Sveitarstjórn - eldri fundargerðir

337. fundur 14. júní 2023 kl. 15:55 - 15:55
   337. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, miðvikudaginn 14. júní 2023, kl. 13:00.     Fundinn sátu: Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Elías Bergmann Jóhannsson, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.     Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.    
1.   Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar - 2301008
38. fundur haldinn 09.06.2023. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2, 4 og 12.
-liður 2, 2305013, heimlögn hitaveitu að Höfða II og IIb, sveitarstjórn samþykkir að hafinn verði undirbúningur að lagningu heimlagnar að Höfða II og IIB. Umsækjandi greiði 75% af kostnaði við framkvæmdina. Gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við verkið og tekna af heimæðargjaldi. -liður 4, 2210046, gjaldskrá Bláskógaveitu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa gjaldskránni til síðari umræðu. -liður 12, 2209017, endurnýjun gervigrasvallar á Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun, kr. 2.500.000 vegna kostnaðar við verkið. Kostnaðarauka við viðauka við fjárhagsáætlun vegna liða 2 og 12 verði mætt með lækkun á handbæru fé. Fundargerðin var staðfest.
 
2.   Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa - 2301014
186. fundur haldinn 07.06.2023. Mál nr. 43 til 49 eru sérstök afgreiðslumál á fundinum, sjá liðir nr. 22 til 28.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
3.   Fundargerð samráðshóps um málefni aldraðra - 2301056
2. fundur haldinn 09.06.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir að bjóða samráðshópnum á næsta fund sem haldinn verður 5. júlí n.k.
 
4.   Fundargerðir stjórnar Arnardrangs hses - 2301046
5. fundur haldinn 18.04.2023 6. fundur haldinn 15.05.2023
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
5.   Fundargerð stjórnar UTU bs - 2301022
101. fundur haldinn 24.05.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
6.   Fundargerð almannavarnanefndar Árnessýslu - 2301021
2. fundur haldinn 02.06.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
7.   Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs, ásamt ársreikningi - 2301027
56. fundur haldinn 15.05.2023 57. fundur haldinn 19.05.2023 58. fundur haldinn 23.05.2023 Ársreikningur 2022 Starfsreglur þjónusturáðs
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar ásamt ársreikningi og starfsreglum þjónusturáðs.
 
8.   Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga - 2301017
6. fundur haldinn 30.05.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
9.   Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2301026
927. fundur haldinn 26.05.2023 928. fundur haldinn 02.06.2023
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
10.   Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu - 2301024
8. fundur haldinn 25.05.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
11.   Styrkbeiðni vegna þátttöku í landsliði U15 í körfubolta - 2306006
Styrkbeiðni Loga Smárasonar, dags. 09.06.2023, vegna þátttöku í landsliði U15 í körfubolta.
Styrkbeiðnin var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja umsækjanda um kr. 30.000. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
12.   Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands ehf 2023 - 2306007
Tilnefning fulltrúa á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands ehf.
Sveitarstjórn tilnefnir Helga Kjartansson sem fulltrúa sinn á aðalfundinn.
 
13.   Íshellir í Suðurjökli á Langjökli - 2302022
Íshellir í Langjökli - skipulagslýsing. Áður á dagskrá á 333. fundi, sbr. liður 4 (2304027) í 259. fundargerð skipulagsnefndar.
-liður 4, Íshellir í Langjökli; Skilgreining afþreyingar- og ferðamannasvæðis; Skipulagslýsing; Aðalskipulagsbreyting - 2304027 Lögð er fram uppfærð skipulags- og matslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar auk nýs deiliskipulags. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að skilgreina afþreyingar- og ferðamannasvæði á Langjökli þar sem fyrirhugað er að gera manngerðan íshelli sem áfangastað fyrir ferðamenn. Þá verður einnig unnin deiliskipulagsáætlun fyrir svæðið þar sem nánari útfærsla íshellisins verður tilgreind. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir uppfærða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
14.   Samgöngunefnd SASS 2023 - 2306016
Erindi Samgöngunefndar SASS, dags. 05.06.2023, vegna undirbúnings fyrir ársþing 2023.
Oddvita og sveitarstjóra er falið að gera tillögu að afgreiðslu til sveitarstjórnar.
 
15.   Hverabraut 16-18, Laugarvatni - 2306019
Umræða um framtíð hússins Hverabrautar 16-18, Laugarvatni.
Sveitarstjórn ræddi um framtíð hússins. Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi.
 
16.   Gamla Álfaborg, Reykholti - 2306020
Umræða um framtíð gömlu Álfaborgar, Reykholti.
Sumarið 2016 greindist raki og mygla í leikskólanum Álfaborg og var starfsemin strax flutt í annað húsnæði. Fljótlega eftir að raki og mygla greindist var farið í ákveðnar aðgerðir til að koma í veg fyrir meira tjón og tókust þær aðgerðir ágætlega. Ljóst er að fara þarf í kostnaðarsamar framkvæmdir ef koma á húsinu í viðunandi horf til að geta hýst einhverja starfsemi sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Reykholts þar sem skipulögð verði lóð undir húsið og að skilmálar verði settir í greinargerð deiliskipulagsins um þá starfsemi sem hentað geti í húsinu vegna nálægðar við leik- og grunnskóla. Þegar þeirri vinnu er lokið verður tekin ákvörðun um framtíð hússins.
 
17.   Skaðabótakrafa vegna deiliskipulags, Stekkjalundur í landi Miðfells - 1904019
Bótakrafa Novum lögfræðiþjónustu, dags. 03.04.2019, ítrekuð 06.06.2023, vegna deiliskipulags Arnarstekks 2-10, sem samþykkt var 02.03.2017.
Lögð voru fram drög að svari við bótakröfunni. Sveitarstjórn samþykkir að hafna bótakröfunni og að lögmanni aðila verði sent svarbréf þess efnis.
 
18.   Jafningjafræðsla SASS 2023 - 2306023
Boð Jafningjafræðara Suðurlands, dags. 12.06.2023, um að heimsækja vinnuskóla sveitarfélagsins og unglingastig grunnskóla.
Sveitarstjórn fagnar boðinu og býður jafningjafræðara velkomna í heimsókn og felur sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs að undirbúa heimsókn í vinnuskólann nú í sumar.
 
19.   Skil á lóð Tungurimi 16, Reykholti - 2208016
Beiðni Malar og sands ehf um að skila lóðinni Tungurima 16, Reykholti.
Sveitarstjórn felst á að lóðinni verði skilað og felur sveitarstjóra að auglýsa hana til úthlutunar að nýju.
 
20.   Skil á lóð Tungurimi 14, Reykholti - 2208015
Beiðni Malar og sands ehf um að skila lóðinni Tungurima 14, Reykholti.
Sveitarstjórn felst á að lóðinni verði skilað og felur sveitarstjóra að auglýsa hana til úthlutunar að nýju.
 
21.   Gata að Bjarkarbraut 1, Laugarvatni - 2306024
Beiðni Kristófers Gautasonar, dags. 12.06.2023, um úrbætur á götu að Bjarkarbraut 1, Laugarvatni.
Sveitarstjórn vísar erindinu til framkvæmda- og veitunefndar.
 
22.   Skil á lóð Brekkuholt 9, Reykholti - 2201033
Beiðni Gullverks ehf um að skila lóðinni Brekkuholti 9, Reykholti.
Sveitarstjórn felst á að lóðinni verði skilað og felur sveitarstjóra að auglýsa hana til úthlutunar að nýju.
 
23.   Beiðni um frest vegna Vesturbyggðar 7 Laugarási - 2205049
Beiðni Kristjóns Benediktssonar um frest til greiðslu gatnagerðargjalda og að hefja framkvæmdir á lóðinni Vesturbyggð 7, Laugarási.
Sveitarstjórn hafnar beiðni um frest til greiðslu gatnagerðargjalda, en samþykkir að veita frest til að hefja framkvæmdir til 1. október 2024.
 
24.   Samgöngur og vegir í Bláskógabyggð - 2001054
Ástand Einholtsvegar
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af ástandi Einholtsvegar (nr 358) sem er búið að vera mjög slæmt í langan tíma og fer versnandi. Einholtsvegur er um 14 km tengivegur sem gegnir mikilvægu hlutverki innan sveitarfélagsis. Aukin umferð er um veginn vegna aukinnar byggðar og mikillar ferðaþjónustu á svæðinu. Sá tími sem skólabörn þurfa að sitja í skólabíl hefur lengst vegna ástand vegarins sem er óásættanlegt, við slíkt ástand er ekki hægt að una. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggur þunga áherslu á að uppbyggingu á þessum vegi verði tryggt brautargengi sem allra fyrst. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að fylgja þessari bókun eftir við Vegagerðina og þá aðila sem hafa með málið að gera.
 
25.   Fagháskólanám í leikskólafræði - 2305001
Samningur um samstarf um fagháskólanám í leikskólafræði milli HÍ, HA og Bláskógabyggðar.
Sveitarstjórn samþykkir samning um samstarf um fagháskólanám í leikskólafræði skólaárin 2024-2025 og 2025-2026. Einn starfsmaður af leikskólanum Álfaborg mun sækja um skólagöngu fyrir næsta skólaár.
 
26.   Rekstrarleyfisumsókn Fremstaver - 2306014
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 16.05.2023, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Þórðar Freys Gestssonar fh Íslandshesta ehf vegna Fremstavers, 220 5478, gististaðar í flokki II-D Gistiskáli.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.
 
27.   Rekstrarleyfisumsókn Gíslaskáli Svartárbotnum - 2306013
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 16.05.2023, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Þórðar Freys Gestssonar fh Íslandshesta ehf vegna Gíslaskála Svartárbotnum, 225 1015, gististaðar í flokki II-E Fjallaskáli.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.
 
28.   Rekstrarleyfisumsókn Árbúðir - 2306012
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 16.05.2023, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Þórðar Freys Gestssonar fh Íslandshesta ehf vegna Árbúða við Svartá, 220 5486, veitingaleyfi í flokki II-E kaffihús og gisting í flokki II-E fjallaskáli.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.
 
29.   Rekstrarleyfisumsókn Bjarmaland L193102 - 2306011
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 26.05.2023, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Önnu Svövu Sverrisdóttur fh Octavo ehf vegna Bjarmalands 220 4939 í flokki II-C minna gistiheimili.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.
 
30.   Rekstrarleyfisumsókn Engjagil 4 L204526 - 2306010
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 26.05.2023, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Algimantas Pikales fh Rialverk ehf vegna Engjagils 4 230 6089 í flokki II-H frístundahús.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn leggst gegn því að leyfið verði veitt enda samræmist starfsemin ekki stefnu aðalskipulags.
 
31.   Rekstrarleyfisumsókn Kjarnholt 7, L212298 - 2306009
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 26.05.2023, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Bjarna Gauks Sigurðssonar fh Svarta smalans ehf vegna Kjarnholts 7 220 4831 í flokki II-B stærra gistiheimili.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.
 
32.   Rekstrarleyfisumsókn Varmagerði Laugarási L167143 - 2306008
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 19.12.2022, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Sonju M. Magnúsdóttur fh M Magnússon ehf vegna Varmagerði 220 4913 í flokki II-G íbúðir.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.
 
33.   Undanþága frá skipulagsreglugerð vegna Grafar, Bláskógabyggð - 2306015
Beiðni Innviðaráðuneytisins, dags. 07.06.2023, um umsögn vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð fyrir lóðina Gröf L167788 í Bláskógabyggð, Djúpin.
Sveitarstjórn leggst gegn því að veitt verði undanþága frá ákvæði skipulagsreglugerðar 5.3.2.14 vegna viðbyggingar við frístundahús á lóðinni Gröf lóð L167788.
 
34.   Námurekstur í landi Skálabrekku - 2211019
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 01.06.2023 varðandi umsögn um matsskyldu vegna efnistöku Heiðaráss ehf á efnistökusvæði E3 í landi Skálabrekku í Bláskógabyggð. Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Bláskógabyggð telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Bláskógabyggð telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Erindi Skipulagsstofunar og tilkynning Heiðaráss ehf til ákvörðunar um matsskyldu eru lögð fram. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar og umhverfisáhrifum í tilkynningunni og að hvorki sé þörf frekari skýringa né að framkvæmdin fari í umhverfismat. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins.
 
35.   Sameining stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins - 2306021
Tilkynning umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 30.05.2023, um sameiningu stofnana, áform um lagasetningu. Umsagnarfrestur er til 13.06.2023.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur jákvætt að sveitarfélagið fái aðild að stjórn Þingvallaþjóðgarðs. Sveitarstjórn leggur áherslu á að breytt stjórnfyrirkomulag með sameiningu stofnana verði ekki til þess að gera rekstur þjóðgarðsins þyngri í vöfum, jafnframt leggur sveitarstjórn áherslu á að þær sértekjur sem þjóðgarðurinn á Þingvöllum getur aflað sér renni áfram til þess að efla innviðauppbyggingu og styðja við rekstur þjóðgarðsins.
 
36.   Reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna - 2306022
Erindi Forsætisráðuneytisins, dags. 01.06.2023, varðandi drög að reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna.
Reglugerðardrögin voru lögð fram til kynningar. Sveitarstórn vekur athygli á því að á kynningu forsætisráðuneytisins á reglugerðardrögum fyrr í vor voru kynntar hugmyndir um að ekki yrði skilyrt að tekjum af þjóðlendum yrði varið innan þjóðlendna, heldur væri heimilt að nýta þær til annarra verkefna innan sveitarfélaganna, en skv. 8. gr. reglugerðarinnar er gert ráð fyrir að nýting þeirra sé bundin við þjóðlendur.
 
37.   Ársreikningur 60 plús í Laugardal - 2305027
Ársreikningur og skýrsla 60 plús í Laugardal
Lagt fram til kynningar.
 
38.   Orlof húsmæðra 2023 - 2304056
Skýrsla orlofsnefndar og ársreikningur vegna ársins 2022, ásamt bréfi gjaldkera orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, dags. 15.05.2023.
Lagt fram til kynningar.
 
39.   Aðalfundur Bergrisans 2023 - 2301045
Boð á aukaaðalfund sem haldinn verður 15.06.2023
Lagt fram til kynningar.
 
40.   Greiðslur fyrir veiðar á ref og mink - 2306017
Erindi Bjarmalands, félags atvinnuveiðimanna í ref og mink, dags. 19.05.2023, varðandi réttlátar greiðslur vegna veiða félagsmanna hvort sem það er í ref eða mink og að tryggja rétt félagsmanna.
Lagt fram til kynningar.
 
    Fundi slitið kl. 15:00.          
Helgi Kjartansson Elías Bergmann Jóhannsson
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Guðrún S. Magnúsdóttir
Guðni Sighvatsson Anna Greta Ólafsdóttir
Jón Forni Snæbjörnsson Ásta Stefánsdóttir
 
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?