, hafði lýst yfir áhyggjum vegna breytinga sem fyrirhugað var að gera á þjónustunni, sem ekki áttu þó að fela í sér varanlega lokun afgreiðslunnar. Rætt hafði verið við forsvarsmann Lyfju, forstjóra HSU og aðra lyfsala til að leita lausna á málinu. Það að afgreiðslunni skuli vera lokað alfarið verður að teljast afar slæmt fyrir íbúa á svæðinu, auk þess sem það er ekki til þess fallið að styrkja starfsemi HSU í Laugarási. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar harmar þessa niðurstöðu, sem veldur miklum vonbrigðum, og hvetur til þess að HSU leiti allra leiða til að fá annað apótek til samstarfs.
 
30.   Lántökur 2022 - 2201040
Tillaga um millifærslur á milli Bláskógaveitu og Bláskógabyggðar 2022
Lagt var fram erindi sviðsstjóra stjórnsýslusviðs þar sem lagðar eru til millifærslur á mili reiknings Bláskógaveitu og Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn samþykkir millifærslur af reikningi Bláskógaveitu yfir á reikning Bláskógabyggðar innan ársins.
 
31.   Lántökur 2022 - 2201040
Tillaga um lántökur vegna fjárfestinga ársins 2022.
Eftirfarandi tillaga sveitarstjóra var lögð fram: Í upphaflegri fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2022 var gert ráð fyrir lántökum að fjárhæð 250 mkr. Með viðauka 1 við áætlunina var áætluð lántaka aukin um 100 mkr. eftir að niðurstaða flestra útboða í gatnagerð lá fyrir. Á vormánuðum var tekið lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 180 mkr. Lagt er til að sótt verði um svokallað grænt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir 123 mkr., eða sem svarar áætluðum kostnaði við fráveituframkvæmdir skv. fjárhagsáætlun, t.d. framkvæmdir við endurnýjun fráveitu miðsvæðis á Laugarvatni sem eru áætlaðar fyrir 40 mkr., endurnýjun fráveitu við Skólatún 15 mkr. og niðursetning hreinsistöðvar í Reykholti 20 mkr. auk nýframkvæmda í Reykholti og á Laugarvatni fyrir 53 mkr. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að annast lánsumsókn.
 
32.   Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga - 2211018
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 07.11.2022, þar sem óskað er eftir áhugasömum sveitarfélögum til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga.
Erindið var lagt fram til kynningar.
 
33.   Vatnasvæðanefndir, tilnefningar fulltrúa - 2211017
Beiðni Umhverfisstofnunar, dags. 01.11.2022, um tilnefningu í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.
Sveitarstjórn tilnefnir Jón F. Snæbjörnsson sem aðalmann og Guðrúnu S. Magnúsdóttur til vara. Einnig er Ásgerður Magnúsdóttir tilnefnd til setu í vatnasvæðanefnd sem fulltrúi umhverfisnefndar.
 
34.   Frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga - 2211004
Erindi Innviðaráðuneytisins, dags. 2.11.2022 þar sem vakin er athygli á því að birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga.
Erindið var lagt fram til kynningar.
 
35.   Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál. - 2211006
Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 28.10.2022, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál. Umsagnarfrestur er til 11. nóvember nk.
Erindið var lagt fram til kynningar.
 
36.   Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál. - 2211008
Erindi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, dags. 25.10.2022, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál. Umsagnarfrestur er til 8. nóvember nk.
Erindið var lagt fram til kynningar.
 
37.   Ársreikningur og ársskýrsla UTU 2021 - 2211002
Ársskýrsla UTU vegna ársins 2021 Ársreikningur UTU vegna ársins 2021
Gögnin voru lögð fram til kynningar.
 
38.   Ákvæði er varða orlof í kjarasamningum - 2211009
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21.10.2022, um breytingar á ákvæðum er varða orlof í öllum kjarasamningum Sambandsins nema samningum KÍ.
Erindið var lagt fram til kynningar.
 
39.   Vöktun Þingvallavatns - 2001034
Erindi Náttúrufræðistofu Kópavogs, dags. 19.10.2022, þar sem sveitarfélaginu er send skýrsla Náttúrufræðistofu Kópavogs fyrir árið 2021 um niðurstöður vöktunar á svifvist Þingvallavatns.
Erindið var lagt fram til kynningar.
 
    Fundi slitið kl. 17:50.          
Helgi Kjartansson Stefanía Hákonardóttir
Áslaug Alda Þórarinsdóttir Guðrún S. Magnúsdóttir
Guðni Sighvatsson Anna Greta Ólafsdóttir
Jón Forni Snæbjörnsson Ásta Stefánsdóttir
 
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?