Sveitarstjórn - eldri fundargerðir

336. fundur 01. júní 2023 kl. 10:34 - 10:34
 336. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, miðvikudaginn 31. maí 2023, kl. 09:00.     Fundinn sátu: Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Áslaug Alda Þórarinsdóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.     Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.    
1.   Fundargerð skipulagsnefndar - 2301013
-liðir 5 í fundargerð 258. fundar skipulagsnefndar, Fellsendi, deiliskipulag. Áður tekið fyrir á 333. fundi sveitarstjórnar.
Fellsendi land L222604; Tvö íbúðarhús og hlaða; Deiliskipulag - 2303062 Lögð eru fram uppfærð deiliskipulagsgögn sem taka til Fellsenda lands L222604. Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar á 119,6 ha landi Fellsenda lands þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu tveggja íbúðarhúsa og útihúss. Gert er ráð fyrir uppbyggingu landbúnaðar sem tengist ræktun hunda og hundahaldi auk þess sem áfram verði rekin ferðaþjónustustarfsemi tengd sleðahundum á svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
2.   Fundargerð skipulagsnefndar - 2301013
261. fundur haldinn 24.05.2023
-liður 2, Efri-Reykir L167080; Frístundabyggð; Deiliskipulag - 2209096 Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags frístundabyggðar í landi Efri-Reykja L167080 eftir auglýsingu. Um er að ræða skipulagningu 26 frístundalóða á um 23 ha svæðið innan skipulagsreits F73 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar. Stærðir lóða innan svæðisins eru á bilinu 6-8.000 fm og gert er ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóða fari ekki umfram 0,03. Heimilt er að byggja sumarhús, gestahús allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm innan nýtingarhlutfalls. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagstillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna þar sem við á. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. -liður 3, Brattholt L189012; Verslunar-og þjónustulóð; Deiliskipulag - 2211046 Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til verslunar- og þjónustutengdrar starfsemi í landi Brattholts eftir auglýsingu. Á svæðinu er fyrir 1.429 fm hótel. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir stækkun hótels í takt við heimildir aðalskipulags sem gera ráð fyrir að hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar sé 0,1 auk þess sem gert er ráð fyrir uppbyggingu 14 smáhýsa 40-60 fm að stærð innan svæðisins. Samanlagt hámarksbyggingarmagn innan deiliskipulagsins er 4.900 fm og gestafjöldi allt að 190 manns. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðum gögnum við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna í samræmi við framlagða samantekt umsagna vegna málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. -liður 4, Efsti-Dalur 1 L167630; Stekkatúnsnáma; Framkvæmdarleyfi - 2305026 Lögð er fram umsókn frá Kristrúnu Sigurfinnsdóttur er varðar framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Efsta-Dals 1. Áætluð heildarefnistaka er 49.000 m3 á 2,4 ha svæði. Á svæðinu er skilgreint efnistökusvæði E43 á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og að málið verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi jarða. -liður 5, Kjarnholt I lóð 1 L209268 og Kjarnholt I lóð 2 L209269; Stofnun lóða um byggingarreiti; Deiliskipulagsbreyting - 2305029 Lögð er fram umsókn frá Geysisholti sumarhús ehf er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi að Kjarnholti 1. Í breytingunni felst að heimild er veitt fyrir skilgreiningu lóða umhverfis byggingarreiti innan svæðisins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Sveitarstjórn mælist til að skilgreind verði staðföng, í samræmi við reglugerð um staðföng, fyrir nýju lóðirnar sem og upprunalandeignir lóðanna og að skipulagsuppdrátturinn verði uppfærður til samræmis. -liður 6, Stakkárhlíð 2 L217505; Stakkárhlíð 2A og 2B; Skipting lóðar; Deiliskipulagsbreyting - 2305049 Lögð er fram umsókn frá Þórdísi Geirsdóttur er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Stakkárhlíðar 2. Í breytingunni felst að heimilt verði að skipta lóðinni upp í tvær lóðir. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnar beiðni um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til heimildar fyrir uppskiptingar lóðar. Að mati sveitarstjórnar er ein af forsendum deiliskipulagsáætlunar svæðisins fjöldi lóða innan þess m.t.t. innviða. Heimild fyrir uppskiptingu einnar lóðar veiti fordæmi fyrir öðrum lóðarhöfum innan svæðisins til að skipta sambærilegum lóðum upp í tvær lóðir með tilheyrandi fjölgun húsa innan svæðisins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að mörkuð verði stefna um uppskiptingu lóða innan frístundasvæða. -liður 7, Kjarnholt 1 L167127; Eystra-Fagradalsholt; Möguleikar deiliskipulags; Fyrirspurn - 2305056 Lögð er fram fyrirspurn frá Einari Rúnari Magnússyni er varðar breytta landnotkun á hluta lands innan Kjarnholts 1. Núverandi landnotkun svæðisins er skilgreind frístundabyggð. Vilji er til að landnotkun landsins verði skilgreind sem íbúðarbyggð eða landbúnaðarsvæði með uppbyggingu smábýla í huga. Sveitarstjórn bendir á að samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags er ekki gert ráð fyrir íbúðarsvæðum í dreifbýli heldur stökum íbúðarhúsum í tengslum við núverandi byggðarkjarna. Að mati nefndarinnar samræmist það því ekki stefnumörkun aðalskipulags Bláskógabyggðar að viðkomandi svæði verði skilgreint sem íbúðarsvæði. Væri svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði þarf að horfa til þess að lóðir yrðu að jafnaði ekki minni en 3 ha í takt við stefnu aðalskipulags um uppbyggingu smábýla með fasta búsetu. -liður 8, Haukadalur 1 L167097; Skógrækt; Framkvæmdarleyfi - 2305057 Lögð er fram umsókn frá Skógræktinni er varðar útgáfu framkvæmdaleyfis vegna áframhalds gróðursetningar í lúpínubreiður á landi Skógræktarinnar Haukadal 1. Stefnt er að gróðursetningu ýmissa trjátegunda í jarðunnið land í lúpínubreiðum og lítt grónu landi á landi sem skilgreint er í aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem skógræktar- og landgræðslusvæði. Um er að ræða 170 ha svæði sem umlukið er eldri trjáreitum sem gróðursett hefur verið til á síðustu árum og áratugum. Framkvæmdasvæðið sjálft er lítt sýnilegt frá byggð enda komið aðeins inn fyrir hæðarbrúnina í Haukadal. Svæðið sést þó frá veginum sem liggur inn á Haukadalsheiði. Jarðvinnsla verður gerð með TTS herfi. Ummerki um slíka herfingu hverfa að mestu þegar líður á sumarið í lúpínu sem vex vel á svæðinu. Herfingarnar eru nauðsynlegar til að skapa trjánum vaxtarrými í lúpínunni. Gróðursett verður í herfisrásirnar í byrjun júní 2023 og verður verkinu lokið í byrjun júlí. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Framkvæmdin er í samræmi við skilgreinda landnotkun svæðisins í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagsfulltrúa er falin útgáfa framkvæmdaleyfis. -liður 9, Gröf lóð (L167788); byggingarheimild; sumarbústaður - viðbygging - 2305038 Fyrir liggur umsókn Gests Ólafssonar fyrir hönd STS Ísland ehf., móttekin 12.05.2023, um byggingarheimild að byggja 49 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Gröf lóð L167788 í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 102 m2. Sveitarstjórn leggst gegn því að fyrirhuguð stækkun fari nær á (Djúpinu) en núverandi hús án þess að lögð sé fram undanþága frá kröfum 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar þar sem tiltekið er að mannvirki utan þéttbýlis skuli ekki reist nær vötnum, ám eða sjó en 50 metra. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst því gegn útgáfu byggingarheimildar. Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
 
3.   Fundargerð skólanefndar - 2301011
30. fundur haldinn 22.05.2023
Fundargerðin var staðfest.
 
4.   Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa - 2301014
185. fundur haldinn 17.05.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Liður 29 er til afgreiðslu sem sérstakt mál á dagskrá þessa fundar, nr. 32.
 
5.   Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2301026
926. fundur haldinn 17.05.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
6.   Fundargerð stjórnar Bergrisans bs - 2301027
55. fundur haldinn 18.04.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
7.   Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga - 2301025
64. fundur haldinn 16.05.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
8.   Fundargerðir oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu - 2301033
2. fundur haldinn 11.01.2023 3. fundur haldinn 19.04.2023 Ársreikningur 2022.
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar, ásamt ársreikningi. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun vegna útgreiðslu úr sjóði Laugaráslæknishéraðs, kr. 9.628.000.
 
9.   Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga - 2301020
206. fundur haldinn 09.05.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
10.   Aðalfundur Héraðsnefndar Árnesinga - 2301050
Aukafundur Héraðsnefndar haldinn 24.05.2023. Minnisblað um húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga, dags. 29.05.2023, ásamt fylgigögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að Héraðsnefnd Árnesinga taki húsnæði að Hellismýri 8, Selfossi, á leigu fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga, með þeim áhrifum sem það hefði á fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafnsins til næstu ára, fáist húsnæðið leigt. Á móti fellur út kostnaður við leigu í Ráðhúsi Árborgar og rekstrarkostnaður af Háheiði 9.
 
11.   Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, stefnumótun - 2109037
Heildarstefnumótun Bláskógabyggðar, byggð á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Lögð var fram stefna Bláskógabyggðar varðandi innleiðingu sjálfbærrar og framsækinnar þróunar í sveitarfélaginu, byggt á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Sveitarstjórn þakkar Evu Magnúsdóttur og öðrum þeim sem komu að henni með einum eða öðrum hætti. Sveitarstjórn samþykkir heildarstefnuna.
 
12.   Atvinnumálastefna sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu - 2208039
Atvinnumálastefna Uppsveita Árnessýslu 2023-2027
Atvinnumálastefna Uppsveita fyrir árin 2023-2027 var lögð fram að loknu athugasemdaferli. Að stefnunni standa Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Í stefnunni var leitast við að setja fram raunhæf markmið og að unnt verði að mæla framvindu. Stefnan tekur mið af Sóknaráætlun Suðurlands. Sveitarstjórn þakkar vinnuhópnum sem stóð að vinnu atvinnumálastefnunnar fyrir sitt framlag, svo og öðrum þeim sem komu að vinnunni. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir atvinnumálastefnu Uppsveita fyrir sitt leyti.
 
13.   Staða ferðamálafulltrúa Uppsveita - byggðaþróunarfulltrúi - 2111042
Starf ferðamálafulltrúa og samningur við SASS um byggðaþróunarfulltrúa fyrir sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu. Minnisblað, dags. 23.05.2023, með tillögum.
Lagt var fram minnisblað ásamt fylgigögnum. Ráðningartími ferðamálafulltrúa miðast við 1. júlí n.k. Sveitarstjórn samþykkir að ráðningartími verði framlengdur til 31. desember n.k. miðað við 80% starfshlutfall. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að taka þátt í verkefni sem varðar nýja stöðu byggðaþróunarfulltrúa fyrir Uppsveitir Árnessýslu í gegnum samstarfssamning við SASS, sem byggir á samningi SASS við Byggðastofnun. Framlag SASS næmi um 7.500.000 kr miðað við heilt almanaksár. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði eftir starfsmanni í 100% starf, og undir það heyri, auk skilgreindra verkefna byggðaþróunarfulltrúa, ferða- og kynningarmál, eftirfylgni með atvinnustefnu, auk mála sem tengjast fjölmenningu. Bláskógabyggð verði leiðandi sveitarfélag og gerður verði samningur milli sveitarfélaganna um verkefnið. Um er að ræða sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Kostnaður sveitarfélaganna, umfram framlög SASS, skiptist í jöfnum hlutföllum á milli sveitarfélaganna fjögurra. Ráðningarferli annist sveitarstjóri Bláskógabyggðar og formaður oddvitanefndar. Áætlaður kostnaður sveitarfélaganna á árinu 2023 er á bilinu 1.800.000 til 2.300.000 og ræðst m.a. af því hvenær nýr starfsmaður gæti hafið störf. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að gerður verið viðauki við fjárhagsáætlun vegna hlutdeildar Bláskógabyggðar í þeim kostnaði.
 
14.   Viljayfirlýsing vegna kaupa á heitu vatni til uppbyggingar í ferðaþjónustu (baðlón) - 1906021
Erindi Norverks ehf, dags. 24.04.2023, varðandi heitt vatn fyrir fyrirhugað hótel og baðlón í Laugarási.
Erindi Norverks ehf var lagt fram. Þar kemur fram að Norverk er eigandi Skálholtsvegar 1 og unnið hefur verið að þróun og uppbyggingu ferðaþjónustu á lóðinni, m.a. baðlóns. Áætlað er að baðlónið myndi nýta 24 l/sek af 98° heitu vatni. Óskað er eftir því að sveitarfélagið samþykki viljayfirlýsingu þess efnis að Bláskógaveita muni selja Norverk það vatn sem verkefnið þarfnast skv. áætlunum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu og tekur jákvætt í erindið og felur oddvita og sveitarstjóra að vinna málið áfram.
 
15.   Lóðarumsókn, Kriki Laugarvatni lóð 2 - 2305030
Umsókn Brunavarna Árnessýslu, dags. 25.05.2023, um lóð nr 2 við Krika á Laugarvatni undir byggingu bílageymslu fyrir tæki slökkviliðsins á Laugarvatni.
Umsókn Brunavarna Árnessýslu var lögð fram. Vegna sölu á núverandi aðstöðu slökkviliðs Brunavarna Árnessýslu á Laugarvatni er nauðsynlegt að koma upp húsnæði fyrir tæki slökkviliðsins. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta Brunavörnum Árnessýslu lóð nr. 2 við Krika á Laugarvatni til byggingar bílgeymslu.
 
16.   Lóðarumsókn Borgarrimi 17, Reykholti - 2305032
Umsókn Geysis ehf um lóðina Borgarrima 17, Reykholti
Umsókn Geysis ehf um lóðina Bogarrima 17, Reykholti, var lögð fram. Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Geysis ehf.
 
17.   Tungurimi 11, Reykholti, skil á lóð - 2207002
Erindi Svavars Jóns Bjarnasonar, dags. 16.05.2023, þar sem óskað er eftir að skila lóðnni Tungurima 11, Reykholti.
Erindi Svavars Jóns var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að lóðinni verði skilað og felur sveitarstjóra að auglýsa hana til úthlutunar að nýju.
 
18.   Rýmisþörf leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar - 2204023
Erindi Foreldrafélags Bláskógaskóla, dags. 16.05.2023, varðandi húsnæðismál Bláskógaskóla Laugarvatni.
Erindið var lagt fram ásamt tölvupósti skólastjóra, dags. 23.05.2023, og vísað til starfshóps vegna greiningar á rýmisþörf í skólamannvirkjum Bláskógabyggðar.
 
19.   Deiliskipulag þjóðgarðsins á Þingvöllum - 2305039
Kynning á vinnu við deiliskipulag þjóðgarðsins á Þingvöllum. Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður, kynnir tillögu.
Einar Sæmundsen kom inn á fundinn. Kynntar voru hugmyndir um nýtt og breytt deiliskipulag þjóðgarðsins á Þingvöllum. Lagðir voru fram skipulagsuppdrættir og minnisblað Landslags um helstu áherslur í deiliskipulagi.
 
20.   Útboð ræstinga leikskólinn Álfaborg - 2305016
Tilboð í verkið Ræsting og hreingerning Álfaorg 2023-2027. Fundargerð frá opnunarfundi tilboða.
Núverandi samningur um ræstingu og hreingerningu leikskólans Álfaborgar rennur út í lok þessa skólaárs og var verkið því boðið út að nýju. Alls bárust sex tilboð í verkið Ræsting og hreingerning Álfaborg 2023 til 2027 og hafa tilboð verið yfirfarin. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, sem var Þvottur og lín ehf, að fjárhæð kr. 820.000 og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við fyrirtækið. Sveitarstjórn þakkar jafnframt SB Þrifum ehf fyrir samstarfið.
 
21.   Samningur um styrk til Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands - 2305033
Erindi Háskólafélags Suðurlands, dags. 22.05.2023, um áframhaldandi stuðning við Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands.
Erindið var lagt fram. Þar er óskað eftir áframhaldandi stuðningi við verkefnið, kr. 30.000 á ári 2023 til 2025. Sveitarstjórn samþykkir áframhaldandi þátttöku. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
22.   Samningur við UMFÍ um afnot af íþróttamiðstöð vegna ungmennabúða - 1805083
Tilkynning UMFÍ um riftun leigusamnings um húsnæði ungmennabúða á Laugarvatni.
Tilkynningin var lögð fram.
 
23.   Úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Laugarvatni - 2301038
Staða mála varðandi úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, í húsnæði HÍ á Laugarvatni. Gísli Davíð Karlsson hjá Vinnumálastofnun, kynnir. Erindi Jóns F. Snæbjörnssonar, dags. 17.05.2023, þar sem framsent er bréf umsækjanda um alþjóðlega vernd.
Gísli Davíð Karlsson gerði grein fyrir stöðu mála í úrræði Vinnumálastofnunar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Laugarvatni. Jón F. Snæbjörnsson gerði grein fyrir erindi sínu, en í bréfi umsækjanda kemur fram áhugi á að taka þátt í starfsemi í samfélaginu.
 
24.   Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026 - 2205041
Fundartímar sveitarstjórnar í júní
Samþykkt er að næsti sveitarstjórnarfundur verði haldinn 14. júní kl. 13:00 og næsti fundur þar á eftir 5. júlí kl. 9:00.
 
25.   Kjaradeila Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB - 2304054
Verkfallsboðun FOSS, dags. 19.05.2023, vegna starfa félagsmanna við leikskóla og íþróttamannvirki.
Lögð var fram tilkynning FOSS um verkfallsboðun vegna starfa á leikskólanum Álfaborg í leikskóladeild Bláskógaskóla Laugarvatni frá 5. júní til 5. júlí og í íþróttamiðstöðvum sveitarfélagsins, ótímabundið frá 5. júní. Ljóst er að komi til verkfalls mun verða talsverð röskun á leikskólastarfi og íþróttamannvirkin verða lokuð. Sveitarstjórn samþykkir að leikskólagjöld verði felld niður í þeim tilvikum sem ekki er hægt að veita þjónustu leikskóla.
 
26.   Málefni heilsugæslunnar í Laugarási - 2305040
Heilsugæslan í Laugarási, staða mála.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar undrast þau áform Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem kynnt voru oddvitum sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu á fundi hinn 2. maí sl. þess efnis að auglýsa eigi eftir nýju húsnæði fyrir heilsugæsluna í Laugarási. Ástæðan sem tilgreind var er viðhaldskostnaður vegna húsnæðisins. Fram kom á fundinum að viðhaldsþörfin væri 150 milljónir. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til HSU og Framkvæmdasýslunnar Ríkiseigna hefur Bláskógabyggð ekki fengið gögn um viðhaldsþörf húsnæðisins. Slík leynd yfir gögnum er óásættanleg og vekur upp ýmsar spurningar. Fram kom á fundi með oddvitum og forsvarsmönnum HSU að samtal hafi átt sér stað við ákveðið sveitarfélag um tilfærslu á heilsugæslunni. Einnig kom fram að vettvangsferð hafi verið farin með sveitarstjórnarfulltrúum þess sveitarfélags og fulltrúum HSU til að skoða ákveðið húsnæði, sem bendir til að kunna veri að fagleg vinnubrögð verði ekki viðhöfð ef auglýst verður eftir húsnæði. Staðsetning heilsugæslunnar í Laugarási er heppileg fyrir þá sem þangað sækja þjónustu, Laugarás er miðsvæðis í Uppsveitum. Það er mikilvægt að forsvarsmenn HSU geri sér grein fyrir því að tilfærsla heilsugæslunnar getur komið sér illa fyrir marga þá sem þangað eiga að sækja sína þjónustu. Lengri vegalengdir fyrir íbúa svæðisins til að sækja þjónustu á heilsugæslu er óheppileg og getur orðið til þess að íbúa sjái hag sinn í því að sækja þjónustuna frekar á Selfoss. Slíkt gæti grafið undan heilugæslu í Uppsveitum til lengri tíma litið. Samstarf sveitarfélaganna í Uppsveitum um heilsugæslu er löng og farsæl. Samstarfið nær allt aftur til 1899 þegar Grímsneslæknishérað var stofnað. Það var svo árið 1922 sem sveitarfélögin kaupa Laugarásjörðina fyrir lækni sem þar skyldi vera staðsettur. Læknir hefur því verið staðsettur í Laugarási í yfir 100 ár og hefur mikil sátt ríkt um staðsetninguna allan þennan tíma. Þá þykir sveitarstjórn miður að nærri 125 ára góð og traust samstaða sveitarfélaganna í Uppsveitum um málefni heilsugæslunnar í Laugarási skuli rofin. Sveitarfélögin eiga í miklu og góðu samstarfi á ýmsum sviðum sem er öllum sveitarfélögunum til hagsbóta. Mikilvægt er að traust sé til staðar í öllu samstarfi, sé það ekki til staðar er hætta á því að það skaði allt samstarf. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og fulltrúum frá Heilbrigðisráðuneyti og Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum. Jafnframt lýsir sveitarstjórn yfir áhyggjum af fréttum af uppsögnum bakvakta við heilsugæsluna í Laugarási sem munu fela í sér þjónustuskerðingu fyrir íbúa og gesti á svæðinu. Sveitarstjóra er falið að afla frekari upplýsinga um málið.
 
27.   Verksamningur vegna byggingar húss fyrir UTU við Hverabraut - 2209023
Erindi Selásbygginga, dags. 29.05.2023, varðandi verðbætur á verksamning.
Lagt var fram erindi verktaka þar sem tilboðsfjárhæð hefur verið reiknuð upp skv. breytingum á byggingarvísitölu frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023. Um er að ræða ríflega 7 millj.kr. hækkun á heildartilboðsfjárhæð. Í útboðsgögnum var tekið fram að samningsfjárhæð verðbætist ekki (grein 0.5.6). Taka tilboðs í verkið var kærð til kærunefndar útboðsmála sem stöðvaði samningsgerð til 8. febrúar 2024, er stöðvun samningsgerðar var aflétt. Í verksamningi sem undirritaður var 1. mars 2023 var kveðið á um að lok verktíma ættu að vera 1. mars 2024 í stað 1. október 2023 vegna þeirra tafa sem urðu á að unnt væri að byrja vinnu við verkið vegna kærunnar. Sveitarstjórn hafnar beiðni um uppreikning samningsfjárhæðar skv. erindinu.
 
28.   Uppgjör vegna tjaldsvæðis í Reykholti - 2302021
Uppgjör vegna loka leigusamnings um tjaldsvæði í Reykholti.
Lagt var fram yfirlit sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs vegna uppgjörs við leigutaka vegna uppbyggingar á tjaldsvæðinu í Reykholti á leigutímanum. Sveitarstjórn samþykkir uppgjörið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við leigutaka á grundvelli þess. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 24.506.707 sem mætt verði með lækkun á handbæru fé.
 
29.   Girðingar með þjóðvegum og Þjóðgarðinum á Þingvöllum - 2301065
Erindi Jóns F. Snæbjörnssonar, dags. 30.05.2023, varðandi girðingarmál. Áður á dagskrá á 226. fundi.
Jón F. Snæbjörnsson fylgdi erindinu úr hlaði. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að girt verði með Laugarvatnsvegi og fer þess á leit við Vegagerðina að ráðist verði í verkefnið sem fyrst.
 
30.   Frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112 2021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál. - 2305036
Erindi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 17.05.2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál. Umagnarfrestur er til 26. maí 2023.
Lagt fram til kynningar. Erindið verður kynnt ungmennaráði.
 
31.   Reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli - 2305037
Erindi innviðaráðuneytisins, dags. 17.05.2023, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 100/2023 - Drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli. Umsagnarfrestur er til og með 31.05.2023.
Lagt fram til kynningar.
 
32.   Rekstrarleyfisumsókn Bjarkarbraut 1 Laugarvatni 236 0086 - 2305038
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, um umsögn um umsókn Alexanders Gautasonar, f.h. Gautason ehf, um rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaðar í flokki IIb stærra gisitiheimili fyrir Björk Guesthouse að Bjarkarbraut 1, Laugarvatni. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um umsókn Gautasona ehf um rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaðar í flokki IIb fyrir Björk Guesthouse að Bjarkarbraut 1, Laugarvatni.
 
33.   Tækifærisleyfi vegna útilegu Mímis, nemendafélags ML - 2305041
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 30.05.2023, um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi vegna útilegu ML að Hrísholti í Biskupstungum.
Óskað er umsagnar um tækifærisleyfi vegna útilegu Mímis, nemendafélags ML, 30. júní til 2. júlí 2023, að Hrísholti í Biskupstungum. Ásta Stefánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.
 
34.   Bílflök á einkalóðum, verklagsregla - 2305028
Erindi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 26.05.2023, varðandi nýja verklagsreglu um álímingar á einstaka númerslaus bílflök og aðra lausamuni á einkalóðum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við verklagsreglu sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur unnið með vísan til álits Umboðsmanns Alþingis frá 2020.
 
35.   Ársskýrsla HES 2022 - 2305029
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir árið 2022.
Ársskýrslan var lögð fram til kynningar.
 
36.   Kjaradeila Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB - 2304054
Tilkynning Sambands íslenska sveitarfélaga, dags. 25.05.2024, um stöðu kjaraviðræðna við bæjarstarfsmannafélög innan BSRB. Áskorun Sambands íslenska sveitarfélaga, dags. 12.05.2024, til BSRB um að bera ágreining undir dómstóla.
Gögnin voru lögð fram til kynningar.
 
37.   Aðalfundur Gufu ehf 2023 - 2305031
Boð á aðalfund Gufu ehf sem haldinn verður 08.06.2023.
Fundarboðið var lagt fram til kynningar.
 
38.   Skaðabótakrafa vegna uppsagnar starfsmanns - 1809055
Ákvörðun Hæstaréttar, dags. 25.05.2023, þar sem hafnað er beiðni um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli 601/2021.
Ákvörðun Hæstaréttar var lögð fram til kynningar.
 
39.   Útboð vegna byggingar húss fyrir UTU við Hverabraut - 2209023
Úrskurður kærunefndar útboðsmála, dags. 22. maí 2023, í máli nr. 40/2022.
Úrskurðurinn var lagður fram. Þar er hafnað kröfum kæranda í máli Fortis ehf gegn Bláskógabyggð og Selásbyggingum ehf vegna byggingar skrifstofuhúsnæðis fyrir UTU á Laugarvatni.
 
40.   Skipulag skógræktar - 2305020
Erindi frá stjórn Skógræktarfélags Íslands, dags. 22.05.2023, ásamt umsögn um erindi VÍN um skipulag skógræktar, sem tekið var fyrir á 335. fundi.
Erindið var lagt fram.
 
41.   Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2023 - 2305034
Boð á aðalfund Háskólafélags Suðurlands, sem haldinn verður 07.06.2023
Aðalfundarboðið var lagt fram. Fundinn sækir f.h. Bláskógabyggðar Helgi Kjartansson, oddviti.
 
42.   Landsáætlun í málefnum fatlaðra - 2305035
Boð, dags. 19.05.2023 á samráðsfund með félags- og vinnumarkaðsráðherra um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem haldinn verður 26. júní nk kl. 17:00 á Hótel Selfossi.
Fundarboðið var lagt fram.
 
43.   Áherslur um nýtingu vindorku - 2209004
Skýrsla umhvefis- orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku. Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 16.05.2023, um skýrsluna.
Skýrslan var lögð fram ásamt umsögn Samtaka orkusveitarfélaga.
 
    Fundi slitið kl. 11:55.          
Helgi Kjartansson Áslaug Alda Þórarinsdóttir
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Guðrún S. Magnúsdóttir
Guðni Sighvatsson Anna Greta Ólafsdóttir
Jón Forni Snæbjörnsson Ásta Stefánsdóttir
 
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?